Haaland fær tíu milljarða hjálp Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 11:17 Omar Marmoush er orðinn leikmaður Manchester City. Getty/Ulrik Pedersen Englandsmeistarar Manchester City kynntu í morgun Egyptann Omar Marmoush til leiks en hann kom til félagsins frá Frankfurt fyrir 70 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna. Marmoush, sem er 25 ára gamall, heru skorað fimmtán mörk í sautján deildarleikjum í Þýskalandi á þessari leiktíð og er næstmarkahæstur þar, á eftir Harry Kane. Með komu Marmoush má segja að skarð Julian Alvarez, sem seldur var til Atlético Madrid síðasta sumar, sé loksins fyllt og ljóst að honum er ætlað að létta á pressunni á að Erling Haaland skori mörk í hverjum leik fyrir City. City hefur einnig tryggt sér Vitor Reis, 19 ára brasilískan varnarmann frá Palmeiras, og Abdukodir Khusanov, 20 ára Úsbekista frá Lens, og samtals varið jafnvirði rúmlega 21 milljarðs króna í þessa þrjá nýju leikmenn. 🚨 Manchester City in the January transfer window:🇪🇬 Omar Marmoush: €75M🇺🇿 Abdukodir Khusanov: €40M🇧🇷 Vitor Reis: €35M🇳🇴 Erling Haaland: 9-and-a-half year contract ✍️ pic.twitter.com/Whf4JjtwLD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 23, 2025 Búist er við því að Marmoush megi spila gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en hann má hins vegar ekki spila leikinn mikilvæga við Club Brugge næsta miðvikudag, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Þann leik verður City að vinna til að Marmoush geti spilað í keppninni á þessari leiktíð. „Manchester City hefur verið eitt stærsta félag heims síðustu tíu ár svo það var aldrei vafi í mínum huga,“ sagði Marmoush eftir komuna til City. Þessi 25 ára gamli leikmaður skrifaði undir samning sem gildir til júní 2029. „Það er ánægjulegt og heiður fyrir mig og mína fjölskyldu að vera orðinn fulltrúi Manchester City. Þetta gleður þau og það gleður mig að sjá drauma mína rætast. Síðustu tvær leiktíðir hafa verið frábærar en þetta er bara byrjunin hjá mér,“ sagði Marmoush. Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Marmoush, sem er 25 ára gamall, heru skorað fimmtán mörk í sautján deildarleikjum í Þýskalandi á þessari leiktíð og er næstmarkahæstur þar, á eftir Harry Kane. Með komu Marmoush má segja að skarð Julian Alvarez, sem seldur var til Atlético Madrid síðasta sumar, sé loksins fyllt og ljóst að honum er ætlað að létta á pressunni á að Erling Haaland skori mörk í hverjum leik fyrir City. City hefur einnig tryggt sér Vitor Reis, 19 ára brasilískan varnarmann frá Palmeiras, og Abdukodir Khusanov, 20 ára Úsbekista frá Lens, og samtals varið jafnvirði rúmlega 21 milljarðs króna í þessa þrjá nýju leikmenn. 🚨 Manchester City in the January transfer window:🇪🇬 Omar Marmoush: €75M🇺🇿 Abdukodir Khusanov: €40M🇧🇷 Vitor Reis: €35M🇳🇴 Erling Haaland: 9-and-a-half year contract ✍️ pic.twitter.com/Whf4JjtwLD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 23, 2025 Búist er við því að Marmoush megi spila gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en hann má hins vegar ekki spila leikinn mikilvæga við Club Brugge næsta miðvikudag, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Þann leik verður City að vinna til að Marmoush geti spilað í keppninni á þessari leiktíð. „Manchester City hefur verið eitt stærsta félag heims síðustu tíu ár svo það var aldrei vafi í mínum huga,“ sagði Marmoush eftir komuna til City. Þessi 25 ára gamli leikmaður skrifaði undir samning sem gildir til júní 2029. „Það er ánægjulegt og heiður fyrir mig og mína fjölskyldu að vera orðinn fulltrúi Manchester City. Þetta gleður þau og það gleður mig að sjá drauma mína rætast. Síðustu tvær leiktíðir hafa verið frábærar en þetta er bara byrjunin hjá mér,“ sagði Marmoush.
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira