Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 16:34 Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Einar Árnason Forstjóri flugfélagsins Play furðar sig á því að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki virkjað rammasamning við félagið, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Sjúklingar sem vilja heldur fljúga með Play þurfa að leggja út fyrir sínum miðum, sem þarf ekki að gera ef flogið er með Icelandair. Að sögn Einar Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, hefur félagið gert svokallaðan rammasamning við ríkið en einstaka stofnanir þurfi að virkja samninginn fyrir sitt leyti svo unnt sé að nota hann. Það hafi aðeins lítill hluti opinberra stofnanna gert. „Síðan við fengum rammasamning við ríkið, sem hefur verið í gildi 2023 og 2024, tvö ár, þá hafa stofnanir ríkisins keypt miða af okkur fyrir níu milljónir króna en samtals fyrir 640 milljónir. Þannig að við erum með um 1,4 prósent af keyptum flugmiðum. Eitthvað af því er innanlandsflug eða til borga sem við fljúgum ekki til en umsvif okkar eru auðvitað ansi mikið meiri en þetta gefur til kynna.“ Fólki beint til Icelandair Einar Örn segir að málið hafi komist í hámæli innan Play þegar starfsmaður félagsins þurfti að komast til borgar í Evrópu til þess að sækja sér læknisþjónustu. Play er eina flugfélagið sem flýgur beint til umræddrar borgar. Sjúkratryggingar Íslands, sem er sú stofnun ríkisins sem flesta flugmiða kaupir, hafi beint starfsmanninum til Icelandair, sem gat aðeins boðið upp á flug með millilendingu. Þegar starfsmaðurinn hafi spurt hvort ekki væri hægt að fljúga honum beint með Play frekar hafi honum verið tjáð að hann þyrfti að greiða fargjaldið með Play úr eigin vasa og fá það endurgreitt. Starfsmaðurinn hafi ekki verið aflögufær og því þegið far með Icelandair, með millilendingu. „Þetta er alveg örugglega dýrara fyrir Sjúkratryggingar og í þessu tilfelli mjög umhendis fyrir starfsmanninn.“ Hafa ítrekað rætt við Sjúkratryggingar Sem áður segir er engin stofnun ríkisins sem kaupir fleiri flugmiða en Sjúkratryggingar Íslands. Því segir Einar Örn að forsvarsmenn Play hafi lengi reynt að fá stofnunina til þess að virkja rammasamning. Ítrekað hafi verið fundað með stjórnendum stofnunarinnar en samningurinn fáist enn ekki virkjaður. Hjá Icelandair starfar sérstakur tengiliður við Sjúkratryggingar, sem fólki er bent á hafa samband við á vef Sjúkratrygginga. Sá starfsmaður sér þá um að bóka flugið og innheimta hjá Sjúkratryggingum, án þess að sá sem flugið nýtir borgi fyrir. Einar Örn segir það ekki standa á Play að koma á fót slíku kerfi sín megin og að Sjúkratryggingar fáist hreinlega ekki til að virkja rammasamninginn. Árið 2023 hafi SÍ greitt 86 milljónir króna fyrir fargjöld og 63 milljónir króna í fyrra. Reikna megi með því að meginþorri þeirra greiðslna hafi runnið til Icelandair. Enda sé ekki hlaupið að því fyrir fólk sem þarf að sækja lækniþjónustu erlendis að leggja út fyrir þeim kostnaði. Þá séu tugir flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi og því væri eðlilegast að fólk gæti snúið sér til óháðrar ferðaskrifstofu. Leti eða punktum um að kenna Einar Örn segist hafa rætt það ítrekað í gegnum tíðina við hina ýmsu stjórnmálamenn og embættismenn hvers vegna stofnanir ríkisins versli ekki við önnur flugfélög en Icelandair. „Annað hvort er þetta einhver leti eða það finnst öllum voða kósí að fá vildarpunktana. Ég veit ekki hvað það er en það gerir allavega enginn neitt. Kannski vilja alþingismenn, og starfsmenn Ríkisskattstjóra og Samkeppniseftirlitsins, og allir sem ættu að gera eitthvað í málinu, fá punktana. Svo þeir gera bara ekki neitt.“ Vísir hefur sent Sjúkratryggingum Íslands fyrirspurn þar sem óskað er eftir svörum um það hverju sætir að rammasamningur er ekki virkjaður við önnur flugfélög en Icelandair. Henni hefur ekki verið svarað. Play Icelandair Tryggingar Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. 10. janúar 2025 11:40 Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Að sögn Einar Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, hefur félagið gert svokallaðan rammasamning við ríkið en einstaka stofnanir þurfi að virkja samninginn fyrir sitt leyti svo unnt sé að nota hann. Það hafi aðeins lítill hluti opinberra stofnanna gert. „Síðan við fengum rammasamning við ríkið, sem hefur verið í gildi 2023 og 2024, tvö ár, þá hafa stofnanir ríkisins keypt miða af okkur fyrir níu milljónir króna en samtals fyrir 640 milljónir. Þannig að við erum með um 1,4 prósent af keyptum flugmiðum. Eitthvað af því er innanlandsflug eða til borga sem við fljúgum ekki til en umsvif okkar eru auðvitað ansi mikið meiri en þetta gefur til kynna.“ Fólki beint til Icelandair Einar Örn segir að málið hafi komist í hámæli innan Play þegar starfsmaður félagsins þurfti að komast til borgar í Evrópu til þess að sækja sér læknisþjónustu. Play er eina flugfélagið sem flýgur beint til umræddrar borgar. Sjúkratryggingar Íslands, sem er sú stofnun ríkisins sem flesta flugmiða kaupir, hafi beint starfsmanninum til Icelandair, sem gat aðeins boðið upp á flug með millilendingu. Þegar starfsmaðurinn hafi spurt hvort ekki væri hægt að fljúga honum beint með Play frekar hafi honum verið tjáð að hann þyrfti að greiða fargjaldið með Play úr eigin vasa og fá það endurgreitt. Starfsmaðurinn hafi ekki verið aflögufær og því þegið far með Icelandair, með millilendingu. „Þetta er alveg örugglega dýrara fyrir Sjúkratryggingar og í þessu tilfelli mjög umhendis fyrir starfsmanninn.“ Hafa ítrekað rætt við Sjúkratryggingar Sem áður segir er engin stofnun ríkisins sem kaupir fleiri flugmiða en Sjúkratryggingar Íslands. Því segir Einar Örn að forsvarsmenn Play hafi lengi reynt að fá stofnunina til þess að virkja rammasamning. Ítrekað hafi verið fundað með stjórnendum stofnunarinnar en samningurinn fáist enn ekki virkjaður. Hjá Icelandair starfar sérstakur tengiliður við Sjúkratryggingar, sem fólki er bent á hafa samband við á vef Sjúkratrygginga. Sá starfsmaður sér þá um að bóka flugið og innheimta hjá Sjúkratryggingum, án þess að sá sem flugið nýtir borgi fyrir. Einar Örn segir það ekki standa á Play að koma á fót slíku kerfi sín megin og að Sjúkratryggingar fáist hreinlega ekki til að virkja rammasamninginn. Árið 2023 hafi SÍ greitt 86 milljónir króna fyrir fargjöld og 63 milljónir króna í fyrra. Reikna megi með því að meginþorri þeirra greiðslna hafi runnið til Icelandair. Enda sé ekki hlaupið að því fyrir fólk sem þarf að sækja lækniþjónustu erlendis að leggja út fyrir þeim kostnaði. Þá séu tugir flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi og því væri eðlilegast að fólk gæti snúið sér til óháðrar ferðaskrifstofu. Leti eða punktum um að kenna Einar Örn segist hafa rætt það ítrekað í gegnum tíðina við hina ýmsu stjórnmálamenn og embættismenn hvers vegna stofnanir ríkisins versli ekki við önnur flugfélög en Icelandair. „Annað hvort er þetta einhver leti eða það finnst öllum voða kósí að fá vildarpunktana. Ég veit ekki hvað það er en það gerir allavega enginn neitt. Kannski vilja alþingismenn, og starfsmenn Ríkisskattstjóra og Samkeppniseftirlitsins, og allir sem ættu að gera eitthvað í málinu, fá punktana. Svo þeir gera bara ekki neitt.“ Vísir hefur sent Sjúkratryggingum Íslands fyrirspurn þar sem óskað er eftir svörum um það hverju sætir að rammasamningur er ekki virkjaður við önnur flugfélög en Icelandair. Henni hefur ekki verið svarað.
Play Icelandair Tryggingar Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. 10. janúar 2025 11:40 Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. 10. janúar 2025 11:40