Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 21:23 Tilskipanirnar eru mikið reiðarslag fyrir bandaríska borgara. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. Fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að óskráðir innflytjendur, sem grunaðir eru um þjófnað eða ofbeldisglæpi, skuli settir í varðhald. Lögin eru í takt við breytta stefnu í innflytjendamálum eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudag. Margir innflytjendur óttast að yfirgefa heimili sín og senda börnin í skóla. Á fyrstu dögum sínum í embætti skrifaði Trump undir fjölda tilskipana, svo sem að lýsa yfir neyðarstigi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ásamt því að gera það erfiðara fyrir innflytjendur að sækja um hæli í landinu. Hann undirritaði einnig tilskipun um að stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum væri sú að einungis séu tvö kyn, karl og kona. Þá hafa stjórnvöld skipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem starfað hafa að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi í leyfi. Þessu starfsfólki á að segja upp um áramótin. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, segir nýjar tilskipanir Trump, ásamt nýja frumvarpinu, mikið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn en einnig allan heiminn. „Á þessum fyrstu klukkustundum Trumps í embætti þá vill hann innleiða og setur fram þessar tilskipanir þess eðlis að draga til baka réttindi sem eru bæði stjórnarskrárvarin og réttindi sem hefur verið barist fyrir í gegnum árin og áratugina. Þetta er mikið reiðarslag fyrir réttindi hinsegin fólks, innflytjenda, flóttafólks. Við sjáum þarna að hann er víða að grafa undan mannréttindum borgarana,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi. „Þetta er auðvitað eitt valdamesta embætti heims. Hann setur ákveðið fordæmi og gefur kannski svigrúm fyrir önnur ríki til að fara svipaðar stefnumál í huga. Auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa hvaða áhrif þetta hefur á borgara Bandaríkjanna og svo hvaða áhrif hefur þetta á líf fólks um allan heim.“ Aðgerðir Trump koma Önnu samt sem ekki á óvart. „Við sjáum líka hann draga sig úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, hann dregur Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Þetta hefur víðtækar afleiðingar, bæði fyrir borgara Bandaríkjanna en líka út um allan heim,“ segir Anna. Anna segir Amnesty International muni fylgjast með stöðunni í Bandaríkjunum. „Við berjumst fyrir mannréttindum um heim allan en það skiptir ekki máli hver situr í sætinu í Hvíta húsinu.“ Mannréttindi Donald Trump Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að óskráðir innflytjendur, sem grunaðir eru um þjófnað eða ofbeldisglæpi, skuli settir í varðhald. Lögin eru í takt við breytta stefnu í innflytjendamálum eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudag. Margir innflytjendur óttast að yfirgefa heimili sín og senda börnin í skóla. Á fyrstu dögum sínum í embætti skrifaði Trump undir fjölda tilskipana, svo sem að lýsa yfir neyðarstigi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ásamt því að gera það erfiðara fyrir innflytjendur að sækja um hæli í landinu. Hann undirritaði einnig tilskipun um að stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum væri sú að einungis séu tvö kyn, karl og kona. Þá hafa stjórnvöld skipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem starfað hafa að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi í leyfi. Þessu starfsfólki á að segja upp um áramótin. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, segir nýjar tilskipanir Trump, ásamt nýja frumvarpinu, mikið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn en einnig allan heiminn. „Á þessum fyrstu klukkustundum Trumps í embætti þá vill hann innleiða og setur fram þessar tilskipanir þess eðlis að draga til baka réttindi sem eru bæði stjórnarskrárvarin og réttindi sem hefur verið barist fyrir í gegnum árin og áratugina. Þetta er mikið reiðarslag fyrir réttindi hinsegin fólks, innflytjenda, flóttafólks. Við sjáum þarna að hann er víða að grafa undan mannréttindum borgarana,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi. „Þetta er auðvitað eitt valdamesta embætti heims. Hann setur ákveðið fordæmi og gefur kannski svigrúm fyrir önnur ríki til að fara svipaðar stefnumál í huga. Auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa hvaða áhrif þetta hefur á borgara Bandaríkjanna og svo hvaða áhrif hefur þetta á líf fólks um allan heim.“ Aðgerðir Trump koma Önnu samt sem ekki á óvart. „Við sjáum líka hann draga sig úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, hann dregur Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Þetta hefur víðtækar afleiðingar, bæði fyrir borgara Bandaríkjanna en líka út um allan heim,“ segir Anna. Anna segir Amnesty International muni fylgjast með stöðunni í Bandaríkjunum. „Við berjumst fyrir mannréttindum um heim allan en það skiptir ekki máli hver situr í sætinu í Hvíta húsinu.“
Mannréttindi Donald Trump Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira