Ragnheiður Torfadóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2025 07:47 Ragnheiður Torfadóttir gegndi stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík á árunum 1995 til 2001. Landbúnaðarháskólinn Ragnheiður Torfadóttir, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, er látin, 87 ára að aldri. Hún varð rektors skólans árið 1995, fyrst kvenna, og gegndi stöðunni til ársins 2001. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag, en hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi síðastliðinn sunnudag. Ragnheiður fæddist 1. maí 1937 á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni sex ára að aldri. Foreldrar Ragnheiðar voru Torfi Hjartarson, tollstjóri í Reykjavík og sáttasemjari ríkisins, og Anna Jónsdóttir. Í æviágripi Ragnheiðar segir að hún hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1956, BA-prófi í latínu og grísku frá Háskóla Íslands árið 1961 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum árið 1971. Síðar stundaði hún einnig nám í íslenskri málfræði og málvísindum. Ragnheiður kenndi latínu við MR á árunum 1959 til 1960 og aftur 1962 til 1996, en sömuleiðis grísku á árunum 1972 til 1975. Hún var deildarstjóri við skólann 1972 til 1992, sat í skólastjórn 1976 til 1978 og fulltrúi kennara í skólanefnd skólans 1990 til 1995. Hún tók svo við stöðu rektors skólans 1995 og gegndi stöðunni til 2001. Ragnheiður var einnig virk í félagsstörfum og var varaformaður Bandalags háskólamanna 1982 til 1986 og í ritstjórn BHM-blaðsins á sama tíma. Þá var hún félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Eiginmaður Ragnheiðar var Þórhallur Vilmundarson, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður Örnefnastofnunar. Hann lést árið 2013. Ragnheiður og Þórhallur eignuðust þrjú börn, þau Guðrúnu, dósent í íslenskri málfræði við HÍ, Torfa, doktor í tölvusjón og lektor við HR, og Helgu, byggingarverkfræðing. Andlát Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag, en hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi síðastliðinn sunnudag. Ragnheiður fæddist 1. maí 1937 á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni sex ára að aldri. Foreldrar Ragnheiðar voru Torfi Hjartarson, tollstjóri í Reykjavík og sáttasemjari ríkisins, og Anna Jónsdóttir. Í æviágripi Ragnheiðar segir að hún hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1956, BA-prófi í latínu og grísku frá Háskóla Íslands árið 1961 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum árið 1971. Síðar stundaði hún einnig nám í íslenskri málfræði og málvísindum. Ragnheiður kenndi latínu við MR á árunum 1959 til 1960 og aftur 1962 til 1996, en sömuleiðis grísku á árunum 1972 til 1975. Hún var deildarstjóri við skólann 1972 til 1992, sat í skólastjórn 1976 til 1978 og fulltrúi kennara í skólanefnd skólans 1990 til 1995. Hún tók svo við stöðu rektors skólans 1995 og gegndi stöðunni til 2001. Ragnheiður var einnig virk í félagsstörfum og var varaformaður Bandalags háskólamanna 1982 til 1986 og í ritstjórn BHM-blaðsins á sama tíma. Þá var hún félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Eiginmaður Ragnheiðar var Þórhallur Vilmundarson, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður Örnefnastofnunar. Hann lést árið 2013. Ragnheiður og Þórhallur eignuðust þrjú börn, þau Guðrúnu, dósent í íslenskri málfræði við HÍ, Torfa, doktor í tölvusjón og lektor við HR, og Helgu, byggingarverkfræðing.
Andlát Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira