Risa endurkoma eftir áratug í dvala Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. janúar 2025 16:30 Cameron Diaz skein skært á fjólubláum dregli á frumsýningu Back in Action í Berlín. Tristar Media/WireImage Stórstjarnan Cameron Diaz var ein vinsælasta gamanleikkona allra tíma þegar hún ákvað að taka sér pásu frá kvikmyndum. Nú áratugi síðar er hún mætt aftur á skjáinn í hasarmyndinni Back In Action. Kvikmyndin segir frá kærustupari sem störfuðu hjá leynilögreglu Bandaríkjanna CSI. Hjúin fara í felur og eignast fjölskyldu. Mörgum árum síðar neyðast þau til þess að dusta rykið af byssunum til þess að lifa af og vísar titillinn til þess að vera mætt aftur í hasarinn. Á það vel við um feril Diaz sömuleiðis en hún leikur á móti góðum vini sínum Jamie Foxx. View this post on Instagram A post shared by Netflix US (@netflix) Síðasta kvikmynd Cameron Diaz var Annie sem kom út árið 2014. Fjórum árum síðar gaf hún út tilkynningu þar sem hún tjáði aðdáendum sínum að hún ætlaði sér að taka kærkomið hlé frá kvikmyndum. „Ég þurfti að staldra við og skoða hvernig ég vildi lifa lífinu. Þegar þú ert í tökum á bíómynd þá eiga þau þig. Þú ert þarna í tólf klukkutíma á dag marga mánuði í röð og þú hefur engan tíma fyrir neitt annað. Ég varð að vita að ég kynni að hugsa um sjálfa mig og að ég kynni að haga mér eins og fullorðin manneskja án þess að vera stöðugt í tökum,“ sagði Diaz í hlaðvarpsviðtali um ákvörðunina. Hún tók þó aldrei fyrir það að leika aftur en nýtti áratuginn vel með eiginmanni sínum Benji Madden og tveimur börnum þeirra hjóna. Sömuleiðis dýfði hún tánum inn í heilsubransann, framleiddi náttúruvín og margt fleira. „Ég gef mér leyfi til þess að segja nei við verkefnum en ég gef mér líka leyfi til þess að segja já ef mig langar til þess,“ segir Diaz sátt við ákvörðun sína um að byrja aftur að leika. Cameron Diaz rokkaði svartan Gucci klæðnað í Berlín og hefði eflaust flogið inn á alræmda teknóklúbbinn Berghain í borginni.Tristar Media/WireImage Hún naut sín vel á fjólubláum dregli frumsýningarinnar á Back In Action í Berlín. Þar klæddist hún svörtum fatnaði, víðum gallabuxum, gegnsærri Gucci blússu og stórum svörtum Gucci frakka úr vor/sumar 2025 línu tískuhússins. Hollywood Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Kvikmyndin segir frá kærustupari sem störfuðu hjá leynilögreglu Bandaríkjanna CSI. Hjúin fara í felur og eignast fjölskyldu. Mörgum árum síðar neyðast þau til þess að dusta rykið af byssunum til þess að lifa af og vísar titillinn til þess að vera mætt aftur í hasarinn. Á það vel við um feril Diaz sömuleiðis en hún leikur á móti góðum vini sínum Jamie Foxx. View this post on Instagram A post shared by Netflix US (@netflix) Síðasta kvikmynd Cameron Diaz var Annie sem kom út árið 2014. Fjórum árum síðar gaf hún út tilkynningu þar sem hún tjáði aðdáendum sínum að hún ætlaði sér að taka kærkomið hlé frá kvikmyndum. „Ég þurfti að staldra við og skoða hvernig ég vildi lifa lífinu. Þegar þú ert í tökum á bíómynd þá eiga þau þig. Þú ert þarna í tólf klukkutíma á dag marga mánuði í röð og þú hefur engan tíma fyrir neitt annað. Ég varð að vita að ég kynni að hugsa um sjálfa mig og að ég kynni að haga mér eins og fullorðin manneskja án þess að vera stöðugt í tökum,“ sagði Diaz í hlaðvarpsviðtali um ákvörðunina. Hún tók þó aldrei fyrir það að leika aftur en nýtti áratuginn vel með eiginmanni sínum Benji Madden og tveimur börnum þeirra hjóna. Sömuleiðis dýfði hún tánum inn í heilsubransann, framleiddi náttúruvín og margt fleira. „Ég gef mér leyfi til þess að segja nei við verkefnum en ég gef mér líka leyfi til þess að segja já ef mig langar til þess,“ segir Diaz sátt við ákvörðun sína um að byrja aftur að leika. Cameron Diaz rokkaði svartan Gucci klæðnað í Berlín og hefði eflaust flogið inn á alræmda teknóklúbbinn Berghain í borginni.Tristar Media/WireImage Hún naut sín vel á fjólubláum dregli frumsýningarinnar á Back In Action í Berlín. Þar klæddist hún svörtum fatnaði, víðum gallabuxum, gegnsærri Gucci blússu og stórum svörtum Gucci frakka úr vor/sumar 2025 línu tískuhússins.
Hollywood Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira