Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson og Jón Ferdínand Estherarson skrifa 20. janúar 2025 16:00 Eins og flestir vita var Viðreisn stofnuð þegar evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn yfirgáfu flokkinn sökum einarðar andstöðu hans við ESB – og auðvitað þá staðreynd að sá flokkur hefur aldrei og mun aldrei hlusta á þjóðarvilja, hvað þá taka mark á þjóðaratkvæðisgreiðslum. Sökum hruns „móðurflokksins“ hlaut Viðreisn góða kosningu til þings þess sem sett verður í næsta mánuði. En hver er munurinn á þessum tveimur flokkum? Er það bara Evrópustefnan, sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni? Frekar var talað um efnahags- og húsnæðismál, þar sem Viðreisn talaði – eins og sumir aðrir flokkar – um húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta, og aðhald í ríkisrekstri. Þá voru geðheilbrigðismál og loforð um að setja hagsmuni almennings ofar sérhagsmunum áberandi í tali allra þriggja flokkanna sem nú mynda ríkisstjórn. Skipulögð aðför að fátæku fólki Á lengri tíma litið má sjá hvernig stjórnvöld hafa svipt fátæka húsnæðisöryggi og framselt það í hendur leigufélaga. Þessi félög hafa keypt upp húsnæði með það eitt að markmiði að hækka leiguverð, og með því þrýst ungu fólki niður í fátækragildru. Þar borgar það sérstakan skatt fyrir það eitt að eiga ekki íbúð. Þetta gerist í kerfi þar sem húsnæðisbótakerfið refsar fólki fyrir að byrja að safna fyrir eigin eign. Að sama skapi renna 9,6 milljarðar króna af skattfé árlega til leigusala. Það er eins og samfélagið sjálft hafi verið hannað til að halda fátæku fólki niðri og styðja við ríkt fólk. Hrunið á félagslegum lausnum Um aldamót voru félagslegar húsnæðislausnir um 11% af húsnæði í boði, en í dag er það undir 3% – og það má rökstyðja að í raun sé ekkert félagslegt húsnæði á Íslandi lengur. Tekjumörk skipta ekki höfuðmáli heldur saga áfalla. Leigan miðast við markaðsverð á misnotuðum húsnæðismarkaði, og því má segja með sanni: þetta er ekki félagslegt húsnæði. Flest fátækt fólk á Íslandi er leigjendur. Þetta er fólkið sem stendur í biðröðum eftir mataraðstoð, leitar til kirkjunnar og annarra hjálparstofnana og reynir að veita börnum sínum það félagslega öryggi sem öll börn þurfa – sem er nánast ómögulegt vegna húsnæðisóöryggis. Þessir leigjendur flytja að meðaltali á 16 mánaða fresti. Hvernig er hægt að ætlast til þess að börn þessa fólks upplifi öryggi og stöðugleika við þessar aðstæður? Húsnæðisóöryggi, stöðugar flutningar og skaðlegt bótakerfi mynda vítahring sem hefur ómæld áhrif á andlega og félagslega velferð fólksins sem stendur verst. Þetta er ómannúðleg staða sem við getum ekki sætt okkur við lengur. Hver ber ábyrgð? Sjálfstæðisflokkurinn, með dyggum stuðningi Framsóknar, ber meginábyrgðina á þessu ástandi. Þeir hafa framkvæmt vilja viðskiptaráðs og sérhagsmunahópa sem hafa ásælst framfærslufé þeirra sem minnst mega sín. Þessi illmennska er falin á bak við lagasetningu sem framselur ábyrgð til sveitarfélaga, þrátt fyrir alþjóðasamninga sem binda íslensk stjórnvöld til að tryggja húsnæðisöryggi. Viðreisn stendur nú á tímamótum. Verður flokkurinn eitthvað meira en bara afsprengi Sjálfstæðisflokksins? Velferð ungs fólks og þeirra sem minnst mega sín hangir á því að Viðreisn sjái húsnæði sem það sem það raunverulega er: takmörkuð auðlind sem öll eigum rétt á aðgengi að. Er betra fólk í Viðreisn? Það er ekkert leyndarmál hvers vegna verðbólgan rauk upp. Þetta tengist beint hækkun leigu og fasteignaverðs. Þróunin hófst árið 2018, þegar verktakar fóru að leggja tvöfalt ofan á hverja íbúð, og hefur síðan þá skapað vítahring sem við búum við í dag. Þetta verður að stöðva áður en vaxtalækkanir skapa frekari vandræði. Það er enginn tími til að bíða. En spurningin er: Hvað ætlar Viðreisn að gera? Flokkurinn hefur talað um að setja hagsmuni fólksins ofar fjárfestanna. Það hljómar vel á pappír, en það verður að breyta húsnæðisbótakerfinu í grundvallaratriðum og koma skikki á verðlagningu húsnæðis til leigu. Slíkar breytingar munu ekki aðeins gagnast fátæka fólkinu – heldur okkur öllum. Leiguverð er lykilatriði í hækkun húsnæðisverðs. Það sést glöggt í þeirri staðreynd að þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið þekkt fyrir séreignastefnu, þá er fjórða hvert heimili á leigumarkaði í dag. Þetta er langur vegur frá fyrri tíð, þegar allt að 91% landsmanna bjuggu í eigin húsnæði. Fjölgun eignaríbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 92.971 í 117.063 – 25,9% aukning. Fjölgun leiguíbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 9.195 í 39.021 – 324,4% aukning. Í þessum samanburði má klárlega sjá að þrátt fyrir séreignarstefnu síðustu áratuga fjölgar leigjendum gríðarlega – en samt virðast fáir láta þennan risastóra hóp fólks á Íslandi sig varða. Síðustu kjarasamningar snérust sem dæmi eingöngu um það fólk sem er að borga háa vexti, og fréttafólk er alfarið á móti því að fjalla um þennan hóp – sem er þó stærsti einstaki hagsmunahópur landsins. Ef Viðreisn er með fólk sem er reiðubúið til að fara gegn sérhagsmunum og taka á þessum vandamálum með raunverulegum kerfisbreytingum, þá gæti flokkurinn staðið undir loforðum sínum. En ef ekki, þá verður það ljóst mjög fljótlega – og næsta kynslóð borgar fyrir það. Höfundar eru í stjórn leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Leigumarkaður Viðreisn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita var Viðreisn stofnuð þegar evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn yfirgáfu flokkinn sökum einarðar andstöðu hans við ESB – og auðvitað þá staðreynd að sá flokkur hefur aldrei og mun aldrei hlusta á þjóðarvilja, hvað þá taka mark á þjóðaratkvæðisgreiðslum. Sökum hruns „móðurflokksins“ hlaut Viðreisn góða kosningu til þings þess sem sett verður í næsta mánuði. En hver er munurinn á þessum tveimur flokkum? Er það bara Evrópustefnan, sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni? Frekar var talað um efnahags- og húsnæðismál, þar sem Viðreisn talaði – eins og sumir aðrir flokkar – um húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta, og aðhald í ríkisrekstri. Þá voru geðheilbrigðismál og loforð um að setja hagsmuni almennings ofar sérhagsmunum áberandi í tali allra þriggja flokkanna sem nú mynda ríkisstjórn. Skipulögð aðför að fátæku fólki Á lengri tíma litið má sjá hvernig stjórnvöld hafa svipt fátæka húsnæðisöryggi og framselt það í hendur leigufélaga. Þessi félög hafa keypt upp húsnæði með það eitt að markmiði að hækka leiguverð, og með því þrýst ungu fólki niður í fátækragildru. Þar borgar það sérstakan skatt fyrir það eitt að eiga ekki íbúð. Þetta gerist í kerfi þar sem húsnæðisbótakerfið refsar fólki fyrir að byrja að safna fyrir eigin eign. Að sama skapi renna 9,6 milljarðar króna af skattfé árlega til leigusala. Það er eins og samfélagið sjálft hafi verið hannað til að halda fátæku fólki niðri og styðja við ríkt fólk. Hrunið á félagslegum lausnum Um aldamót voru félagslegar húsnæðislausnir um 11% af húsnæði í boði, en í dag er það undir 3% – og það má rökstyðja að í raun sé ekkert félagslegt húsnæði á Íslandi lengur. Tekjumörk skipta ekki höfuðmáli heldur saga áfalla. Leigan miðast við markaðsverð á misnotuðum húsnæðismarkaði, og því má segja með sanni: þetta er ekki félagslegt húsnæði. Flest fátækt fólk á Íslandi er leigjendur. Þetta er fólkið sem stendur í biðröðum eftir mataraðstoð, leitar til kirkjunnar og annarra hjálparstofnana og reynir að veita börnum sínum það félagslega öryggi sem öll börn þurfa – sem er nánast ómögulegt vegna húsnæðisóöryggis. Þessir leigjendur flytja að meðaltali á 16 mánaða fresti. Hvernig er hægt að ætlast til þess að börn þessa fólks upplifi öryggi og stöðugleika við þessar aðstæður? Húsnæðisóöryggi, stöðugar flutningar og skaðlegt bótakerfi mynda vítahring sem hefur ómæld áhrif á andlega og félagslega velferð fólksins sem stendur verst. Þetta er ómannúðleg staða sem við getum ekki sætt okkur við lengur. Hver ber ábyrgð? Sjálfstæðisflokkurinn, með dyggum stuðningi Framsóknar, ber meginábyrgðina á þessu ástandi. Þeir hafa framkvæmt vilja viðskiptaráðs og sérhagsmunahópa sem hafa ásælst framfærslufé þeirra sem minnst mega sín. Þessi illmennska er falin á bak við lagasetningu sem framselur ábyrgð til sveitarfélaga, þrátt fyrir alþjóðasamninga sem binda íslensk stjórnvöld til að tryggja húsnæðisöryggi. Viðreisn stendur nú á tímamótum. Verður flokkurinn eitthvað meira en bara afsprengi Sjálfstæðisflokksins? Velferð ungs fólks og þeirra sem minnst mega sín hangir á því að Viðreisn sjái húsnæði sem það sem það raunverulega er: takmörkuð auðlind sem öll eigum rétt á aðgengi að. Er betra fólk í Viðreisn? Það er ekkert leyndarmál hvers vegna verðbólgan rauk upp. Þetta tengist beint hækkun leigu og fasteignaverðs. Þróunin hófst árið 2018, þegar verktakar fóru að leggja tvöfalt ofan á hverja íbúð, og hefur síðan þá skapað vítahring sem við búum við í dag. Þetta verður að stöðva áður en vaxtalækkanir skapa frekari vandræði. Það er enginn tími til að bíða. En spurningin er: Hvað ætlar Viðreisn að gera? Flokkurinn hefur talað um að setja hagsmuni fólksins ofar fjárfestanna. Það hljómar vel á pappír, en það verður að breyta húsnæðisbótakerfinu í grundvallaratriðum og koma skikki á verðlagningu húsnæðis til leigu. Slíkar breytingar munu ekki aðeins gagnast fátæka fólkinu – heldur okkur öllum. Leiguverð er lykilatriði í hækkun húsnæðisverðs. Það sést glöggt í þeirri staðreynd að þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið þekkt fyrir séreignastefnu, þá er fjórða hvert heimili á leigumarkaði í dag. Þetta er langur vegur frá fyrri tíð, þegar allt að 91% landsmanna bjuggu í eigin húsnæði. Fjölgun eignaríbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 92.971 í 117.063 – 25,9% aukning. Fjölgun leiguíbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 9.195 í 39.021 – 324,4% aukning. Í þessum samanburði má klárlega sjá að þrátt fyrir séreignarstefnu síðustu áratuga fjölgar leigjendum gríðarlega – en samt virðast fáir láta þennan risastóra hóp fólks á Íslandi sig varða. Síðustu kjarasamningar snérust sem dæmi eingöngu um það fólk sem er að borga háa vexti, og fréttafólk er alfarið á móti því að fjalla um þennan hóp – sem er þó stærsti einstaki hagsmunahópur landsins. Ef Viðreisn er með fólk sem er reiðubúið til að fara gegn sérhagsmunum og taka á þessum vandamálum með raunverulegum kerfisbreytingum, þá gæti flokkurinn staðið undir loforðum sínum. En ef ekki, þá verður það ljóst mjög fljótlega – og næsta kynslóð borgar fyrir það. Höfundar eru í stjórn leigjendasamtakanna.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun