Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. janúar 2025 23:50 Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er aldrei langt undan í umræðum um loftslags- og umhverfismál. Vísir/Vilhelm Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. Andri birti hugleiðingar sínar um málið á Facebook síðunni Loftslagbreytingar - umræða og fréttir. Undanfarna mánuði hefur mikil umræða skapast um loftslagsverkefnið Coda Terminal á vegum Carbfix. Til stendur að sigla með koltvísýring í fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem honum verður dælt ofan í jörðina með borteigum. Sjá einnig: Ólga meðal íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda Sjá einnig: Þakklát fyrir spurningar íbúa og varpa nýju ljósi á framkvæmdir Var skeptískur í fyrstu „Ég hef fylgst með Carbfix nánast frá upphafi og hef haft mætur á því vísindafólki sem þróaði lausnina. Ég var skeptískur þegar niðurdælingin hófst á Hellisheiði og gat spurt ,,heimskulegu" spurninganna. Gæti þetta mengað Gvendarbrunna? ...“ segir Andri. Carbfix hafi lagað vandann við brennisteinsmengun á Hellisheiði og þannig bætt loftbæði á höfuðborgarsvæðinu. Þá kunni hann að meta gagnrýna fréttamennsku en finnst of langt gengið „í að hneykslis og glæpavæða þessi áform í Straumsvík.“ Fyrir um viku síðan birti Heimildin grein þar sem fram kom að fyrirætlanir Carbfix væru mun umfangsmeiri en fram hefði komið, og fyrirtækið hefði blekkt Hafnfirðinga um starfsemi sína. Framkvæmdastjóri Carbfix sagði umfjöllunina uppfulla af rangfærslum. Baráttan við loftslagsbreytingar ekki einfalt verkefni Andri Snær segir baráttuna við loftslagsbreytingar ekki einfalt eða línulegt verkefni, og það þurfi að gera margskonar tilraunir og allskyns mistök. „Heimurinn er á algeru frumstigi og lausn Carbfix um bindingu í basalti er merkileg og lofandi, tilraunir með bindingu með saltvatni eða sjó gefa vonir um að hægt væri að nýta þessa aðferð mjög víða í heiminum,“ segir Andri. Þá segir hann að ýmilegt megi ræða varðandi verkefnið. Hann kannist jú við að vera mótfallinn trylltri stóriðjustefnu, en í þessu tilfelli sé meira í húfi. „Mér finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif og næstum ómögulegt að blanda sér inn í umræðuna af því hún verður strax persónuleg og ómálefnanleg.“ „Ég tel að þeir sem hafa unnið að Carbfix hafi unnið að heilindum og kannski hafa þau gert einhver mistök í kynningu, kannski fannst þeim málefnið og málstaðurinn það góður að þeim datt ekki í hug að reikna með svo hörðum viðbrögðum.“ Þá sé það ef til vill til marks um heiðarleika og klaufaskap að fyrirtækið hafi klúðrað PR málum. Það segi ekkert um fagmennsku vísindanna. Loftslagsmál Hafnarfjörður Fjölmiðlar Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Ályktanir sem eru dregnar í umfjöllun Heimldarinnar um starfsemi Carbfix standast enga skoðun og byggjast á rangfærslum, að sögn fyrirtækisins. Engin dulin áform séu um umfangsmeiri starfsemi í Hafnarfirði þvert á það sem fullyrt er í umfjölluninni. 10. janúar 2025 11:26 Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Fari svo að Hafnarfjarðarbær og Coda Terminal nái samningum um að fyrirtækið dæli innfluttu koldíoxíði niður í jörðina við bæinn verður haldin íbúakosning um málið. 7. október 2024 21:11 „Enn fólk að birtast sem hafði ekki hugmynd um þetta“ Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. 1. júlí 2024 23:04 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Andri birti hugleiðingar sínar um málið á Facebook síðunni Loftslagbreytingar - umræða og fréttir. Undanfarna mánuði hefur mikil umræða skapast um loftslagsverkefnið Coda Terminal á vegum Carbfix. Til stendur að sigla með koltvísýring í fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem honum verður dælt ofan í jörðina með borteigum. Sjá einnig: Ólga meðal íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda Sjá einnig: Þakklát fyrir spurningar íbúa og varpa nýju ljósi á framkvæmdir Var skeptískur í fyrstu „Ég hef fylgst með Carbfix nánast frá upphafi og hef haft mætur á því vísindafólki sem þróaði lausnina. Ég var skeptískur þegar niðurdælingin hófst á Hellisheiði og gat spurt ,,heimskulegu" spurninganna. Gæti þetta mengað Gvendarbrunna? ...“ segir Andri. Carbfix hafi lagað vandann við brennisteinsmengun á Hellisheiði og þannig bætt loftbæði á höfuðborgarsvæðinu. Þá kunni hann að meta gagnrýna fréttamennsku en finnst of langt gengið „í að hneykslis og glæpavæða þessi áform í Straumsvík.“ Fyrir um viku síðan birti Heimildin grein þar sem fram kom að fyrirætlanir Carbfix væru mun umfangsmeiri en fram hefði komið, og fyrirtækið hefði blekkt Hafnfirðinga um starfsemi sína. Framkvæmdastjóri Carbfix sagði umfjöllunina uppfulla af rangfærslum. Baráttan við loftslagsbreytingar ekki einfalt verkefni Andri Snær segir baráttuna við loftslagsbreytingar ekki einfalt eða línulegt verkefni, og það þurfi að gera margskonar tilraunir og allskyns mistök. „Heimurinn er á algeru frumstigi og lausn Carbfix um bindingu í basalti er merkileg og lofandi, tilraunir með bindingu með saltvatni eða sjó gefa vonir um að hægt væri að nýta þessa aðferð mjög víða í heiminum,“ segir Andri. Þá segir hann að ýmilegt megi ræða varðandi verkefnið. Hann kannist jú við að vera mótfallinn trylltri stóriðjustefnu, en í þessu tilfelli sé meira í húfi. „Mér finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif og næstum ómögulegt að blanda sér inn í umræðuna af því hún verður strax persónuleg og ómálefnanleg.“ „Ég tel að þeir sem hafa unnið að Carbfix hafi unnið að heilindum og kannski hafa þau gert einhver mistök í kynningu, kannski fannst þeim málefnið og málstaðurinn það góður að þeim datt ekki í hug að reikna með svo hörðum viðbrögðum.“ Þá sé það ef til vill til marks um heiðarleika og klaufaskap að fyrirtækið hafi klúðrað PR málum. Það segi ekkert um fagmennsku vísindanna.
Loftslagsmál Hafnarfjörður Fjölmiðlar Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Ályktanir sem eru dregnar í umfjöllun Heimldarinnar um starfsemi Carbfix standast enga skoðun og byggjast á rangfærslum, að sögn fyrirtækisins. Engin dulin áform séu um umfangsmeiri starfsemi í Hafnarfirði þvert á það sem fullyrt er í umfjölluninni. 10. janúar 2025 11:26 Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Fari svo að Hafnarfjarðarbær og Coda Terminal nái samningum um að fyrirtækið dæli innfluttu koldíoxíði niður í jörðina við bæinn verður haldin íbúakosning um málið. 7. október 2024 21:11 „Enn fólk að birtast sem hafði ekki hugmynd um þetta“ Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. 1. júlí 2024 23:04 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Ályktanir sem eru dregnar í umfjöllun Heimldarinnar um starfsemi Carbfix standast enga skoðun og byggjast á rangfærslum, að sögn fyrirtækisins. Engin dulin áform séu um umfangsmeiri starfsemi í Hafnarfirði þvert á það sem fullyrt er í umfjölluninni. 10. janúar 2025 11:26
Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Fari svo að Hafnarfjarðarbær og Coda Terminal nái samningum um að fyrirtækið dæli innfluttu koldíoxíði niður í jörðina við bæinn verður haldin íbúakosning um málið. 7. október 2024 21:11
„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hugmynd um þetta“ Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. 1. júlí 2024 23:04