Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2025 23:31 Khabib er ósigraður í UFC-búrinu. Anton Novoderezhkin/Getty Images Bardagakappinn Khabib Nurmagomedov var er ekki par sáttur með flugfélagið Frontier Airlines en honum var vísað úr flugvél félagsins sem var á leið frá Las Vegas til San Francisco. Hinn 36 ára gamli Khabib gerði garðinn frægan í UFC-búrinu þar sem hann keppt alls 29 sinnum og stóð uppi með 29 sigra. Hann nýtti þó ekki UFC-hæfileika sína þegar hann lenti upp á kant við starfsmenn Frontier Airlines á sunnudaginn var. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má starfsmann flugfélagsins biðja Khabib um að færa sig úr sæti við neyðarútgang. Þegar bardagakappinn biður um útskýringu þá er einfaldlega sagt að starfsfólkið treysti honum ekki til að sitja við neyðarútgang. „Það er ekki sanngjarnt,“ heyrist Khabib segja áður en hann samþykkir að yfirgefa vélina. Hann hefur nú tjáð sig um málið á X, áður Twitter. Þar segir hann starfsmenn félagsins hafa verið dónalega við sig frá upphafi samtalsins þó hann tali „ágæta ensku, skilji allt og hafi verið samvinnuþýður“ þá vildu þau samt sem áður fjarlægja hann úr sæti sínu. First of all, I need to clarify that it was @FlyFrontier not AlaskaAir.Lady who comes to me with questions was very rude from the very beginning, even though I speak very decent English and can understand everything and agreed to assist, she still insists on removing me from my…— khabib nurmagomedov (@TeamKhabib) January 12, 2025 „Var ástæðan byggð á kynþætti, þjóðerni eða einhverju öðru? Ég er ekki viss. Eftir tveggja mínútna samtal kallaði hún á öryggisverði og ég yfirgaf vélina. Skömmu síðar fór ég í aðra vél sem fór með mig á áfangastað minn.“ „Ég gerði hvað ég gat til að halda ró minni og sýna virðingu eins og sést í myndbandinu. En þetta starfsfólk gæti gert betur þegar kemur að framkomu sinni í garð farþega,“ segir Khabib einnig í færslu sinni. MMA Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Evans farinn frá Njarðvík Aldís með níu mörk í naumum sigri Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Khabib gerði garðinn frægan í UFC-búrinu þar sem hann keppt alls 29 sinnum og stóð uppi með 29 sigra. Hann nýtti þó ekki UFC-hæfileika sína þegar hann lenti upp á kant við starfsmenn Frontier Airlines á sunnudaginn var. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má starfsmann flugfélagsins biðja Khabib um að færa sig úr sæti við neyðarútgang. Þegar bardagakappinn biður um útskýringu þá er einfaldlega sagt að starfsfólkið treysti honum ekki til að sitja við neyðarútgang. „Það er ekki sanngjarnt,“ heyrist Khabib segja áður en hann samþykkir að yfirgefa vélina. Hann hefur nú tjáð sig um málið á X, áður Twitter. Þar segir hann starfsmenn félagsins hafa verið dónalega við sig frá upphafi samtalsins þó hann tali „ágæta ensku, skilji allt og hafi verið samvinnuþýður“ þá vildu þau samt sem áður fjarlægja hann úr sæti sínu. First of all, I need to clarify that it was @FlyFrontier not AlaskaAir.Lady who comes to me with questions was very rude from the very beginning, even though I speak very decent English and can understand everything and agreed to assist, she still insists on removing me from my…— khabib nurmagomedov (@TeamKhabib) January 12, 2025 „Var ástæðan byggð á kynþætti, þjóðerni eða einhverju öðru? Ég er ekki viss. Eftir tveggja mínútna samtal kallaði hún á öryggisverði og ég yfirgaf vélina. Skömmu síðar fór ég í aðra vél sem fór með mig á áfangastað minn.“ „Ég gerði hvað ég gat til að halda ró minni og sýna virðingu eins og sést í myndbandinu. En þetta starfsfólk gæti gert betur þegar kemur að framkomu sinni í garð farþega,“ segir Khabib einnig í færslu sinni.
MMA Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Evans farinn frá Njarðvík Aldís með níu mörk í naumum sigri Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Sjá meira