Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson skrifa 23. janúar 2025 07:31 Ræða biskupsins Mariann Edgar Budde sem haldin var í Washington eftir embættistöku Trump forseta hefur farið sem eldur um sinu? Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis. Hvað heyrðu þau? Hvað heyrðum við öll? Við heyrðum og fundum óminn í okkar eigin hjarta. Heimsbyggðin varð vitni að því sem á sér stað þegar ástin á valdinu mætir valdi ástarinnar. „Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef vald til að krossfesta þig.“ mælti Pílatus við fangann Jesú á föstudeginum langa. Hann svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér væri ekki gefið það að ofan“ - Þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Yfirráðavaldið hefur fjárfest í þér, Pílatus, það er allt og sumt. [1] Guðsþjónustan í þjóðardómkirkjunni í Washington var eins Biblíuleg og verða má. Yfirráðavaldið var afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd. Djúp samlíðun fylgdi orðum hennar þegar hún taldi upp ýmsa hópa kynseginsamfélagsins sem óttast nú um framtíð sína. Eins nefndi hún allt erfiðisfólkið sem knýr hjól atvinnulífsins sem góðir borgarar en má nú óttast brottrekstur þar sem það hefur ekki fengið ríkisborgararétt. Þá talaði hún sem anglikanskur biskup af virðingu um aðrar trúarhefðir og notaði þátttöku innflytjenda í kirkjum, moskum, synagógum, musterum og öðrum bænahúsum sem dæmi um ábyrga þátttöku þjóðfélagi. Loks var ákall hennar um miskunn gagnvart útlendingum í landi sem byggt væri af innflytjendum framsett í dúr við þekkta áskorun úr Gamla Testamenntinu: „Þið skuluð því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ [2] Þjónusta Mariann biskups var hefðbundin og sönn kristin guðsþjónusta. Hefðbundin vegna þess að svona gerði Jesús og svona lyftir kristin guðfræði fram manngildi allra. Sönn vegna þess að hún var fram borin af heiðarleika og auðmýkt sem engum duldist. Þessi ræða mun hafa áhrif á trú fólks um allan heim og vekja von með almenningi sem skynjar í orðum biskupsins að í raun og sann erum við öll eitt hverrar þjóðar sem við erum, óháð kynferði, trúarbrögðum, stétt og stöðu. Við getum valið veg friðar og einingar ef við viljum. Menning fyrirlitningarinnar er misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Valdið sem safnar sjálfu sér er sýndarvald .[3] Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur og Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur. [1] Jóh. 19.10–11 [2] 5Mós. 10.19 [3] Mark. 10. 42-45 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Bjarni Karlsson Bandaríkin Donald Trump Trúmál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ræða biskupsins Mariann Edgar Budde sem haldin var í Washington eftir embættistöku Trump forseta hefur farið sem eldur um sinu? Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis. Hvað heyrðu þau? Hvað heyrðum við öll? Við heyrðum og fundum óminn í okkar eigin hjarta. Heimsbyggðin varð vitni að því sem á sér stað þegar ástin á valdinu mætir valdi ástarinnar. „Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef vald til að krossfesta þig.“ mælti Pílatus við fangann Jesú á föstudeginum langa. Hann svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér væri ekki gefið það að ofan“ - Þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Yfirráðavaldið hefur fjárfest í þér, Pílatus, það er allt og sumt. [1] Guðsþjónustan í þjóðardómkirkjunni í Washington var eins Biblíuleg og verða má. Yfirráðavaldið var afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd. Djúp samlíðun fylgdi orðum hennar þegar hún taldi upp ýmsa hópa kynseginsamfélagsins sem óttast nú um framtíð sína. Eins nefndi hún allt erfiðisfólkið sem knýr hjól atvinnulífsins sem góðir borgarar en má nú óttast brottrekstur þar sem það hefur ekki fengið ríkisborgararétt. Þá talaði hún sem anglikanskur biskup af virðingu um aðrar trúarhefðir og notaði þátttöku innflytjenda í kirkjum, moskum, synagógum, musterum og öðrum bænahúsum sem dæmi um ábyrga þátttöku þjóðfélagi. Loks var ákall hennar um miskunn gagnvart útlendingum í landi sem byggt væri af innflytjendum framsett í dúr við þekkta áskorun úr Gamla Testamenntinu: „Þið skuluð því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ [2] Þjónusta Mariann biskups var hefðbundin og sönn kristin guðsþjónusta. Hefðbundin vegna þess að svona gerði Jesús og svona lyftir kristin guðfræði fram manngildi allra. Sönn vegna þess að hún var fram borin af heiðarleika og auðmýkt sem engum duldist. Þessi ræða mun hafa áhrif á trú fólks um allan heim og vekja von með almenningi sem skynjar í orðum biskupsins að í raun og sann erum við öll eitt hverrar þjóðar sem við erum, óháð kynferði, trúarbrögðum, stétt og stöðu. Við getum valið veg friðar og einingar ef við viljum. Menning fyrirlitningarinnar er misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Valdið sem safnar sjálfu sér er sýndarvald .[3] Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur og Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur. [1] Jóh. 19.10–11 [2] 5Mós. 10.19 [3] Mark. 10. 42-45
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun