Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar 21. janúar 2025 15:31 Samtök um betri byggð í 25 ár Í kjölfar þess að fjárvana Samtök um betri byggð unnu kosningu 2001 um lokun herflugvallar í Vatnsmýri 2016 var teningum kastað. Upp reis harðsnúin og ófyrirleitin en vel fjármögnuð hreyfing svokallaðra flugvallarvina með tóm öfugmæli, útúrsnúninga, hálfsannleika, þvætting og lygar að vopni. Við eðlilegar aðstæður í hinum frjálsa og þróaða heimi og víðar, annars staðar en á Íslandi, er borgarskipulag í raun ekki mjög flókin fræðigrein. Hvarvetna eru almannaheill í fyrirrúmi, ekkert leynimakk, allar áætlanir miðaða við að gagnast sem flestum sem best og lengst, mikið samráð við borgarana, byggt á því besta sem fyrir er og á því að tvisvar tveir eru fjórir. Árið 1946 fundu afspyrnulélegir ráðamenn á Íslandi hins vegar upp á því í fullkomnum aulaskap og vanþekkingu að snúa á hvolf algildum sannindum og mörg þúsunda ára reynslu mannkyns af borgarmótun. Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga í Vatnsmýri, þar sem skyldi koma þétt og blönduð miðborgarbyggð og negldu þess í stað niður herflugvöll Breta sem syðri brúarsporðinn í loftbrú Flugfélags Akureyrar. Um leið sviptu þeir Reykvíkinga allri lofthelgi yfir Nesinu vestan Elliðaáa og rændu borgarbúa auk þess skipulagsvaldinu í skjóli og í skugga ótrúlegs dáðleysis kjörinna fulltrúa Reykvíkinga í borgarstjórn og á Alþingi. Allan lýðveldistímann og lengur hafa þessir kjörnu fulltrúar komið af landsbyggðarstýrðum framboðslistum landsmálaflokka. Þeir eru því vanhæfir til að vinna að hagsmunum borgarbúa enda þjakaðir af þöggun og þrælsótta af völdum misvægis atkvæða. Við slíkar aðstæður er ekkert lengur einfalt og eðlilegt í borgarskipulaginu. Uppspuni, lygar, svik og prettir spinnast saman í óleysanlega vítahringi, sem enginn hvorki vill né getur leyst. Glundroði ríkir og heildarmyndin og samhengi hlutanna er löngu horfið sjónum flestra. Kjörnir fulltrúar óttast svipuhöggin og gera allt til að halda djobbinu og viðhalda flugi í Vatnsmýri og baneitruðum og síversnandi afleiðingum, sem það veldur borgarbúum, þjóðarbúinu og landsmönnum öllum, einnig þeim, sem beita sér í þágu þessa gamla herflugvallar. Hinir kjörnu eru ónæmir fyrir tjóninu, sem er orðið svo óskaplegt og umfangsmikið að fæstir sjá það lengur. Gegn betri vitund láta flestir lærðir og leikir, kjörnir og ráðnir líkt og ástandið sé eins og það á að vera. Óupplýstir borgarbúar þekkja ekki annað eftir 80 ára samfélagsáþján. Samtök um betri byggð hafa oft verið sökuð um róttækni og óbilgirni vegna einarðrar afstöðu sinnar. En þau geta að sjálfsögðu aldrei farið út fyrir þann þrönga ramma og forsendur um að allir menn séu jafnir, að lýðræðislegur meirihlutavilji og almannaheill séu alltaf í fyrirrúmi. Þau geta aldrei stigið inn á það þjóðmálasvið, sem er mótað af grimmilegri misbeitingu valdsins af misvægi atkvæðanna, sem orsakar mjög útbreitt og eitrað samfélagsmein þöggunar og þrælsótta, ekki síst hjá kjörnum fulltrúum Reykvíkinga í borgarstjórn og á Alþingi. Ekki eru allir jafnir á Íslandi og hafa aldrei verið. Til upphafs nútímanns um miðja 19. öld réðu bændur öllu og frá heimastjórn til þessa dags hefur arfleifð gamla bændasamfélagsins, misvægi atkvæða, svifið yfir, undir og allt um kring, skekkt og bjagað allt þjóðlífið, áætlanir, ákvarðanir, ráðstafanir, störf þingsins og sjálft samtalið. Samræður á eðlilegum og vitrænum grundvelli eru útilokaðar við þessar aðstæður. Fáir sjá skóginn fyrir trjánum, ekki heildarmyndina og ekki samhengi hlutanna. Staðreyndum og röksemdum er sópað út af borðinu. Samtök um betri byggð tala samt sínu máli á þessum skrumskælda vettvangi og leitast við að segja það sem segja þarf. Misvægi atkvæða í kosningum til löggjafaþings er hvergi meira í vestrænum lýðræðisríkjum en á Íslandi. Bein og augljós afleiðing þess er að landsmenn eru ekki jafnir fyrir lögum og valdi. Feneyjanefndin og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, hafa margoft bent íslenskum stjórnvöldum á þennan alvarlega misbrest og ítreka við hverjar alþingiskosningar í áratugi að allar fullyrðingar um að Ísland sé meðal fremstu lýðræðisríkja séu án vafa orðum auknar. Að óbreyttu eiga hugmyndirnar góðu um réttarríki, lýðræði og jöfnuð hér varla góðan samastað. Aðgangi að lögum er misskipt. Í íslensku lagasafni eru um 800 virk lög og lagabálkar. Sé annar helmingur þeirra frá 20. öld þegar misvægi var amk 300% og hinn frá 21. öld þegar misvægið er ekki „nema“ 100% sést að það hallar mjög á hag hinna valdalausu í íslensku samfélagi. Við þetta bætist að Alþingi sendir árlega og með stuttu árabili frá sér lög og áætlanir, sem áratugum saman hafa hyglað þeim, sem búa við aukið vægi atkvæða í þremur kjördæmum á landsbyggðinni, ma. árleg fjárlög og 5 ára samgönguáætlanir. Verðugt rannsóknarefni! Aðgangi að valdinu er ekki síður misskipt. Á tæpum 80 árum frá því ríkið tók landið í Vatnsmýri, lofthelgina yfir Nesinu og skipulagsvaldið með fjandsamlegum og ólögmætum hætti af Reykvíkingum líkt og Pútin í Donbas og á Krímskaga og Ísraelsríki fyrir botni Miðjarðarhafs hefur ráðherra samgöngumála haft forystu um það fyrir fyrir hönd flugvallarsinna að misbeita ægivaldi misvægisins ótæpilega gegn brýnustu hagsmunum borgarbúa og til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag og þjóðarhag. Við þessi skilyrði er borgarskipulag Reykjavíkur alfarið unnið í reykfylltum bakherbergjum án nokkurar þátttöku og stefnumótunar borgarbúa, sjálfra eigenda sveitarfélagsins. Hér ráða forkólfar Akureyringa og samherjar þeirra á landsbyggðinni meiru. En að sjálfsögðu er formlegt vald ríkisins yfir landnotkun í Vatnsmýri, yfir borgarþróun Reykjavíkur og yfir örlögum og lífsgæðum borgarbúa nákvæmlega ekki neitt samanber lög um sveitarstjórnir, lög um skipulag, íslenska stjórnarskrá, alþjóðlega mannréttindasáttmála, almenn ákvæði um eignarrétt og almannaheill, sjálfar hugmyndirnar um lýðræði og réttarríki. Þetta ímyndaða vald hvílir á átta áratuga fjandsamlegu, fordæmalausu og óréttmætu landráni íslenska ríkisins á kjörlendi Reykvíkinga í Vatnsmýri. Það virkjast aðeins með fádæma dáðleysi og meðvirkni kjörinna fulltrúa Reykvíkinga á Alþingi og í borgarstjórn. Um leið og einn eða fleiri kjörnir fulltrúar kúvenda, sinna loks kjósendum sínum, spyrna við fæti og andmæla svo eftir verður tekið hrynur spilaborg samgönguráðherra til grunna því „keisarinn er jú ekki í neinu“. Óhæfuverk ríkisins gagnvart Reykvíkingum árið 1946 er ekki fyrnt þó bótaréttur borgarbúa sé það fyrir löngu vegna deyfðar og aðgerðarleysis borgaryfirvalda. Reykvíkingar geta hins vega hafið töku lóðarleigu nú þegar af borgarlandi undir flugbrautum gamla herflugvallarins. Það er reyndar ein helsta skylda kjörinna fulltrúa að fara vel með eignir og auðlindir sveitarfélags. Taka lóðarleigu í Vatnsmýri er því mikilvægur hluti skyldustarfa kjörinna fulltrúa Reykvíkinga. Einstaklingar og hópar tengdir Samtökum um betri byggð hafa amk. þrisvar á þessari 21. öld staðið að reykvísku og borgarlegu framboði til borgarstjórnar Reykjavíkur auk þátttöku í prófkjörum „fjórflokksins“ til þess fyrst og fremst að rjúfa varðsstöðu landsmálaframboðanna um herflugvöllinn í Vatnsmýri. Félagar úr Samtökum um betri byggð tóku þátt í stofnun Borgarahreyfingarinnar 2009 til þess einkum að stuðla að nýrri stjórarskrá. Misvægi atkvæða er jú orsakavaldur þess, sem með kerfisbundnum hætti fer stöðugt úskeiðis í íslensku samfélagi. Enn sér ekki fyrir enda þeirrar öfugþróunar því handhafar hins illa fengna valds hafa komið upp víggirðingu um kosningalögin svo ekki verði hróflað við misvægi atkvæða nema með auknum meiri hluta á Alþingi. Höfundur er arkitekt og í framkvæmdastjórn Samtaka um betri byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Samtök um betri byggð í 25 ár Í kjölfar þess að fjárvana Samtök um betri byggð unnu kosningu 2001 um lokun herflugvallar í Vatnsmýri 2016 var teningum kastað. Upp reis harðsnúin og ófyrirleitin en vel fjármögnuð hreyfing svokallaðra flugvallarvina með tóm öfugmæli, útúrsnúninga, hálfsannleika, þvætting og lygar að vopni. Við eðlilegar aðstæður í hinum frjálsa og þróaða heimi og víðar, annars staðar en á Íslandi, er borgarskipulag í raun ekki mjög flókin fræðigrein. Hvarvetna eru almannaheill í fyrirrúmi, ekkert leynimakk, allar áætlanir miðaða við að gagnast sem flestum sem best og lengst, mikið samráð við borgarana, byggt á því besta sem fyrir er og á því að tvisvar tveir eru fjórir. Árið 1946 fundu afspyrnulélegir ráðamenn á Íslandi hins vegar upp á því í fullkomnum aulaskap og vanþekkingu að snúa á hvolf algildum sannindum og mörg þúsunda ára reynslu mannkyns af borgarmótun. Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga í Vatnsmýri, þar sem skyldi koma þétt og blönduð miðborgarbyggð og negldu þess í stað niður herflugvöll Breta sem syðri brúarsporðinn í loftbrú Flugfélags Akureyrar. Um leið sviptu þeir Reykvíkinga allri lofthelgi yfir Nesinu vestan Elliðaáa og rændu borgarbúa auk þess skipulagsvaldinu í skjóli og í skugga ótrúlegs dáðleysis kjörinna fulltrúa Reykvíkinga í borgarstjórn og á Alþingi. Allan lýðveldistímann og lengur hafa þessir kjörnu fulltrúar komið af landsbyggðarstýrðum framboðslistum landsmálaflokka. Þeir eru því vanhæfir til að vinna að hagsmunum borgarbúa enda þjakaðir af þöggun og þrælsótta af völdum misvægis atkvæða. Við slíkar aðstæður er ekkert lengur einfalt og eðlilegt í borgarskipulaginu. Uppspuni, lygar, svik og prettir spinnast saman í óleysanlega vítahringi, sem enginn hvorki vill né getur leyst. Glundroði ríkir og heildarmyndin og samhengi hlutanna er löngu horfið sjónum flestra. Kjörnir fulltrúar óttast svipuhöggin og gera allt til að halda djobbinu og viðhalda flugi í Vatnsmýri og baneitruðum og síversnandi afleiðingum, sem það veldur borgarbúum, þjóðarbúinu og landsmönnum öllum, einnig þeim, sem beita sér í þágu þessa gamla herflugvallar. Hinir kjörnu eru ónæmir fyrir tjóninu, sem er orðið svo óskaplegt og umfangsmikið að fæstir sjá það lengur. Gegn betri vitund láta flestir lærðir og leikir, kjörnir og ráðnir líkt og ástandið sé eins og það á að vera. Óupplýstir borgarbúar þekkja ekki annað eftir 80 ára samfélagsáþján. Samtök um betri byggð hafa oft verið sökuð um róttækni og óbilgirni vegna einarðrar afstöðu sinnar. En þau geta að sjálfsögðu aldrei farið út fyrir þann þrönga ramma og forsendur um að allir menn séu jafnir, að lýðræðislegur meirihlutavilji og almannaheill séu alltaf í fyrirrúmi. Þau geta aldrei stigið inn á það þjóðmálasvið, sem er mótað af grimmilegri misbeitingu valdsins af misvægi atkvæðanna, sem orsakar mjög útbreitt og eitrað samfélagsmein þöggunar og þrælsótta, ekki síst hjá kjörnum fulltrúum Reykvíkinga í borgarstjórn og á Alþingi. Ekki eru allir jafnir á Íslandi og hafa aldrei verið. Til upphafs nútímanns um miðja 19. öld réðu bændur öllu og frá heimastjórn til þessa dags hefur arfleifð gamla bændasamfélagsins, misvægi atkvæða, svifið yfir, undir og allt um kring, skekkt og bjagað allt þjóðlífið, áætlanir, ákvarðanir, ráðstafanir, störf þingsins og sjálft samtalið. Samræður á eðlilegum og vitrænum grundvelli eru útilokaðar við þessar aðstæður. Fáir sjá skóginn fyrir trjánum, ekki heildarmyndina og ekki samhengi hlutanna. Staðreyndum og röksemdum er sópað út af borðinu. Samtök um betri byggð tala samt sínu máli á þessum skrumskælda vettvangi og leitast við að segja það sem segja þarf. Misvægi atkvæða í kosningum til löggjafaþings er hvergi meira í vestrænum lýðræðisríkjum en á Íslandi. Bein og augljós afleiðing þess er að landsmenn eru ekki jafnir fyrir lögum og valdi. Feneyjanefndin og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, hafa margoft bent íslenskum stjórnvöldum á þennan alvarlega misbrest og ítreka við hverjar alþingiskosningar í áratugi að allar fullyrðingar um að Ísland sé meðal fremstu lýðræðisríkja séu án vafa orðum auknar. Að óbreyttu eiga hugmyndirnar góðu um réttarríki, lýðræði og jöfnuð hér varla góðan samastað. Aðgangi að lögum er misskipt. Í íslensku lagasafni eru um 800 virk lög og lagabálkar. Sé annar helmingur þeirra frá 20. öld þegar misvægi var amk 300% og hinn frá 21. öld þegar misvægið er ekki „nema“ 100% sést að það hallar mjög á hag hinna valdalausu í íslensku samfélagi. Við þetta bætist að Alþingi sendir árlega og með stuttu árabili frá sér lög og áætlanir, sem áratugum saman hafa hyglað þeim, sem búa við aukið vægi atkvæða í þremur kjördæmum á landsbyggðinni, ma. árleg fjárlög og 5 ára samgönguáætlanir. Verðugt rannsóknarefni! Aðgangi að valdinu er ekki síður misskipt. Á tæpum 80 árum frá því ríkið tók landið í Vatnsmýri, lofthelgina yfir Nesinu og skipulagsvaldið með fjandsamlegum og ólögmætum hætti af Reykvíkingum líkt og Pútin í Donbas og á Krímskaga og Ísraelsríki fyrir botni Miðjarðarhafs hefur ráðherra samgöngumála haft forystu um það fyrir fyrir hönd flugvallarsinna að misbeita ægivaldi misvægisins ótæpilega gegn brýnustu hagsmunum borgarbúa og til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag og þjóðarhag. Við þessi skilyrði er borgarskipulag Reykjavíkur alfarið unnið í reykfylltum bakherbergjum án nokkurar þátttöku og stefnumótunar borgarbúa, sjálfra eigenda sveitarfélagsins. Hér ráða forkólfar Akureyringa og samherjar þeirra á landsbyggðinni meiru. En að sjálfsögðu er formlegt vald ríkisins yfir landnotkun í Vatnsmýri, yfir borgarþróun Reykjavíkur og yfir örlögum og lífsgæðum borgarbúa nákvæmlega ekki neitt samanber lög um sveitarstjórnir, lög um skipulag, íslenska stjórnarskrá, alþjóðlega mannréttindasáttmála, almenn ákvæði um eignarrétt og almannaheill, sjálfar hugmyndirnar um lýðræði og réttarríki. Þetta ímyndaða vald hvílir á átta áratuga fjandsamlegu, fordæmalausu og óréttmætu landráni íslenska ríkisins á kjörlendi Reykvíkinga í Vatnsmýri. Það virkjast aðeins með fádæma dáðleysi og meðvirkni kjörinna fulltrúa Reykvíkinga á Alþingi og í borgarstjórn. Um leið og einn eða fleiri kjörnir fulltrúar kúvenda, sinna loks kjósendum sínum, spyrna við fæti og andmæla svo eftir verður tekið hrynur spilaborg samgönguráðherra til grunna því „keisarinn er jú ekki í neinu“. Óhæfuverk ríkisins gagnvart Reykvíkingum árið 1946 er ekki fyrnt þó bótaréttur borgarbúa sé það fyrir löngu vegna deyfðar og aðgerðarleysis borgaryfirvalda. Reykvíkingar geta hins vega hafið töku lóðarleigu nú þegar af borgarlandi undir flugbrautum gamla herflugvallarins. Það er reyndar ein helsta skylda kjörinna fulltrúa að fara vel með eignir og auðlindir sveitarfélags. Taka lóðarleigu í Vatnsmýri er því mikilvægur hluti skyldustarfa kjörinna fulltrúa Reykvíkinga. Einstaklingar og hópar tengdir Samtökum um betri byggð hafa amk. þrisvar á þessari 21. öld staðið að reykvísku og borgarlegu framboði til borgarstjórnar Reykjavíkur auk þátttöku í prófkjörum „fjórflokksins“ til þess fyrst og fremst að rjúfa varðsstöðu landsmálaframboðanna um herflugvöllinn í Vatnsmýri. Félagar úr Samtökum um betri byggð tóku þátt í stofnun Borgarahreyfingarinnar 2009 til þess einkum að stuðla að nýrri stjórarskrá. Misvægi atkvæða er jú orsakavaldur þess, sem með kerfisbundnum hætti fer stöðugt úskeiðis í íslensku samfélagi. Enn sér ekki fyrir enda þeirrar öfugþróunar því handhafar hins illa fengna valds hafa komið upp víggirðingu um kosningalögin svo ekki verði hróflað við misvægi atkvæða nema með auknum meiri hluta á Alþingi. Höfundur er arkitekt og í framkvæmdastjórn Samtaka um betri byggð.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun