Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 24. janúar 2025 08:01 Í skápnum mínum hafa staðið felligardínur í meira en ár, því ég hef ekki þorað að takast á við það verkefni að stytta þær. Af og til horfi ég á gömlu slitnu, götóttu gardínurnar, sem hafa fengið að hanga þarna uppi í 20 ár, segjandi við sjálfa mig, já, já, þær eru bara fínar. Þær mega bara hanga þarna uppi, aðeins lengur. Svo komu leigjendaskipti hjá mér í bakhúsið. Ég horfði þar á 4 ára gömul gluggatjöldin og bara, nei og hristi hausinn, þetta gat ég ekki hugsað mér að bjóða næsta leigjanda upp á. Svo ég ákvað bara að vaða í málin. Staðráðin í að taka gluggatjöldin á brott, hékk ég í þeim, beitandi öllum mínum þunga til að ná þeim fjandakornið niður, því helvítis festingin var ekki að leyfa mér að taka þau frá með dömulegri hætti. Nokkrum marblettum síðar og í ótta um brotin bein á il, horfði ég stolt á gardínulausa gluggana. Ég sparslaði, slípaði og málaði og deginum seinna var ég mætt hýrug og jákvæð upp í Jysk til að fjárfesta í felligardínum. 3 gardínum ríkari en jafnframt 15 þúsund krónum fátækari gekk ég svo hróðug út úr búðinni. Næst kom að því að setjast niður á gólfið út í bakhúsi, verandi staðráðin í finna út úr þessu. Ég byrjaði á að lesa leiðbeiningar og áttaði mig á að ég ætti ekki góðan dúkahníf... Hvað skyldu góðir bændur gera þá? Venjulegt fólk myndi bara fara í stuttan bíltúr út í Byko. En ég, nei, nei. Ég get stundum verið smá þrjósk. Ég geri bara hlutina eins og ég vil gera hlutina. Leitandi á skyndilausnum horfði ég á þetta fína múltítúl fyrir framan mig, sem er með þessa fínu sög sem ég hef fengið alltof lítið að prófa. Og ég sagði við sjálfa mig, ég hlýt að geta notað hana, er það ekki? Þetta er eftir að vera miklu auðveldara. Nokkrum mínútum síðar, sat ég fyrir framan brennd gluggatjöld... Eftir nokkrar mínútur af ha, hmm, ha, hvernig förum við að því að laga þetta, ákváð ég og nýji leigjandinn að prófa að klippa brunann af með skærum og gera styttinguna hinum megin bara smá styttri. Og jú það heppnaðist bara ágætlega, en þó ekki fyrir mína tilstuðlan. Nýji leigjandinn, fær allan heiðurinn af þeirri lagni. Einhvern veginn náði hún líka að laga dúkahnífinn svo ég náði að klára bútinn hinum megin. Svo kom að álinu. Og aftur að blessaðri múltítúlar söginni. Við fórum mjög varlega. Búnar að stilla upp timburkubb undir og alles. Nýji leigjandinn hélt dauðahaldi í gardínurnar á meðan ég óákveðin reyndi að átta mig á því hvernig ég ætti að beita fyrir mig söginni. Tveir endar litu svo dagsins ljós, smá skakkir og skældir.Ég ákvað að gera þetta aðeins álitlegra og leitaði uppi litla járnsög. Áttaði mig svo á því að ég væri komin með blæti fyrir verkfærum. Því í alvörunni, hver er svona ánægður yfir því að fá að nota litla járnsög? Ég náði svo að saga þetta til aðeins skakkt, en það var allt í lagi. Fyrir einskæra heppni þá snýr sá bútur út í glugga. Þremur klukkustundum frá byrjun verks ákváðum við að segja þetta gott og láta það bara vera að hengja upp blessaðar gardínurnar. Við stilltum upp kössum í gluggann svo enginn gæti kíkt inn á herlegheitin og fórum sælar í sitthvora áttina til að sofa. Næsta kvöld, mætti leigjandinn mér í dyrunum með líkjör í hendi og með orðunum, Birna ég er þreytt núna. Á ég ekki að finna einhvern karlmann sem getur klárað að gera þetta fyrir okkur? Ég horfði bara á hana með svip sem sagði það allt, því í alvörunni. Ég er orðin of gömul til að vera að leika mér að karlmönnum. Ég nýti þau tækifæri sem mér bjóðast til að byggja upp mitt eigið sjálfsvirði. Slíkar stundir eru eitthvað svo verðmætar, þegar þær koma upp. Þær hjálpa manni að stíga upp úr sorg og að finna einhvern tilgang. Ég er ekki að fara að leyfa einhverjum karlmanni að stela því frá mér. Bara til að gefa honum peppið? Karlmenn sem vilja taka málin í sínar hendur í stað þess að vera klappstýrur á hliðarlínunni, eru að sækjast eftir einhverju sem ég er ekki tilbúin að bjóða upp á. Karlmenn sem veita hjálp bara til að vera til staðar er svo allt annar handleggur. Yndislegri týpur af mönnum er ekki hægt að finna. Klukkustund síðar var leigjandinn orðinn þokkalega nett pirraður á mér. En þið vitið, hennar pirringur er ekki minn pirringur, og stundum detta skrúfur niður þegar maður reynir að pota þeim upp í stöðu sem er á móti þyngdarlögmálinu. Og ég var kannski aðeins of þrjósk, því ég var ekki alveg að sættast á þá hugmynd að ég þyrfti kannski að bora fyrst. Skrúfan átti bara að renna upp, því þannig sá ég það gerast upp í kollinum. Hókus, pókus og allt það. Einhvern veginn tókst þetta, en frekar að ergja góða konu eitthvað frekar, þá ákvað ég bara að kveðja með smá knúsi, takandi með mér tvö gluggatjöld til viðbótar til að sníða til, heima fyrir. Ég var reyndar bara smá spennt fyrir því að hefja störf þar. Því ég átti þar leynivopn sem ég hafði náð að fá lánað frá bróður mínum. Einhver allsvakalegasta sög sem ég hef séð. Svona alvöru, alvöru sög. Með kitl í maga yfir því að fá að prófa slíkt tryllitæki, kláraði ég allar styttingar af og horfði svo á tækið, skiljandi ekki upp né niður. En þið vitið það var bara allt í lagi, því ég hringdi að því stöddu í brósa sem er þessi maður, sem getur með þolinmæði lóðsað mann yfir hlutina, hinum megin á línunni. Og zip, bam, búmm. Skurðurinn uppi og niðri rann í gegn á fyrri gardínunum. Zip, bam, búmm skurðurinn rann svona snilldarlega í gegn að ofan á þeim næstu. Og ég leyfði mér smá sigurdans, getting jiggy with it, nanananana Að neðan…. Hihi, að neðan. Síðasta spýtan. Já humm. Ég bara veit ekki alveg enn hvað gerðist. Því ég lokaði augunum þegar ég setti sögina niður. Jafnvel þó ég væri með öryggisgleraugu. Já, ég veit ekki, ég er bara kona. Hvernig getur ál beyglast svona mikið til? Ég tók mynd, sem ég er að hugsa um að ramma inn. Maður á víst aldrei að klappa sér á bak fyrr en að verki full loknu. Næsta dag, var málunum bara reddað, með annarri ferð upp í Jysk. Næst bíður mín, mínar eigin gardínur. Þær verða teknar um helgina, því óyfirstíganlegir hlutir eru stundum ekki óyfirstíganlegir. Og stundum þarf maður bara að vaða í verkið og byrja. Takk fyrir lesturinn kæri lesandi E.s. Væru fleiri til í það en ég að fara á smíðaverkstæði, á opnum kvöldum, til að redda hinu og þessu, með alvöru græjum, undir hjálplegri handleiðslu, í kringum góðan félagsskap? Halló IKEA. Halló JYSK. Væri það góð auglýsing fyrir ykkur að standa að einhverju slíku? Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í skápnum mínum hafa staðið felligardínur í meira en ár, því ég hef ekki þorað að takast á við það verkefni að stytta þær. Af og til horfi ég á gömlu slitnu, götóttu gardínurnar, sem hafa fengið að hanga þarna uppi í 20 ár, segjandi við sjálfa mig, já, já, þær eru bara fínar. Þær mega bara hanga þarna uppi, aðeins lengur. Svo komu leigjendaskipti hjá mér í bakhúsið. Ég horfði þar á 4 ára gömul gluggatjöldin og bara, nei og hristi hausinn, þetta gat ég ekki hugsað mér að bjóða næsta leigjanda upp á. Svo ég ákvað bara að vaða í málin. Staðráðin í að taka gluggatjöldin á brott, hékk ég í þeim, beitandi öllum mínum þunga til að ná þeim fjandakornið niður, því helvítis festingin var ekki að leyfa mér að taka þau frá með dömulegri hætti. Nokkrum marblettum síðar og í ótta um brotin bein á il, horfði ég stolt á gardínulausa gluggana. Ég sparslaði, slípaði og málaði og deginum seinna var ég mætt hýrug og jákvæð upp í Jysk til að fjárfesta í felligardínum. 3 gardínum ríkari en jafnframt 15 þúsund krónum fátækari gekk ég svo hróðug út úr búðinni. Næst kom að því að setjast niður á gólfið út í bakhúsi, verandi staðráðin í finna út úr þessu. Ég byrjaði á að lesa leiðbeiningar og áttaði mig á að ég ætti ekki góðan dúkahníf... Hvað skyldu góðir bændur gera þá? Venjulegt fólk myndi bara fara í stuttan bíltúr út í Byko. En ég, nei, nei. Ég get stundum verið smá þrjósk. Ég geri bara hlutina eins og ég vil gera hlutina. Leitandi á skyndilausnum horfði ég á þetta fína múltítúl fyrir framan mig, sem er með þessa fínu sög sem ég hef fengið alltof lítið að prófa. Og ég sagði við sjálfa mig, ég hlýt að geta notað hana, er það ekki? Þetta er eftir að vera miklu auðveldara. Nokkrum mínútum síðar, sat ég fyrir framan brennd gluggatjöld... Eftir nokkrar mínútur af ha, hmm, ha, hvernig förum við að því að laga þetta, ákváð ég og nýji leigjandinn að prófa að klippa brunann af með skærum og gera styttinguna hinum megin bara smá styttri. Og jú það heppnaðist bara ágætlega, en þó ekki fyrir mína tilstuðlan. Nýji leigjandinn, fær allan heiðurinn af þeirri lagni. Einhvern veginn náði hún líka að laga dúkahnífinn svo ég náði að klára bútinn hinum megin. Svo kom að álinu. Og aftur að blessaðri múltítúlar söginni. Við fórum mjög varlega. Búnar að stilla upp timburkubb undir og alles. Nýji leigjandinn hélt dauðahaldi í gardínurnar á meðan ég óákveðin reyndi að átta mig á því hvernig ég ætti að beita fyrir mig söginni. Tveir endar litu svo dagsins ljós, smá skakkir og skældir.Ég ákvað að gera þetta aðeins álitlegra og leitaði uppi litla járnsög. Áttaði mig svo á því að ég væri komin með blæti fyrir verkfærum. Því í alvörunni, hver er svona ánægður yfir því að fá að nota litla járnsög? Ég náði svo að saga þetta til aðeins skakkt, en það var allt í lagi. Fyrir einskæra heppni þá snýr sá bútur út í glugga. Þremur klukkustundum frá byrjun verks ákváðum við að segja þetta gott og láta það bara vera að hengja upp blessaðar gardínurnar. Við stilltum upp kössum í gluggann svo enginn gæti kíkt inn á herlegheitin og fórum sælar í sitthvora áttina til að sofa. Næsta kvöld, mætti leigjandinn mér í dyrunum með líkjör í hendi og með orðunum, Birna ég er þreytt núna. Á ég ekki að finna einhvern karlmann sem getur klárað að gera þetta fyrir okkur? Ég horfði bara á hana með svip sem sagði það allt, því í alvörunni. Ég er orðin of gömul til að vera að leika mér að karlmönnum. Ég nýti þau tækifæri sem mér bjóðast til að byggja upp mitt eigið sjálfsvirði. Slíkar stundir eru eitthvað svo verðmætar, þegar þær koma upp. Þær hjálpa manni að stíga upp úr sorg og að finna einhvern tilgang. Ég er ekki að fara að leyfa einhverjum karlmanni að stela því frá mér. Bara til að gefa honum peppið? Karlmenn sem vilja taka málin í sínar hendur í stað þess að vera klappstýrur á hliðarlínunni, eru að sækjast eftir einhverju sem ég er ekki tilbúin að bjóða upp á. Karlmenn sem veita hjálp bara til að vera til staðar er svo allt annar handleggur. Yndislegri týpur af mönnum er ekki hægt að finna. Klukkustund síðar var leigjandinn orðinn þokkalega nett pirraður á mér. En þið vitið, hennar pirringur er ekki minn pirringur, og stundum detta skrúfur niður þegar maður reynir að pota þeim upp í stöðu sem er á móti þyngdarlögmálinu. Og ég var kannski aðeins of þrjósk, því ég var ekki alveg að sættast á þá hugmynd að ég þyrfti kannski að bora fyrst. Skrúfan átti bara að renna upp, því þannig sá ég það gerast upp í kollinum. Hókus, pókus og allt það. Einhvern veginn tókst þetta, en frekar að ergja góða konu eitthvað frekar, þá ákvað ég bara að kveðja með smá knúsi, takandi með mér tvö gluggatjöld til viðbótar til að sníða til, heima fyrir. Ég var reyndar bara smá spennt fyrir því að hefja störf þar. Því ég átti þar leynivopn sem ég hafði náð að fá lánað frá bróður mínum. Einhver allsvakalegasta sög sem ég hef séð. Svona alvöru, alvöru sög. Með kitl í maga yfir því að fá að prófa slíkt tryllitæki, kláraði ég allar styttingar af og horfði svo á tækið, skiljandi ekki upp né niður. En þið vitið það var bara allt í lagi, því ég hringdi að því stöddu í brósa sem er þessi maður, sem getur með þolinmæði lóðsað mann yfir hlutina, hinum megin á línunni. Og zip, bam, búmm. Skurðurinn uppi og niðri rann í gegn á fyrri gardínunum. Zip, bam, búmm skurðurinn rann svona snilldarlega í gegn að ofan á þeim næstu. Og ég leyfði mér smá sigurdans, getting jiggy with it, nanananana Að neðan…. Hihi, að neðan. Síðasta spýtan. Já humm. Ég bara veit ekki alveg enn hvað gerðist. Því ég lokaði augunum þegar ég setti sögina niður. Jafnvel þó ég væri með öryggisgleraugu. Já, ég veit ekki, ég er bara kona. Hvernig getur ál beyglast svona mikið til? Ég tók mynd, sem ég er að hugsa um að ramma inn. Maður á víst aldrei að klappa sér á bak fyrr en að verki full loknu. Næsta dag, var málunum bara reddað, með annarri ferð upp í Jysk. Næst bíður mín, mínar eigin gardínur. Þær verða teknar um helgina, því óyfirstíganlegir hlutir eru stundum ekki óyfirstíganlegir. Og stundum þarf maður bara að vaða í verkið og byrja. Takk fyrir lesturinn kæri lesandi E.s. Væru fleiri til í það en ég að fara á smíðaverkstæði, á opnum kvöldum, til að redda hinu og þessu, með alvöru græjum, undir hjálplegri handleiðslu, í kringum góðan félagsskap? Halló IKEA. Halló JYSK. Væri það góð auglýsing fyrir ykkur að standa að einhverju slíku? Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun