Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 13:58 Aurskriða sem féll í Búðardal í febrúar 2023. Auknar líkur eru á grjótskriðum næstu daga þegar frost fer úr jörðu, snjóa leysir og það rignir mikið. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum þegar frost fer úr jörðu og úrkoma safnast upp á næstu dögum. Ekki er hægt að útiloka krapaflóðahættu á svæðum þar sem snjór er í giljum og farvegum. Þetta kemur fram á bloggsíðu Veðurstofunnar um ofanflóð. Þar segir að fram á fimmtudag sé spáð suðlægum áttum með hlýindum og rigningu í flestum landshlutum, en mögulega snjókomu í allra hæstu fjöllum og á jöklum landsins. „Búast má við að úrkoman verði hvað mest á sunnan- og vestanverðu landinu. Þá fylgir úrkomunni hlýtt loft og er hiti yfir frostmarki í nær öllum landshlutum. Því má gera ráð fyrir að frost fari úr jörðu. Snjó hefur tekið upp víðast hvar á landinu en enn er snjór til fjalla og í giljum,“ segir í færslunni. Þótt ekki sé búist við óvenju ákafri rigningu eða miklum hlýindum geti langvarandi væg hláka aukið líkur á skriðuföllum. „Jarðvegurinn getur þolað mikið vatnsmagn, en þegar rignir, frost fer úr jörðu og snjóa leysir safnast sífellt meira vatn fyrir og jarðvegurinn getur orðið óstöðugur. Þá þarf úrkomumagn ekki að vera umtalsvert til að skriður geti fallið, segir einnig. Uppsöfnuð úrkoma og afrennsli Uppsöfnuð úrkoma eigi að ná háum gildum á næstu þremur dögum og því varar Veðurstofan við auknum líkum á grjóthruni og skriðum á þeim svæðum þar sem úrkoman er mest. Slíkar veðuraðstæður geti valdið krapaflóðum þar sem snjór er enn í giljum og farvegum. Búist er við töluverðri uppsafnaðri úrkomu næstu daga.Veðurstofan Úrkoman og hlýindin valdi auknu afrennsli, sér í lagi á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum, eins og sjá má á myndinni að neðan. „Margar ár eru háar eftir vatnavexti helgarinnar og búast má við enn frekari vatnavöxtum í ám og lækjum næstu daga,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá uppsafnað afrennsli sem verður mest á suðurlandi, vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum.Veðurstofan Veður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram á bloggsíðu Veðurstofunnar um ofanflóð. Þar segir að fram á fimmtudag sé spáð suðlægum áttum með hlýindum og rigningu í flestum landshlutum, en mögulega snjókomu í allra hæstu fjöllum og á jöklum landsins. „Búast má við að úrkoman verði hvað mest á sunnan- og vestanverðu landinu. Þá fylgir úrkomunni hlýtt loft og er hiti yfir frostmarki í nær öllum landshlutum. Því má gera ráð fyrir að frost fari úr jörðu. Snjó hefur tekið upp víðast hvar á landinu en enn er snjór til fjalla og í giljum,“ segir í færslunni. Þótt ekki sé búist við óvenju ákafri rigningu eða miklum hlýindum geti langvarandi væg hláka aukið líkur á skriðuföllum. „Jarðvegurinn getur þolað mikið vatnsmagn, en þegar rignir, frost fer úr jörðu og snjóa leysir safnast sífellt meira vatn fyrir og jarðvegurinn getur orðið óstöðugur. Þá þarf úrkomumagn ekki að vera umtalsvert til að skriður geti fallið, segir einnig. Uppsöfnuð úrkoma og afrennsli Uppsöfnuð úrkoma eigi að ná háum gildum á næstu þremur dögum og því varar Veðurstofan við auknum líkum á grjóthruni og skriðum á þeim svæðum þar sem úrkoman er mest. Slíkar veðuraðstæður geti valdið krapaflóðum þar sem snjór er enn í giljum og farvegum. Búist er við töluverðri uppsafnaðri úrkomu næstu daga.Veðurstofan Úrkoman og hlýindin valdi auknu afrennsli, sér í lagi á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum, eins og sjá má á myndinni að neðan. „Margar ár eru háar eftir vatnavexti helgarinnar og búast má við enn frekari vatnavöxtum í ám og lækjum næstu daga,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá uppsafnað afrennsli sem verður mest á suðurlandi, vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum.Veðurstofan
Veður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Sjá meira