Samkaup verðmetið á yfir níu milljarða í hlutafjáraukningu verslunarkeðjunnar

Samkaup freistar þess núna að sækja sér aukið fjármagn frá núverandi hluthöfum en miðað við áskriftargengið í yfirstandandi hlutafjáraukningu, sem á að klárast í vikunni, er hlutafjárvirði verslunarsamsteypunnar talið vera ríflega níu milljarðar króna. Félagið skilaði talsverðu tapi á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi rekstraraðstæðum en mikil samlegðaráhrif eru áætluð með boðuðum samruna Samkaupa og Heimkaupa.
Tengdar fréttir

Væntanlegur samruni við Samkaup mun breyta dagvörumarkaðinum mikið
Boðaður samruni Heimkaupa, sem opnaði nýlega verslunina Prís, og Orkunnar við Samkaup mun breyta miklu fyrir dagvörumarkaðinn en hann ætti að hafa í för með sér verulega stærðarhagkvæmni í innkaupum og betri nýtingu á rekstrarfjármunum, að sögn hlutabréfagreinanda. Verðmatsgengi fjárfestingafélagsins SKEL er nokkuð yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu, og áætlað er að velta Prís á þeim ríflega fjórum mánuðum sem hún verður starfrækt á þessu ári muni nema um þremur milljörðum.

SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað
Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti.