Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 19. janúar 2025 11:03 Þegar ný ríkisstjórn tók við var settur saman stjórnarsáttmáli þar sem ríkisstjórnin lýsti því hvernig hún hygðist ná markmiðum sínum. Að sjálfsögðu eru menntamálin þar með, enda eru þau grundvallarforsenda fyrir því að hér geti t.d. þrifist þróað atvinnulíf og já, bara almennt þjóðlíf. Almennt telja stjórnmálamenn menntun vera forsendu framfara í samfélögum, þeir tala að minnsta kosti með slíkum hætti á hátíðarstundum. Í þeim málaflokki ætlar ,,Valkyrjustjórnin“ að ná markmiðum sínum með...,,því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum....Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati“ (Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, 2024). Þetta eru stór orð. Á sama tíma (núna) er hins vegar allt botnfrosið í viðræðum Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga. Og hver er ástæðan? Jú, ,,hið opinbera“ vill ekki efna loforð sem það gaf menntunarstéttum þessa lands árið 2016 og kvað á um jöfnun launa á milli markaða, þ.e.a.s. að opinberir starfsmenn sem vinna við menntunarstörf (og eru sérfræðingar á sínu sviði) fái sömu launakjör og sérfræðingar á hinum almenna vinnumarkaði. Stjórnmálamenn eru mjög góðir í því að gefa loforð, en því miður eru þeir alveg jafngóðir (jafnvel betri) í að svíkja þau. Hér virðist það vera raunin og framhaldsskólakennarar eru nú búnir að vera samningslausir frá því síðasta vor. Og eru fúlir, það er bara þannig. Enda finnst fólki ekkert gaman að fá loforð, sem ekki eru efnd. Eiga kennarar svo bara að hefja ,,sókn í menntamálum“? Hvers konar ,,taktík“ er það eiginlega? Eiga allir að mæta brosandi í vinnuna og ekkert gerist í kjaramálum? Er þetta stuðningurinn til að ,,efla menntun og nýsköpun“? Er svona farið að því? Ó, nei. Í raun má segja að kjaramál kennara (og þeirra einfalda beiðni um að orð skuli standa) sé fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar hún að falla á því prófi? Vonandi ekki. Það væri að minnsta kosti mun skemmtilegra að geta gefið stjórninni hreina tíu fyrir vel unnið verk(efni), þ.e.a.s. að semja við kennara og uppfylla gefin loforð. Eigum við ekki að stefna á það Kristrún, Inga og Þorgerður (fyrrum menntamálaráðherra)? Koma svo...! Höfundur er framhaldsskólakennari og annar trúnaðarmanna í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við var settur saman stjórnarsáttmáli þar sem ríkisstjórnin lýsti því hvernig hún hygðist ná markmiðum sínum. Að sjálfsögðu eru menntamálin þar með, enda eru þau grundvallarforsenda fyrir því að hér geti t.d. þrifist þróað atvinnulíf og já, bara almennt þjóðlíf. Almennt telja stjórnmálamenn menntun vera forsendu framfara í samfélögum, þeir tala að minnsta kosti með slíkum hætti á hátíðarstundum. Í þeim málaflokki ætlar ,,Valkyrjustjórnin“ að ná markmiðum sínum með...,,því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum....Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati“ (Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, 2024). Þetta eru stór orð. Á sama tíma (núna) er hins vegar allt botnfrosið í viðræðum Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga. Og hver er ástæðan? Jú, ,,hið opinbera“ vill ekki efna loforð sem það gaf menntunarstéttum þessa lands árið 2016 og kvað á um jöfnun launa á milli markaða, þ.e.a.s. að opinberir starfsmenn sem vinna við menntunarstörf (og eru sérfræðingar á sínu sviði) fái sömu launakjör og sérfræðingar á hinum almenna vinnumarkaði. Stjórnmálamenn eru mjög góðir í því að gefa loforð, en því miður eru þeir alveg jafngóðir (jafnvel betri) í að svíkja þau. Hér virðist það vera raunin og framhaldsskólakennarar eru nú búnir að vera samningslausir frá því síðasta vor. Og eru fúlir, það er bara þannig. Enda finnst fólki ekkert gaman að fá loforð, sem ekki eru efnd. Eiga kennarar svo bara að hefja ,,sókn í menntamálum“? Hvers konar ,,taktík“ er það eiginlega? Eiga allir að mæta brosandi í vinnuna og ekkert gerist í kjaramálum? Er þetta stuðningurinn til að ,,efla menntun og nýsköpun“? Er svona farið að því? Ó, nei. Í raun má segja að kjaramál kennara (og þeirra einfalda beiðni um að orð skuli standa) sé fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar hún að falla á því prófi? Vonandi ekki. Það væri að minnsta kosti mun skemmtilegra að geta gefið stjórninni hreina tíu fyrir vel unnið verk(efni), þ.e.a.s. að semja við kennara og uppfylla gefin loforð. Eigum við ekki að stefna á það Kristrún, Inga og Þorgerður (fyrrum menntamálaráðherra)? Koma svo...! Höfundur er framhaldsskólakennari og annar trúnaðarmanna í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun