Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. janúar 2025 07:01 Ágúst Þór keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You eða Eins og þú. Söngvakeppni sjónvarpsins „Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ágúst Þór „Þetta hefur alltaf verið markmið hjá mér. Ég hef alltaf horft á Söngvakeppnina og Eurovision. Það var alltaf órjúfanlegur dagskrá liður heima á Húsavík þegar ég var alast upp og fjölskyldan mín er sjúk í Eurovision. Svo að þetta var alltaf að fara gerast einhvern tíma og nú er bara heldur betur komið að því,“ segir Ágúst um þátttöku sína í keppninni. Hann segist mjög spenntur. „Ég er með frábært teymi með mér í þessu á bak við tjöldin, rosalega dansara með mér á sviðinu og ég er bara mjög spenntur fyrir að koma fram þann 8. febrúar.“ Aðspurður hvort hann ætli sér alla leið svarar hann: „Svakalega ætla ég alla leið maður!“ Ágúst lagði mikinn metnað í tónlistarmyndbandið og er ánægður með afraksturinn. „Hugmyndin á bak við myndbandið er sú að okkur langaði að reyna tengja heimabæinn minn Húsavík við myndbandið og í raun segja frá því hvað er að gerast í lífinu mínu í dag og hvernig ég var þegar ég bjó á Húsavík. Pælingin var að skipta á milli raunveruleikans og draumsins, það að ég sé að keppa í Söngvakeppninni og svo að ég sé heima að ímynda mér að ég væri að keppa. Sem ég svo sannarlega gerði oft þegar ég var yngri, lét mig dreyma um það sem mig langaði að gera í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by ÁGÚST (@agustbrynjarsmusic) Hann segir að tökuferlið hafi fengið mjög vel. „Ég fékk æðisleg fyrirtæki með mér í lið fyrir þetta allt saman. Við tókum upp á tveimur stöðum, bæði í Gamla Bíó og svo á Húsavík svo að þetta voru þrír dagar sem einkenndust af miklu tempói og skipulagi sem hún Bríet Ólína leikstjórinn sá alfarið um og hún stóð sig eins og hetja. Þetta voru langir dagar en guð minn almáttugur hvað ég er ánægður með útkomuna. Ágúst Jakobsson og Alexander Elfarsson skutu myndbandið, Ýr Þrastardóttir klippti og svo var ég með helling að geggjuðu fólki í viðbót sem sáu um ljós, hljóð, mat, gistingu og allt sem þarf til að láta ansi stórt verkefni að mínu mati ganga upp. Ég er ólýsanlega ánægður með þetta myndband og ég mæli með því að hækka í botn,“ segir Ágúst Þór að lokum. Hér má sjá myndbandið á streymisveitunni Youtube. Eurovision Tónlist Norðurþing Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ágúst Þór „Þetta hefur alltaf verið markmið hjá mér. Ég hef alltaf horft á Söngvakeppnina og Eurovision. Það var alltaf órjúfanlegur dagskrá liður heima á Húsavík þegar ég var alast upp og fjölskyldan mín er sjúk í Eurovision. Svo að þetta var alltaf að fara gerast einhvern tíma og nú er bara heldur betur komið að því,“ segir Ágúst um þátttöku sína í keppninni. Hann segist mjög spenntur. „Ég er með frábært teymi með mér í þessu á bak við tjöldin, rosalega dansara með mér á sviðinu og ég er bara mjög spenntur fyrir að koma fram þann 8. febrúar.“ Aðspurður hvort hann ætli sér alla leið svarar hann: „Svakalega ætla ég alla leið maður!“ Ágúst lagði mikinn metnað í tónlistarmyndbandið og er ánægður með afraksturinn. „Hugmyndin á bak við myndbandið er sú að okkur langaði að reyna tengja heimabæinn minn Húsavík við myndbandið og í raun segja frá því hvað er að gerast í lífinu mínu í dag og hvernig ég var þegar ég bjó á Húsavík. Pælingin var að skipta á milli raunveruleikans og draumsins, það að ég sé að keppa í Söngvakeppninni og svo að ég sé heima að ímynda mér að ég væri að keppa. Sem ég svo sannarlega gerði oft þegar ég var yngri, lét mig dreyma um það sem mig langaði að gera í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by ÁGÚST (@agustbrynjarsmusic) Hann segir að tökuferlið hafi fengið mjög vel. „Ég fékk æðisleg fyrirtæki með mér í lið fyrir þetta allt saman. Við tókum upp á tveimur stöðum, bæði í Gamla Bíó og svo á Húsavík svo að þetta voru þrír dagar sem einkenndust af miklu tempói og skipulagi sem hún Bríet Ólína leikstjórinn sá alfarið um og hún stóð sig eins og hetja. Þetta voru langir dagar en guð minn almáttugur hvað ég er ánægður með útkomuna. Ágúst Jakobsson og Alexander Elfarsson skutu myndbandið, Ýr Þrastardóttir klippti og svo var ég með helling að geggjuðu fólki í viðbót sem sáu um ljós, hljóð, mat, gistingu og allt sem þarf til að láta ansi stórt verkefni að mínu mati ganga upp. Ég er ólýsanlega ánægður með þetta myndband og ég mæli með því að hækka í botn,“ segir Ágúst Þór að lokum. Hér má sjá myndbandið á streymisveitunni Youtube.
Eurovision Tónlist Norðurþing Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira