Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. janúar 2025 08:36 Budde hefur almennt fengið mikið lof fyrir ræðu sína, jafnvel þótt hún hafi farið í pirrurnar á forsetanum og stuðningsmönnum hans. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup,“ segja séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn Bolladóttir í aðsendri grein á Vísi í morgun. Tilefnið eru harkaleg viðbrögð Donald Trump við ræðu biskupsins Mariann Edgar Budde í guðsþjónustu á mánudag, sama dag og Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. „Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis,“ segja Bjarni og Jóna. Mikið hefur verið fjallað um ræðuna og viðbrögð Trump í fjölmiðlum og á samskiptamiðlunum en Budde notaði tækifærið til að biðla til forsetans um að sýna minnihlutahópum, hinsegin fólki og innflytjendum, mildi og miskunn. Eins og kunnugt er undirritaði Trump samdægurs fjölda forsetatilskipana sem fela í sér aðför að umræddum hópum og þá fordæmdi hann Budde á Truth Social og kallaði hana „öfga vinstri harðlínu Trump hatara“. Í grein sinni segja Bjarni og Jóna að í messunni á mánudag hafi yfirráðavaldið verið afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd.“ Prestarnir segja ræðu Budde munu hafa mikil áhrif og vekja von. Fólk geti valið veg friðar og einingar ef það vill; „menning fyrirlitningarinnar“ sé misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Fólk sé óttaslegið Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið og segir á Facebook að það sé hlutverk kristinnar kirkju að standa með þeim og vera rödd þeirra sem verða undir í samfélaginu. „Þetta hefur varla verið auðveldasta ræða sem hún hefur flutt, að standa frammi fyrir nýkjörnum forseta, ávarpa hann beint og biðja hann um að sýna miskunn,“ segir biskup um Budde. „Það sem hún gerði krafðist hugrekkis sem hún hefur án efa sótt til Guðs og góðra ráðgjafa.“ Biskup segir fyrsta dag Trump í embætti hafa sýnt að hann hyggist ekki sýna þá miskunnsemi sem Budde kallaði eftir. Margir séu enn óttaslegnari en áður. Hins vegar sé alveg sama hversu margar tilskipanir hann undirritar; fólk muni alltaf rísa upp og berjast gegn óréttlæti. Það sé mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar kemur að mannréttindum. „Ég er svo þakklát Mariann Edgar Budde fyrir að hafa haldið einmitt þessa prédikun í dag. Guð gefi að ræðan hennar sái fræjum þrátt fyrir allt.“ Bandaríkin Trúmál Donald Trump Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Tilefnið eru harkaleg viðbrögð Donald Trump við ræðu biskupsins Mariann Edgar Budde í guðsþjónustu á mánudag, sama dag og Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. „Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis,“ segja Bjarni og Jóna. Mikið hefur verið fjallað um ræðuna og viðbrögð Trump í fjölmiðlum og á samskiptamiðlunum en Budde notaði tækifærið til að biðla til forsetans um að sýna minnihlutahópum, hinsegin fólki og innflytjendum, mildi og miskunn. Eins og kunnugt er undirritaði Trump samdægurs fjölda forsetatilskipana sem fela í sér aðför að umræddum hópum og þá fordæmdi hann Budde á Truth Social og kallaði hana „öfga vinstri harðlínu Trump hatara“. Í grein sinni segja Bjarni og Jóna að í messunni á mánudag hafi yfirráðavaldið verið afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd.“ Prestarnir segja ræðu Budde munu hafa mikil áhrif og vekja von. Fólk geti valið veg friðar og einingar ef það vill; „menning fyrirlitningarinnar“ sé misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Fólk sé óttaslegið Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið og segir á Facebook að það sé hlutverk kristinnar kirkju að standa með þeim og vera rödd þeirra sem verða undir í samfélaginu. „Þetta hefur varla verið auðveldasta ræða sem hún hefur flutt, að standa frammi fyrir nýkjörnum forseta, ávarpa hann beint og biðja hann um að sýna miskunn,“ segir biskup um Budde. „Það sem hún gerði krafðist hugrekkis sem hún hefur án efa sótt til Guðs og góðra ráðgjafa.“ Biskup segir fyrsta dag Trump í embætti hafa sýnt að hann hyggist ekki sýna þá miskunnsemi sem Budde kallaði eftir. Margir séu enn óttaslegnari en áður. Hins vegar sé alveg sama hversu margar tilskipanir hann undirritar; fólk muni alltaf rísa upp og berjast gegn óréttlæti. Það sé mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar kemur að mannréttindum. „Ég er svo þakklát Mariann Edgar Budde fyrir að hafa haldið einmitt þessa prédikun í dag. Guð gefi að ræðan hennar sái fræjum þrátt fyrir allt.“
Bandaríkin Trúmál Donald Trump Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira