Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 20. janúar 2025 17:01 Samtök stórfyrirtækja, fara daglega í fjölmiðla með sína svarthvítu mynd um að samfélagið fari á neyðarstig, fái fjárfestar ekki fullt svigrúm til auðlindanýtingar án endurgjalds og helst með ríkisstyrkjum. Þeim er ekki trúað. Og þótt samtök náttúruverndar bendi á móti á hættur og staðreyndir er þeim ekki heldur trúað. Harðvítugar deilur um stórframkvæmdir og réttmæti þeirra einkenna upphaf ársins 2025. Tekist er á í öllum landshlutum um stórframkvæmdir sem í augum auðlindafjárfesta og Samtaka iðnaðarins skila miklum hagnaði og bjarga í leiðinni loftslaginu, orkuskiptunum, heimilunum og framtíðinni. Sömu verkefni og íbúar á framkvæmdasvæðum og náttúruverndin sjá að valda tjóni á umhverfi, náttúru, loftslagi, lífríkinu og framtíðinni og jafnvel efnahagnum líka. Sjókvíaeldi, hvalveiðar, virkjanir, niðurdæling koltvísýrings, fjallasala í sement, rafeldsneyti, iðnaðarskógrækt, stórframkvæmdir í ferðaþjónustu. Um allt er deilt. Því traust er lítið og samráð skortir. Hávaðinn heldur áfram, án raunverulegs samtals. Er náttúrulögmál að lúta vilja fyrirtækja? Tólf þúsund manns hafa á nokkrum dögum skrifað undir mótmæli gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem 75 prósent heimamanna vilja ekki og benda á að eldinu fylgi mengun, sýkingar, ill meðferð dýra og það setji villta laxinn í útrýmingarhættu. Viðurkennt er að sjókvíaeldi á Íslandi byggðist upp hratt og stefnulaust og fæstir vilja það áfram í óbreyttri mynd. Samt færist sjókvíaeldi í Seyðisfirði nær eins og það sé náttúrulögmál að lúta vilja fyrirtækja. Og af hverju þarf að taka afstöðu til áforma um fjörutíu vindorkuver út um allt land, þegar flestir landsmenn vilja fá eða engin? Horfum við fram á að vindorkuuppbygging fari á sömu leið og sjókvíaeldið og byggist upp stefnulaust í andstöðu við almenning? En það liggur alltaf svo mikið á, að vinna við stefnumótun og jafnvel landslög teljast til óþurftar. Samráði er líkt við tafaleiki og það heitir slönguspil ef eitthvað þarf að hefja að nýju vegna ónógs undirbúnings. Hættuleg viðbrögð við dómi Í vikunni féll Héraðsdómur um árfarveg Þjórsár þar sem reisa á virkjun í byggð. Hann var áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Lítið heyrist um að stjórnvöld eða stofnanir sem fara með orkumál ræði eigin vinnubrögð og axli ábyrgð á niðurstöðunni, hvað þá að þau ræði verndargildi farvegs Þjórsár. Í staðinn er deilt við dómarann. Það þurfi að bregðast hratt við og setja lög til að liðka fyrir hinni dæmdu framkvæmd. Sérlög ef ekki bráðabirgðalög af því að ríkisstjórn og ríkisfyrirtæki fóru ekki að lögum! Dómsúrskurður er talaður niður eins og hann sé pólitísk hneisa í boði náttúruverndarsinna. Ráðherra umhverfismála segist ekki geta þolað hann og boðar sérlög og forstjóri Landsvirkjunar telur dóminn í meginatriðum rangan. Raforkuframleiðendur einblíndu svo lengi á stóriðju, að í dag er talað um orkuskort fyrir heimili og venjulegan atvinnurekstur, þótt við séum heimsmethafar í framleiðslu rafmagns. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Að stjórnvöld séu til í hvaða fórnir sem er til halda óbreyttri stóriðjustefnu og fóðra nýja stórnotendur rafmagns. Aukum samráð og áhrif almennings Nú getur ríkisstjórn, sem lofaði að vinna að almannahagsmunum, opnað augun fyrir því að í þessu landi búa fleiri en kvótaeigendur, fjárfestar og stórfyrirtæki. Nú er tækifærið til að auka lýðræðislegt samráð, en ekki að einfalda ferla til þess eins að flýta fyrir framkvæmdum. Ísland á að vera lýðræðissamfélag og lögin eiga að verja þegna landsins, samfélagið og auðlindirnar. Meðal annars gegn rányrkju. Hér er einstæð náttúra, stórkostleg víðerni, lítil og spennandi fyrirtæki, ferðaþjónusta, fjölbreytt tækni og nýsköpun, í bland við hefðbundinn búskap og garðyrkju og hér eru enn bæði menning og landslag. En allt er þetta á hættustigi ef æðsta markmið ríkisstjórnarinnar er að þjónusta auðlindasækna fjárfesta og stórfyrirtæki á sem mestum hraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Stóriðja Orkumál Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Samtök stórfyrirtækja, fara daglega í fjölmiðla með sína svarthvítu mynd um að samfélagið fari á neyðarstig, fái fjárfestar ekki fullt svigrúm til auðlindanýtingar án endurgjalds og helst með ríkisstyrkjum. Þeim er ekki trúað. Og þótt samtök náttúruverndar bendi á móti á hættur og staðreyndir er þeim ekki heldur trúað. Harðvítugar deilur um stórframkvæmdir og réttmæti þeirra einkenna upphaf ársins 2025. Tekist er á í öllum landshlutum um stórframkvæmdir sem í augum auðlindafjárfesta og Samtaka iðnaðarins skila miklum hagnaði og bjarga í leiðinni loftslaginu, orkuskiptunum, heimilunum og framtíðinni. Sömu verkefni og íbúar á framkvæmdasvæðum og náttúruverndin sjá að valda tjóni á umhverfi, náttúru, loftslagi, lífríkinu og framtíðinni og jafnvel efnahagnum líka. Sjókvíaeldi, hvalveiðar, virkjanir, niðurdæling koltvísýrings, fjallasala í sement, rafeldsneyti, iðnaðarskógrækt, stórframkvæmdir í ferðaþjónustu. Um allt er deilt. Því traust er lítið og samráð skortir. Hávaðinn heldur áfram, án raunverulegs samtals. Er náttúrulögmál að lúta vilja fyrirtækja? Tólf þúsund manns hafa á nokkrum dögum skrifað undir mótmæli gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem 75 prósent heimamanna vilja ekki og benda á að eldinu fylgi mengun, sýkingar, ill meðferð dýra og það setji villta laxinn í útrýmingarhættu. Viðurkennt er að sjókvíaeldi á Íslandi byggðist upp hratt og stefnulaust og fæstir vilja það áfram í óbreyttri mynd. Samt færist sjókvíaeldi í Seyðisfirði nær eins og það sé náttúrulögmál að lúta vilja fyrirtækja. Og af hverju þarf að taka afstöðu til áforma um fjörutíu vindorkuver út um allt land, þegar flestir landsmenn vilja fá eða engin? Horfum við fram á að vindorkuuppbygging fari á sömu leið og sjókvíaeldið og byggist upp stefnulaust í andstöðu við almenning? En það liggur alltaf svo mikið á, að vinna við stefnumótun og jafnvel landslög teljast til óþurftar. Samráði er líkt við tafaleiki og það heitir slönguspil ef eitthvað þarf að hefja að nýju vegna ónógs undirbúnings. Hættuleg viðbrögð við dómi Í vikunni féll Héraðsdómur um árfarveg Þjórsár þar sem reisa á virkjun í byggð. Hann var áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Lítið heyrist um að stjórnvöld eða stofnanir sem fara með orkumál ræði eigin vinnubrögð og axli ábyrgð á niðurstöðunni, hvað þá að þau ræði verndargildi farvegs Þjórsár. Í staðinn er deilt við dómarann. Það þurfi að bregðast hratt við og setja lög til að liðka fyrir hinni dæmdu framkvæmd. Sérlög ef ekki bráðabirgðalög af því að ríkisstjórn og ríkisfyrirtæki fóru ekki að lögum! Dómsúrskurður er talaður niður eins og hann sé pólitísk hneisa í boði náttúruverndarsinna. Ráðherra umhverfismála segist ekki geta þolað hann og boðar sérlög og forstjóri Landsvirkjunar telur dóminn í meginatriðum rangan. Raforkuframleiðendur einblíndu svo lengi á stóriðju, að í dag er talað um orkuskort fyrir heimili og venjulegan atvinnurekstur, þótt við séum heimsmethafar í framleiðslu rafmagns. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Að stjórnvöld séu til í hvaða fórnir sem er til halda óbreyttri stóriðjustefnu og fóðra nýja stórnotendur rafmagns. Aukum samráð og áhrif almennings Nú getur ríkisstjórn, sem lofaði að vinna að almannahagsmunum, opnað augun fyrir því að í þessu landi búa fleiri en kvótaeigendur, fjárfestar og stórfyrirtæki. Nú er tækifærið til að auka lýðræðislegt samráð, en ekki að einfalda ferla til þess eins að flýta fyrir framkvæmdum. Ísland á að vera lýðræðissamfélag og lögin eiga að verja þegna landsins, samfélagið og auðlindirnar. Meðal annars gegn rányrkju. Hér er einstæð náttúra, stórkostleg víðerni, lítil og spennandi fyrirtæki, ferðaþjónusta, fjölbreytt tækni og nýsköpun, í bland við hefðbundinn búskap og garðyrkju og hér eru enn bæði menning og landslag. En allt er þetta á hættustigi ef æðsta markmið ríkisstjórnarinnar er að þjónusta auðlindasækna fjárfesta og stórfyrirtæki á sem mestum hraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun