Þegar fjölskyldan festi kaup á eigninni var kominn tími á ýmsar endurbætur innanhúss. Ráðist var í umfangsmiklar framkvæmdir sem meðal annars fólust í því að leggja nýtt parket, skipt um innréttingar í eldhúsi og baðherbergi og arininn í stofunni fékk yfirhalningu.
Eignin hefur nú verið nánast öll endurnýjuð án stílhreinan máta, án þess að henda öllu því gamla út.
Húsið skiptist í anddyri, mjög rúmgott eldhús, sólskála, tvær samliggjandi stofur, önnur með kamínu, fimm mjög rúmgóð svefnherbergi, þar af hjónasvítu með innangengt í fataherbergi og baðherbergi. Auk þess eru tvö baðherbergi og eitt gestasalerni í húsinu.
Fasteignamat fyrir breytingar var 165.150.000 krónur, en hefur nú hækkað um rúmar þrjár milljónir, og er nú 168.550.000 krónur.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.
Á myndunum hér að neðan má sjá húsið fyrir og eftir breytingar.



