Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2025 22:42 Samdráttur í ferðaþjónustu var til umfjöllunar síðasta sumar. Þrátt fyrir það fjölgaði ferðamönnum um rúm tvö prósent milli ára. Vísir/Vilhelm Ferðamálastofa hefur birt spá um fjölda erlendra ferðamanna fyrir næstu fimm ár. Stofnunin spáir um það bil sama ferðamannafjölda í ár og í fyrra en allt að sjö prósent fjölgun árið 2026. Í frétt á vef Ferðamálastofu kemur fram að rúmlega 2,2 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í fyrra, 2,2 prósent fleiri en árið áður. „Fyrsti ársfjórðungur var erfiður í greininni; náttúruhamfarir á Reykjanesi og neikvæð erlend fréttaumfjöllun um þær ollu miklum afbókunum og óvissu um framhaldið.“ Engu að síður hafi Ferðamálastofu talist til að erlendir ferðamenn um Keflavíkurflugvöll hefðu verið 9 prósent fleiri á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma 2023. Dróst saman í vor en umtalsverð fjölgun í lok árs Niðursveiflan hafi aftur á móti komið fram á öðrum fjórðungi og allir mánuðir fjórðungsins hafi sýnt samdrátt milli ára, sem mældist 4,8 prósent fyrir fjórðunginn í heild. Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi var iðulega til umfjöllunar síðasta sumar. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði stöðuna í ferðamennsku hér á landigrafalvarlega og Lilja Alfreðsdóttir þáverandi menningar- og viðskiptaráðherra boðaði hundrað milljón króna markaðsherferð á Íslandi sem ferðamannastað. Á sama tíma Áramótaspá Ferðamálastofu í þúsundum ferðamanna, ásamt síðustu spá til samanburðar fyrir árin 2024-2026.Ferðamálastofa Fram kemur í frétt Ferðamálastofu að á þriðja ársfjórðungi hafi komið á ákveðið jafnvægi aftur. „Töldust ferðamenn tæplega einu prósenti fleiri en á sama tíma 2023 en fjórðungurinn inniheldur stærstu ferðamánuði ársins, júlí og ágúst.“ Allan lokafjórðung 2024 hafi hins vegar aftur orðið umtalsverð fjölgun á milli ára, ríflega 6 prósent, sem hafi skilað fjölgun erlendra ferðamanna 2024 miðað við fyrra ár. Spá sjö prósenta fjölgun á næsta ári Þá segir að ákveðin teikn eru á lofti um að nokkuð muni draga úr fjölda flugferða til og frá landinu á þessu ári, miðað við í fyrra. Sum erlend flugfélög hafi til að mynda breytt fyrri áætlunum um flug til landsins auk þess sem flugfélagið Play hafi tilkynnt um verulega breytingu á viðskiptalíkani félagsins, sem meðal annars felur í sér samdrátt á flugi til og frá Íslandi. Á móti gæti nýtingarhlutfall sæta í ferðum hugsanlega hækkað. „Intellecon, sem er spágerðaraðili fyrir hönd Ferðamálastofu, hefur í þessari nýju spá ekki gengið svo langt að spá samdrætti í ár, heldur spáir um það bil sama fjölda og í fyrra.“ Á næsta ári og árin á eftir geri spáaðili aftur á móti ráð fyrir því að jafnvægi hafi komist á í flugi til og frá landinu, í samræmi við eftirspurn. Og að fjöldi erlendra ferðamanna til landsins stýrist fyrst og fremst af áætluðum hagvexti í OECD löndunum, sem innihalda mikilvægustu upprunamarkaði íslenskrar ferðaþjónustu. Það skýri nokkuð mikinn áætlaðan vöxt á árinu 2026, eða um sjö prósent. Árin þar á eftir sé spáð mun hóflegri fjölgun erlendra ferðamanna, um það bil 3-4 prósent hvert ár. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Í frétt á vef Ferðamálastofu kemur fram að rúmlega 2,2 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í fyrra, 2,2 prósent fleiri en árið áður. „Fyrsti ársfjórðungur var erfiður í greininni; náttúruhamfarir á Reykjanesi og neikvæð erlend fréttaumfjöllun um þær ollu miklum afbókunum og óvissu um framhaldið.“ Engu að síður hafi Ferðamálastofu talist til að erlendir ferðamenn um Keflavíkurflugvöll hefðu verið 9 prósent fleiri á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma 2023. Dróst saman í vor en umtalsverð fjölgun í lok árs Niðursveiflan hafi aftur á móti komið fram á öðrum fjórðungi og allir mánuðir fjórðungsins hafi sýnt samdrátt milli ára, sem mældist 4,8 prósent fyrir fjórðunginn í heild. Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi var iðulega til umfjöllunar síðasta sumar. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði stöðuna í ferðamennsku hér á landigrafalvarlega og Lilja Alfreðsdóttir þáverandi menningar- og viðskiptaráðherra boðaði hundrað milljón króna markaðsherferð á Íslandi sem ferðamannastað. Á sama tíma Áramótaspá Ferðamálastofu í þúsundum ferðamanna, ásamt síðustu spá til samanburðar fyrir árin 2024-2026.Ferðamálastofa Fram kemur í frétt Ferðamálastofu að á þriðja ársfjórðungi hafi komið á ákveðið jafnvægi aftur. „Töldust ferðamenn tæplega einu prósenti fleiri en á sama tíma 2023 en fjórðungurinn inniheldur stærstu ferðamánuði ársins, júlí og ágúst.“ Allan lokafjórðung 2024 hafi hins vegar aftur orðið umtalsverð fjölgun á milli ára, ríflega 6 prósent, sem hafi skilað fjölgun erlendra ferðamanna 2024 miðað við fyrra ár. Spá sjö prósenta fjölgun á næsta ári Þá segir að ákveðin teikn eru á lofti um að nokkuð muni draga úr fjölda flugferða til og frá landinu á þessu ári, miðað við í fyrra. Sum erlend flugfélög hafi til að mynda breytt fyrri áætlunum um flug til landsins auk þess sem flugfélagið Play hafi tilkynnt um verulega breytingu á viðskiptalíkani félagsins, sem meðal annars felur í sér samdrátt á flugi til og frá Íslandi. Á móti gæti nýtingarhlutfall sæta í ferðum hugsanlega hækkað. „Intellecon, sem er spágerðaraðili fyrir hönd Ferðamálastofu, hefur í þessari nýju spá ekki gengið svo langt að spá samdrætti í ár, heldur spáir um það bil sama fjölda og í fyrra.“ Á næsta ári og árin á eftir geri spáaðili aftur á móti ráð fyrir því að jafnvægi hafi komist á í flugi til og frá landinu, í samræmi við eftirspurn. Og að fjöldi erlendra ferðamanna til landsins stýrist fyrst og fremst af áætluðum hagvexti í OECD löndunum, sem innihalda mikilvægustu upprunamarkaði íslenskrar ferðaþjónustu. Það skýri nokkuð mikinn áætlaðan vöxt á árinu 2026, eða um sjö prósent. Árin þar á eftir sé spáð mun hóflegri fjölgun erlendra ferðamanna, um það bil 3-4 prósent hvert ár.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira