Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar 23. janúar 2025 14:30 Missir getur ögrað hugmyndum okkar um lífið og tilveruna; syrgjandi getur farið að efast um að veröldin sé góður staður, að veröldin sé skiljanleg og að maður sjálfur sé mikils virði. Þegar maður fær ekki að lifa lífinu sem maður ætlaði að lifa er ekki skrítið að hugmyndaheimurinn verði dekkri en hann var. Sorgarúrvinnsla er alltaf líka leit að merkingu bæði hjá ungum sem öldnum og eitt af verkefnunum sem syrgjendur standa frammi fyrir er að aðlaga sig að nýjum veruleika sem er breyttur. Hvernig læri ég að elska lífið sem ég ætlaði mér ekki að lifa? Oft hriktir líka í andlegri tilveru þeirra sem missa ástvin og sambandi syrgjenda við Guð en ýmsar tilvistarspurningar um tilgang og merkingu geta reynt verulega á, sérstaklega vegna þess að oft liggja svörin ekki á lausu. Þegar börn og unglingar standa frammi fyrir svona grundvallarspurningum um lífið þá skiptir máli hver niðurstaðan verður. Það skiptir ekki endilega máli hvert svarið er nákvæmlega heldur hvernig það er. Svörin við spurningum á borð við; er veröldin góður staður? Hvers virði er þetta líf? Er ég dýrmæt manneskja? geta auðvitað verið mjög fjölbreytt og sjaldnast svart/hvít en það sem skiptir grundvallarmáli er að þau svör sem fæðast fram innra með fólki séu ekki kolsvört og full af neikvæðni. Allar rannsóknir á sorgarúrvinnslu ungs fólks sína að þegar börn og unglingar komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á neitt að treysta í þessari tilveru, að það sé ekki von á neinu góðu frá öðru fólki og að þau sjálf séu valdalaus og lítils virði þá fer sorgin inn á neikvæðar og niðurbrjótandi brautir. Svör við tilvistarspurningum verða ekki til í tómarúmi. Þau eru að miklu leyti byggð á reynslu okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að vera tilbúin að taka þessa glímu með ungu fólki án þess að ætla að vera með öll svör á reiðum höndum. Þegar ungt fólk finnur að það er tekið mark á þeim og að umhverfinu er ekki sama um þau auk þess að gera ráð fyrir þeirra kröftum eykur það líkurnar á að það komist að þeirri niðurstöðu að þau séu mikils virði. Þegar syrgjandi finnur eftir missi að nærsamfélagið tekur nærri sér þeirra sársauka og langar til að leggja sitt af mörkum með samúðarkveðjum og hugulsömum gjörðum byggir það undir þá niðurstöðu að þessi veröld sé þrátt fyrir allt líka falleg og góð. Niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að jafnvel þegar manneskjur eiga mjög erfitt með að finna nokkra merkingu í sínum missi og ströggla við að finna tilgang í framhaldinu er það forvörn að geta samt sem áður komið auga á sinn eigin vöxt í gegnum lífsreynsluna og sársaukann. Margt fólk tjáir sig um það þegar líður frá áfalli að það hefði aldrei trúað því að óreyndu að það byggi yfir þeim styrk sem það svo gerði. Reynslan gerði það að verkum að það varð að búa sér til bjargráð sem síðan nýttust á öðrum sviðum lífsins og gerðu þeim kleift að takast á við önnur krefjandi verkefni. Að finna með þeim hætti að maður ræður við erfiða hluti styrkir sjálfsmynd og eykur hugrekki. Til þess að ungmenni upplifi að þau hafi þrátt fyrir allt eitthvað vald í eigin lífi og getu til að takast á við erfiðleika þurfa þau að finna að fólkið í kringum þau hefur trú á þeim og styður þau frekar í að mæta erfiðleikum heldur en að reyna að forða þeim alltaf undan þeim. Að leyfa börnum að taka þátt í útfararsiðum, að ræða við þau um hlutina frekar en að þegja um þá og taka mark á vilja þeirra eru dæmi um leiðir til að efla sjálftraust ungra syrgjenda. Við þurfum öll að eiga okkur lífssögu sem er skiljanleg og merkingarbær jafnvel þó að hún innihaldi erfiða kafla og við verðum að hafa trú á tilgangi og getu söguhetjunnar. Er það ekki á ábyrgð okkar sem eldri eru að færa unga fólkinu reglulega sannanir fyrir því að þetta líf og þau sjálf séu mikils virði? Að þau megi líka eiga von á góðu frá öðru fólki og að þau hafi það sem þarf til að takast á við eigin sögu? Höfundur er Sr. Matthildur Bjarnadóttir er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Missir getur ögrað hugmyndum okkar um lífið og tilveruna; syrgjandi getur farið að efast um að veröldin sé góður staður, að veröldin sé skiljanleg og að maður sjálfur sé mikils virði. Þegar maður fær ekki að lifa lífinu sem maður ætlaði að lifa er ekki skrítið að hugmyndaheimurinn verði dekkri en hann var. Sorgarúrvinnsla er alltaf líka leit að merkingu bæði hjá ungum sem öldnum og eitt af verkefnunum sem syrgjendur standa frammi fyrir er að aðlaga sig að nýjum veruleika sem er breyttur. Hvernig læri ég að elska lífið sem ég ætlaði mér ekki að lifa? Oft hriktir líka í andlegri tilveru þeirra sem missa ástvin og sambandi syrgjenda við Guð en ýmsar tilvistarspurningar um tilgang og merkingu geta reynt verulega á, sérstaklega vegna þess að oft liggja svörin ekki á lausu. Þegar börn og unglingar standa frammi fyrir svona grundvallarspurningum um lífið þá skiptir máli hver niðurstaðan verður. Það skiptir ekki endilega máli hvert svarið er nákvæmlega heldur hvernig það er. Svörin við spurningum á borð við; er veröldin góður staður? Hvers virði er þetta líf? Er ég dýrmæt manneskja? geta auðvitað verið mjög fjölbreytt og sjaldnast svart/hvít en það sem skiptir grundvallarmáli er að þau svör sem fæðast fram innra með fólki séu ekki kolsvört og full af neikvæðni. Allar rannsóknir á sorgarúrvinnslu ungs fólks sína að þegar börn og unglingar komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á neitt að treysta í þessari tilveru, að það sé ekki von á neinu góðu frá öðru fólki og að þau sjálf séu valdalaus og lítils virði þá fer sorgin inn á neikvæðar og niðurbrjótandi brautir. Svör við tilvistarspurningum verða ekki til í tómarúmi. Þau eru að miklu leyti byggð á reynslu okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að vera tilbúin að taka þessa glímu með ungu fólki án þess að ætla að vera með öll svör á reiðum höndum. Þegar ungt fólk finnur að það er tekið mark á þeim og að umhverfinu er ekki sama um þau auk þess að gera ráð fyrir þeirra kröftum eykur það líkurnar á að það komist að þeirri niðurstöðu að þau séu mikils virði. Þegar syrgjandi finnur eftir missi að nærsamfélagið tekur nærri sér þeirra sársauka og langar til að leggja sitt af mörkum með samúðarkveðjum og hugulsömum gjörðum byggir það undir þá niðurstöðu að þessi veröld sé þrátt fyrir allt líka falleg og góð. Niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að jafnvel þegar manneskjur eiga mjög erfitt með að finna nokkra merkingu í sínum missi og ströggla við að finna tilgang í framhaldinu er það forvörn að geta samt sem áður komið auga á sinn eigin vöxt í gegnum lífsreynsluna og sársaukann. Margt fólk tjáir sig um það þegar líður frá áfalli að það hefði aldrei trúað því að óreyndu að það byggi yfir þeim styrk sem það svo gerði. Reynslan gerði það að verkum að það varð að búa sér til bjargráð sem síðan nýttust á öðrum sviðum lífsins og gerðu þeim kleift að takast á við önnur krefjandi verkefni. Að finna með þeim hætti að maður ræður við erfiða hluti styrkir sjálfsmynd og eykur hugrekki. Til þess að ungmenni upplifi að þau hafi þrátt fyrir allt eitthvað vald í eigin lífi og getu til að takast á við erfiðleika þurfa þau að finna að fólkið í kringum þau hefur trú á þeim og styður þau frekar í að mæta erfiðleikum heldur en að reyna að forða þeim alltaf undan þeim. Að leyfa börnum að taka þátt í útfararsiðum, að ræða við þau um hlutina frekar en að þegja um þá og taka mark á vilja þeirra eru dæmi um leiðir til að efla sjálftraust ungra syrgjenda. Við þurfum öll að eiga okkur lífssögu sem er skiljanleg og merkingarbær jafnvel þó að hún innihaldi erfiða kafla og við verðum að hafa trú á tilgangi og getu söguhetjunnar. Er það ekki á ábyrgð okkar sem eldri eru að færa unga fólkinu reglulega sannanir fyrir því að þetta líf og þau sjálf séu mikils virði? Að þau megi líka eiga von á góðu frá öðru fólki og að þau hafi það sem þarf til að takast á við eigin sögu? Höfundur er Sr. Matthildur Bjarnadóttir er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun