Í tilkynningu Arion banka þess efnis til Kauphallar segir að munurinn liggi helst í betri afkomu af verðbréfum samstæðunnar og jákvæðari virðisbreytingu lánabókar en greiningaraðilar hafi almennt gert ráð fyrir.
Tekjur af kjarnastarfsemi, samanlagðar hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi, séu að mestu í takt við spár greiningaraðila. Uppgjörið fyrir fjórða ársfjórðung 2024 sé enn í vinnslu og kunni því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 12. febrúar næstkomandi.