Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust.

Sjá einnig: Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma
Arnhildur Valgarsdóttir organisti lék undir á orgel og félagar úr kór Guðríðarkirkju sungu við athöfnina. Sr. Leifur Ragnar Jónsson og sr. María Rut Baldursdóttir þjónuðu við athöfnina. Ómar Már Jónsson fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík flutti einnig ávarp.





