Allir voru heilir á æfingu liðsins en vegna smávægilegra óþæginda hvíldu þeir Bjarki Már Elísson og Viktor Gísli Hallgrímsson á meðan fótbolti dagsins fór fram. Eftir það tóku við taktískar æfingar sem taka mið af næsta andstæðingi.
Strákarnir unnu 21 marks sigur á Kúbu í gær og eru jafnir Slóvenum á toppi riðilsins. Þau eru með jafna markatölu eftir álíka örugga sigra á bæði Kúbverjum og Grænhöfðaeyingum. Úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins er klukkan 19:30 á morgun.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti í dag og afraksturinn má sjá að neðan.







