Ástandið verður endurmetið klukkan hálf átta.
Veðurstofan varar enn við hættu á grjóthruni, skriðum og krapaflóðum vegna hinna miklu úrkomu sem gengið hefur yfir landið. Viðvörunin nær til sunnanverðra Vestfjarða, Suðurlands og Vesturlands.
Síðar í dag taka svo gular viðvaranir gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra þar sem stefnir í storm í mestu vindstrengjunum.
Og Vegagerðin varar einnig sérstaklega við því nú í morgunsárið að eftir miklar hitabreytingar undan farna daga hafi myndast mjög slæmar holur á mörgum stöðum. Vegfarendur er því beðnir um að hafa það í huga og aka varlega.
„Unnið er við viðgerðir eins og hratt og hægt er,“ segir ennfremur.