Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 15. janúar 2025 12:30 Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum. Þar er meðal annars rætt um tækniþróun, ráðstefnur, sjálfbærni og auðvitað markaðssetningu. Nú eru liðin 11 ár frá því að hugmyndin um Mannamót varð til í einu af mörgum samtölum Markaðsstofanna um hvernig mætti efla íslenska ferðaþjónustu og vinna að dreifingu ferðafólks um landið. Þessi hugmynd um að skapa vettvang fyrir landsbyggðarfyrirtækin til að koma saman í höfuðborginni og eiga þar fundi með ferðaþjónustunni er nú orðin að stærsta kynningarviðburði ferðaþjónustunnar og farin að vekja áhuga erlendra ferðaskrifstofa. Markaðssetning til lengri tíma er mikilvæg. Til þess að efla ferðaþjónustuna í verðmætasköpun þarf að tala saman, vinna í sömu átt og segja frá Íslandi. Náttúran er okkar stóra aðdráttarafl og hefur náðst að kynna vel hversu stórfengleg hún er á öllum tímum ársins. Þjónusta er að byggjast upp jafnt og þétt til að taka á móti ferðafólkinu og er jákvætt að sjá í nýjustu tölum um fjölda ferðamanna hvernig vetrarferðaþjónustan er að sækja í sig veðrið enda er næg þjónusta í boði á þeim árstíma og mikil tækifæri til að nýta fjárfestinguna betur og skapa heilsársstörf. Ferðaþjónustan er byggð upp af öflugu fólki, frumkvöðlum sem hafa sýnt af sér mikla þrautseigju og hugmyndaauðgi. Þessi hópur sem kemur úr öllum áttum er grunnurinn að stærstu atvinnugrein landsins þegar horft er til landsframleiðslu. Þessi atvinnugrein skilar ekki eingöngu verðmætum inn í landið heldur byggir upp mikil lífsgæði fyrir íbúa með uppbyggingu þjónustu um allt land. Það er ekki sjálfgefið að ná þeim árangri sem Ísland hefur náð undanfarin ár í þróun og markaðssetningu ferðaþjónustunnar. Fagmennska, menntun, stöðug þróun og öflug markaðssetning er lykillinn að árangri og þessu fögnum við saman á Mannamótum og í ferðaþjónustuvikunni. Höfundur er talsmaður Markaðsstofa landshlutanna og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum. Þar er meðal annars rætt um tækniþróun, ráðstefnur, sjálfbærni og auðvitað markaðssetningu. Nú eru liðin 11 ár frá því að hugmyndin um Mannamót varð til í einu af mörgum samtölum Markaðsstofanna um hvernig mætti efla íslenska ferðaþjónustu og vinna að dreifingu ferðafólks um landið. Þessi hugmynd um að skapa vettvang fyrir landsbyggðarfyrirtækin til að koma saman í höfuðborginni og eiga þar fundi með ferðaþjónustunni er nú orðin að stærsta kynningarviðburði ferðaþjónustunnar og farin að vekja áhuga erlendra ferðaskrifstofa. Markaðssetning til lengri tíma er mikilvæg. Til þess að efla ferðaþjónustuna í verðmætasköpun þarf að tala saman, vinna í sömu átt og segja frá Íslandi. Náttúran er okkar stóra aðdráttarafl og hefur náðst að kynna vel hversu stórfengleg hún er á öllum tímum ársins. Þjónusta er að byggjast upp jafnt og þétt til að taka á móti ferðafólkinu og er jákvætt að sjá í nýjustu tölum um fjölda ferðamanna hvernig vetrarferðaþjónustan er að sækja í sig veðrið enda er næg þjónusta í boði á þeim árstíma og mikil tækifæri til að nýta fjárfestinguna betur og skapa heilsársstörf. Ferðaþjónustan er byggð upp af öflugu fólki, frumkvöðlum sem hafa sýnt af sér mikla þrautseigju og hugmyndaauðgi. Þessi hópur sem kemur úr öllum áttum er grunnurinn að stærstu atvinnugrein landsins þegar horft er til landsframleiðslu. Þessi atvinnugrein skilar ekki eingöngu verðmætum inn í landið heldur byggir upp mikil lífsgæði fyrir íbúa með uppbyggingu þjónustu um allt land. Það er ekki sjálfgefið að ná þeim árangri sem Ísland hefur náð undanfarin ár í þróun og markaðssetningu ferðaþjónustunnar. Fagmennska, menntun, stöðug þróun og öflug markaðssetning er lykillinn að árangri og þessu fögnum við saman á Mannamótum og í ferðaþjónustuvikunni. Höfundur er talsmaður Markaðsstofa landshlutanna og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar