Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2025 21:04 Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með bræðurna Frosta og Snæ, sem mættu óvænt í heiminn í byrjun ársins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af geitabónda á Suðurlandi þessa dagana því tveir kiðlingar voru að koma í heiminn, sem hafa fengið nöfnin Frosti og Snær. Tveir geithafrar eru grunaðir um að vera feður kiðlinganna, annars vegar Lennon og hins vegar Lubbi. Geiturnar hjá Önnu Maríu Flygenring á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eiga ekki að bera fyrr en í apríl en mamma kiðlinganna, sem heitir Kvika lág eitthvað á og bar kiðlingunum í upphafi nýs árs. „Þetta var alveg óvænt, þetta er svona vorboði, sem maður átti alls ekkert von á. Burðurinn kom mér skemmtilega á óvart, heldur betur. Svo verða þetta náttúrulega algjör dekurdýr því þeir verða knúsaðir svolítið mikið og oft væntanlega,” segir Anna María. „Þeir byrja strax að kunna að meta knús. Þú sérð það, þeir eru strax að láta sér líka vel að láta klóra sér,” bætir hún við. Ekki er vitað hver faðir Frosta og Snæs er en tveir hafrar koma til greina. „Já, þessi heitir Lennon en hann gæti verið pabbi kiðanna og svo kemur Lubbi líka til greina”, segir Anna María hlæjandi. Og hér er hafurinn Lennon, sem gæti verið faðir kiðanna eins og Lubbi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María segir að geitur séu mjög gáfaðar. „Já, ég segi stundum að þær séu of gáfaðar og þess vegna þyki mönnum þær leiðinlegar af því að þær skáka manninum í vitsmunum stundum. Þær vita sínu viti. Ef þú ert til dæmis einhvern tímann vondur við geit, hún gleymir því ekki, hún fyrirgefur það aldrei.” Hafurinn Lubbi gæti verið faðir kiðanna en Lennon kemur líka til greina.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvetur Anna María þá sem geta að hafa aðstöðu að fá sér geitur? „Já, já, það er bara skemmtilegt og gagnlegt og það eru svo auðvelt að umgangast þær, þær eru ekki hættulegar”. Bærinn Hlíð, þar sem Anna María er með geiturnar sínar en þar er líka rekið myndarlegt kúabú.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Geiturnar hjá Önnu Maríu Flygenring á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eiga ekki að bera fyrr en í apríl en mamma kiðlinganna, sem heitir Kvika lág eitthvað á og bar kiðlingunum í upphafi nýs árs. „Þetta var alveg óvænt, þetta er svona vorboði, sem maður átti alls ekkert von á. Burðurinn kom mér skemmtilega á óvart, heldur betur. Svo verða þetta náttúrulega algjör dekurdýr því þeir verða knúsaðir svolítið mikið og oft væntanlega,” segir Anna María. „Þeir byrja strax að kunna að meta knús. Þú sérð það, þeir eru strax að láta sér líka vel að láta klóra sér,” bætir hún við. Ekki er vitað hver faðir Frosta og Snæs er en tveir hafrar koma til greina. „Já, þessi heitir Lennon en hann gæti verið pabbi kiðanna og svo kemur Lubbi líka til greina”, segir Anna María hlæjandi. Og hér er hafurinn Lennon, sem gæti verið faðir kiðanna eins og Lubbi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María segir að geitur séu mjög gáfaðar. „Já, ég segi stundum að þær séu of gáfaðar og þess vegna þyki mönnum þær leiðinlegar af því að þær skáka manninum í vitsmunum stundum. Þær vita sínu viti. Ef þú ert til dæmis einhvern tímann vondur við geit, hún gleymir því ekki, hún fyrirgefur það aldrei.” Hafurinn Lubbi gæti verið faðir kiðanna en Lennon kemur líka til greina.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvetur Anna María þá sem geta að hafa aðstöðu að fá sér geitur? „Já, já, það er bara skemmtilegt og gagnlegt og það eru svo auðvelt að umgangast þær, þær eru ekki hættulegar”. Bærinn Hlíð, þar sem Anna María er með geiturnar sínar en þar er líka rekið myndarlegt kúabú.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira