Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 10. janúar 2025 11:01 Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Framundan eru nokkrir ef ekki tugir kaffibolla sem bíða eftir að verða sötraðir yfir hverjum ferðaþjónustu viðburðinum á fætur öðrum. Ferðaþjónustuvikan hefur markað sér mikilvægan sess meðal fjölbreyttra þjónustufyrirtækja um allt land sem nýta sér tækifærið til að efla sig í leik og starfi með þátttöku í málstofum, vinnustofum, ráðstefnum og raunverulegum mannamótum. Dagskráin er fjölbreytt og hefst með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, Markaðssamtali um ferðaþjónustu framtíðarinnar, Dagur ábyrgrar ferðaþjónustu, stefnumót við ferðatækni, markaðstorg ráðstefnu haldara og mikilvægt samtal um öryggi og slys í ferðaþjónustu. Allt þetta endar svo á risastóru stefnumóti landsbyggðar ferðaþjónustufyrirtækja og höfuðborgar í Kórnum í Kópavogi þegar Mannamót binda slaufu á þessa mögnuðu viku. Ferðaþjónustuvikan er mikilvægur vettvangur fyrir atvinnurekendur og starfsmenn í ferðaþjónustu en hún er líka hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa mögnuðu atvinnugrein sem skapaði 600 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland á síðasta ári, gerir okkur kleift að auka lífsgæði svo um munar með fjölda veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar, veitir tæplega 40.000 manns atvinnu í fjölbreyttum störfum, gefur byggðalögum víða um land súrefni til að halda úti grunnþjónustu við íbúa og veitir fólki tækifæri til að stunda skapandi störf í sinni heimabyggð. Fáar atvinnugreinar hafa verið jafn mikilvægt byggðaþróunar verkfæri síðustu ár. Það er mesta mýta að störf í ferðaþjónustu séu að meirihluta láglaunastörf. Fjöldi starfa krefjast sérfræðimenntunar og er aukin tækni og sjálfvirknivæðing eitt af stóru tækifærum greinarinnar til að leysa af hendi mannaflsfrek störf og auka hagræðingu í rekstri. Þá er framtíðarsýn greinarnar byggð á því að vera leiðandi í sjálfbærri þróun sem krefst bæði seiglu og aga atvinnurekenda. Störf tengd menntun og reynslu í markaðsmálum, nýsköpun, rekstri, umhverfis og loftslagsmálum er m.a það sem fyrirtæki leita eftir sérfræðingum í. Ímynd Íslands er að stórum hluta í höndum útflutningsfyrirtækja og þar ber ferðaþjónusta gríðarlega ábyrgð. Til þess að vel takist til og vörumerkið Ísland, sem við eigum öll saman, bíði ekki hnekki, þurfum við að sameinast í því að skilaboðin okkar komist á framfæri, að áfangastaðurinn Ísland verði áfram ekki bara góður staður til að búa á heldur líka fyrirmyndar staður til að heimsækja og njóta, jafnvel yfir góðum kaffibolla. ☕️ Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans sem er einn af framkvæmdaaðilum Ferðaþjónustuvikunnar ásamt Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Markaðsstofum landshlutanna og Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Framundan eru nokkrir ef ekki tugir kaffibolla sem bíða eftir að verða sötraðir yfir hverjum ferðaþjónustu viðburðinum á fætur öðrum. Ferðaþjónustuvikan hefur markað sér mikilvægan sess meðal fjölbreyttra þjónustufyrirtækja um allt land sem nýta sér tækifærið til að efla sig í leik og starfi með þátttöku í málstofum, vinnustofum, ráðstefnum og raunverulegum mannamótum. Dagskráin er fjölbreytt og hefst með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, Markaðssamtali um ferðaþjónustu framtíðarinnar, Dagur ábyrgrar ferðaþjónustu, stefnumót við ferðatækni, markaðstorg ráðstefnu haldara og mikilvægt samtal um öryggi og slys í ferðaþjónustu. Allt þetta endar svo á risastóru stefnumóti landsbyggðar ferðaþjónustufyrirtækja og höfuðborgar í Kórnum í Kópavogi þegar Mannamót binda slaufu á þessa mögnuðu viku. Ferðaþjónustuvikan er mikilvægur vettvangur fyrir atvinnurekendur og starfsmenn í ferðaþjónustu en hún er líka hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa mögnuðu atvinnugrein sem skapaði 600 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland á síðasta ári, gerir okkur kleift að auka lífsgæði svo um munar með fjölda veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar, veitir tæplega 40.000 manns atvinnu í fjölbreyttum störfum, gefur byggðalögum víða um land súrefni til að halda úti grunnþjónustu við íbúa og veitir fólki tækifæri til að stunda skapandi störf í sinni heimabyggð. Fáar atvinnugreinar hafa verið jafn mikilvægt byggðaþróunar verkfæri síðustu ár. Það er mesta mýta að störf í ferðaþjónustu séu að meirihluta láglaunastörf. Fjöldi starfa krefjast sérfræðimenntunar og er aukin tækni og sjálfvirknivæðing eitt af stóru tækifærum greinarinnar til að leysa af hendi mannaflsfrek störf og auka hagræðingu í rekstri. Þá er framtíðarsýn greinarnar byggð á því að vera leiðandi í sjálfbærri þróun sem krefst bæði seiglu og aga atvinnurekenda. Störf tengd menntun og reynslu í markaðsmálum, nýsköpun, rekstri, umhverfis og loftslagsmálum er m.a það sem fyrirtæki leita eftir sérfræðingum í. Ímynd Íslands er að stórum hluta í höndum útflutningsfyrirtækja og þar ber ferðaþjónusta gríðarlega ábyrgð. Til þess að vel takist til og vörumerkið Ísland, sem við eigum öll saman, bíði ekki hnekki, þurfum við að sameinast í því að skilaboðin okkar komist á framfæri, að áfangastaðurinn Ísland verði áfram ekki bara góður staður til að búa á heldur líka fyrirmyndar staður til að heimsækja og njóta, jafnvel yfir góðum kaffibolla. ☕️ Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans sem er einn af framkvæmdaaðilum Ferðaþjónustuvikunnar ásamt Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Markaðsstofum landshlutanna og Íslandsstofu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun