María birti mynd af leikhópnum á Instagram-síðunni sinni í dag en hún hefur unnið hjá leikhópnum í meira en fimm ár.
María Birta og Elli opnuðu sig í viðtali síðasta sumar um að þau hefðu gerst fósturforeldrar. „Þetta er eitthvað sem voðalega fáir vita, eiginlega enginn,“ sagði listamaðurinn Elli Egilsson í hlaðvarpsþættinum Tölum um, sem er í umsjón kírópraktorsins Guðmundar Birkis Pálmasonar. Þar ræddi Elli meðal annars um foreldrahlutverkið, listina og lífið í Las Vegas.
Fjölskyldan ber öll saman eftirnafnið Fox en þau tóku upp nafnið þegar þau fengu bandarískan ríkisborgararétt.