Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 19:31 Einna flest hræ hafa fundist af grágæs í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Vísir/Bjarni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræa af dauðum fugli í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir en þeim gæti farið fjölgandi en sýni hafa verið tekin úr fleiri köttum. Gæludýraeigendur eru hvattir til að sýna aðgát og hafa ketti inni eða í taumi þegar út er farið. Þótt veiran hafi ekki greinst í hundum til þessa eru hundaeigendur hvattir til að gæta að því að hundar þeirra leiti ekki í hræ. Holskefla tilkynninga um dauða og veika fugla barst Matvælastofnun um helgina, flestar af höfuðborgarsvæðinu, en veiran hefur greinst víðar um landið. Fuglaflensan hefur í flestum tilfellum herjað á grágæs og nokkrar álftir einnig. Dýraþjónusta borgarinnar hefur hirt tugi hræja síðastliðna daga. „Ég held að þetta sé, það sem er búið að hirða upp af dauðum fuglum eru örugglega 30-40 fuglar núna bara frá því um helgina. Og í dag, jafnvel 60,“ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur. Fuglshræ sem hirt hafa verið á höfuðborgarsvæðinu.aðsend Myndin hér að ofan sýnir poka sem fullir eru af hræjum sem hirt voru í morgun. Þegar fréttastofa var á vettvangi í Vatnsmýrinni eftir hádegi höfðu fundist um tuttugu hræ til viðbótar á skömmum tíma. Dýraþjónusta Reykjavíkur tekur við ábendingum um dauða og veika fugla á öllu höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við nágrannasveitarfélög. „Gæsir til dæmis sem hegað sér undarlega og eru reikular í spori og virðast vera með einhver einkenni frá miðtaugakerfinu,“ útskýrir Þorkell. Hægt er að hringja í Dýraþjónustuna frá klukkan 9-21 á virkum dögum og klukkan 9-17 um helgar í síma 822 7820 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Utan þess tíma má tilkynna um dýr beint til lögreglu. Einnig má senda inn tilkynningar í gegnum heimasíðu MAST. Dýraþjónustan hefur verið MAST innan handar síðan fyrstu tilfelli fuglainflúensunnar H5N5 greindust í haust og tekið blóðsýni úr um fjörutíu fuglum. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Bjarni „Þau sýni sem hafa komið inn að undanförnu hafa verið sýkt, eða jákvæð, fyrir fuglaflensunni,“ segir Þorkell og minnir á að fólk eigi alls ekki sjálft að handfjatla veika eða dauða fugla. Fuglavinur fagnar hlákunni Veikindi fuglanna hafa ekki farið framhjá fuglaáhugakonunni Arianne Gähwiller sem daglega og gefur fuglunum fóður út við Gróttu á vegum félagsskaps sem nefnist Björgum dýrum í neyð. Hún segir það alvanalegt að fugl drepist í auknum mæli á veturna, en flensan nú geri illt vera. Sjálf hafi hún rekist á nokkur hræ að undanförnu. Arianne var mætt með fullan poka af fóðri í dag en gætir sín á því hvar fóðrinu er dreift. „Hérna er fullt af skít, og skíturinn er núna á þessari stundu ekki gott fyrirbæri þegar þessi veira er. Þannig ég er að reyna að finna mér nýjan stað á hverjum degi þannig þeir séu ekki að borða á sama stað aftur,“ segir Arianne. Arianne kemur og gefur fuglunum í Gróttu svo gott sem daglega og fylgist vel með fuglalífinu.Vísir/Bjarni „Hér hef ég orðið vör við einn og einn dauðan fugl. Mér finnst mikilvægast að þetta sé tekið strax og ekki látið liggja. Af því að svo fer náttúrlega hrafninn í til dæmis dauða gæs og hann gæti borið þetta áfram, og kisur og hundar líka,“ segir Arianne. Hún segir hláku undanfarinna daga geta verið af hinu góða. „Það er nefnilega svolítið slæmt þessi fuglaskítur þegar ís getur veira lifað, samt er gott að fá svona hláku og svo ís aftur þá drepst það. En ef það er bara ís þá helst veiran lengur. Það er mjög gott á Íslandi, það kannski bjargar okkur svolítið að fá svona hlákutíð inn á milli,“ útskýrir Arianne sem tekur þó fram að sjálf sé hún ekki líffræðingur. Sýni tekin úr fleiri köttum Tveir heimiliskettir hafa til þessa greinst smitaðir af flensunni en samkvæmt upplýsingum frá MAST hafa fleiri kettir verið sendir í rannsókn og er verið að bíða eftir niðurstöðum úr því. Eigendum hunda og katta er ráðlagt að sýna aðgát og halda heimilisköttum inni eða hafa þá í taumi á meðan flensan gengur yfir. „Dýraþjónusta Reykjavíkur tekur undir ráðgjöf frá dýralæknum og sérfræðingum Matvælastofnunar að halda heimilisköttum inni á meðan þessi skæða inflúensa gengur yfir en hún er bráðsmitandi og getur borist í ketti líkt og fugla. Ef viðra þarf kettina er mælt með að hafa þá í taumi. Þá er þeim tilmælum beint til hundaeigenda að gæta þess að hundar þeirra fari ekki í hræ af fuglum þótt engin staðfest smit yfir í hunda séu þekkt á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Auk MAST, tekur Dýraþjónusta borgarinnar við ábendingum og tilkynningum um dýr í vanda á höfuðborgarsvæðinu. „Fólk er beðið um að gefa góða lýsingu á staðsetningu fuglanna og ef mögulegt er, senda myndir. Ef fólk verður vart við fugla í vanda eða dauða fugla utan þjónustutíma Dýraþjónustunnar er það beðið um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Reykjavík Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Holskefla tilkynninga um dauða og veika fugla barst Matvælastofnun um helgina, flestar af höfuðborgarsvæðinu, en veiran hefur greinst víðar um landið. Fuglaflensan hefur í flestum tilfellum herjað á grágæs og nokkrar álftir einnig. Dýraþjónusta borgarinnar hefur hirt tugi hræja síðastliðna daga. „Ég held að þetta sé, það sem er búið að hirða upp af dauðum fuglum eru örugglega 30-40 fuglar núna bara frá því um helgina. Og í dag, jafnvel 60,“ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur. Fuglshræ sem hirt hafa verið á höfuðborgarsvæðinu.aðsend Myndin hér að ofan sýnir poka sem fullir eru af hræjum sem hirt voru í morgun. Þegar fréttastofa var á vettvangi í Vatnsmýrinni eftir hádegi höfðu fundist um tuttugu hræ til viðbótar á skömmum tíma. Dýraþjónusta Reykjavíkur tekur við ábendingum um dauða og veika fugla á öllu höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við nágrannasveitarfélög. „Gæsir til dæmis sem hegað sér undarlega og eru reikular í spori og virðast vera með einhver einkenni frá miðtaugakerfinu,“ útskýrir Þorkell. Hægt er að hringja í Dýraþjónustuna frá klukkan 9-21 á virkum dögum og klukkan 9-17 um helgar í síma 822 7820 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Utan þess tíma má tilkynna um dýr beint til lögreglu. Einnig má senda inn tilkynningar í gegnum heimasíðu MAST. Dýraþjónustan hefur verið MAST innan handar síðan fyrstu tilfelli fuglainflúensunnar H5N5 greindust í haust og tekið blóðsýni úr um fjörutíu fuglum. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Bjarni „Þau sýni sem hafa komið inn að undanförnu hafa verið sýkt, eða jákvæð, fyrir fuglaflensunni,“ segir Þorkell og minnir á að fólk eigi alls ekki sjálft að handfjatla veika eða dauða fugla. Fuglavinur fagnar hlákunni Veikindi fuglanna hafa ekki farið framhjá fuglaáhugakonunni Arianne Gähwiller sem daglega og gefur fuglunum fóður út við Gróttu á vegum félagsskaps sem nefnist Björgum dýrum í neyð. Hún segir það alvanalegt að fugl drepist í auknum mæli á veturna, en flensan nú geri illt vera. Sjálf hafi hún rekist á nokkur hræ að undanförnu. Arianne var mætt með fullan poka af fóðri í dag en gætir sín á því hvar fóðrinu er dreift. „Hérna er fullt af skít, og skíturinn er núna á þessari stundu ekki gott fyrirbæri þegar þessi veira er. Þannig ég er að reyna að finna mér nýjan stað á hverjum degi þannig þeir séu ekki að borða á sama stað aftur,“ segir Arianne. Arianne kemur og gefur fuglunum í Gróttu svo gott sem daglega og fylgist vel með fuglalífinu.Vísir/Bjarni „Hér hef ég orðið vör við einn og einn dauðan fugl. Mér finnst mikilvægast að þetta sé tekið strax og ekki látið liggja. Af því að svo fer náttúrlega hrafninn í til dæmis dauða gæs og hann gæti borið þetta áfram, og kisur og hundar líka,“ segir Arianne. Hún segir hláku undanfarinna daga geta verið af hinu góða. „Það er nefnilega svolítið slæmt þessi fuglaskítur þegar ís getur veira lifað, samt er gott að fá svona hláku og svo ís aftur þá drepst það. En ef það er bara ís þá helst veiran lengur. Það er mjög gott á Íslandi, það kannski bjargar okkur svolítið að fá svona hlákutíð inn á milli,“ útskýrir Arianne sem tekur þó fram að sjálf sé hún ekki líffræðingur. Sýni tekin úr fleiri köttum Tveir heimiliskettir hafa til þessa greinst smitaðir af flensunni en samkvæmt upplýsingum frá MAST hafa fleiri kettir verið sendir í rannsókn og er verið að bíða eftir niðurstöðum úr því. Eigendum hunda og katta er ráðlagt að sýna aðgát og halda heimilisköttum inni eða hafa þá í taumi á meðan flensan gengur yfir. „Dýraþjónusta Reykjavíkur tekur undir ráðgjöf frá dýralæknum og sérfræðingum Matvælastofnunar að halda heimilisköttum inni á meðan þessi skæða inflúensa gengur yfir en hún er bráðsmitandi og getur borist í ketti líkt og fugla. Ef viðra þarf kettina er mælt með að hafa þá í taumi. Þá er þeim tilmælum beint til hundaeigenda að gæta þess að hundar þeirra fari ekki í hræ af fuglum þótt engin staðfest smit yfir í hunda séu þekkt á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Auk MAST, tekur Dýraþjónusta borgarinnar við ábendingum og tilkynningum um dýr í vanda á höfuðborgarsvæðinu. „Fólk er beðið um að gefa góða lýsingu á staðsetningu fuglanna og ef mögulegt er, senda myndir. Ef fólk verður vart við fugla í vanda eða dauða fugla utan þjónustutíma Dýraþjónustunnar er það beðið um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni.
Hægt er að hringja í Dýraþjónustuna frá klukkan 9-21 á virkum dögum og klukkan 9-17 um helgar í síma 822 7820 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Utan þess tíma má tilkynna um dýr beint til lögreglu. Einnig má senda inn tilkynningar í gegnum heimasíðu MAST.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Reykjavík Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira