Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 11:10 Hér má sjá yfirlitsmynd af slysstað. RNSA Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þann 16. janúar 2024 hafi BMW fólksbifreið verið ekið suður Vesturlandsveg við Hvalfjarðarveg norðan Hvalfjarðar. Á sama tíma hafi tveimur vörubifreiðum verið ekið úr gagnstæðri átt norður Vesturlandsveg. Í mjúkri hægri beygju hafi BMW bifreiðinni verið ekið yfir á vinstri vegarhelming akbrautarinnar utan í hlið fremri vörubifreiðarinnar og eftirvagns sem vörubifreiðin dró. Í framhaldi hafi fólksbifreiðin lent framan á vinstra framhorni aftari vörubifreiðarinnar. Talsverð aflögun Í skýrslunni segir að báðir um borð í bílnum hafi verið í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en farþeginn hafi hlotið alvarlega áverka og verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumenn vörubifreiðanna hafi ekki slasast alvarlega. BMW fólksbifreiðin hafi verið fjögurra dyra og díselknúin. Nýskráning hafi verið í mars 2015. Bifreiðin hafi átt næstu aðalskoðun í maí 2024 og verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn.RNSA Við áreksturinn hafi orðið talsverð aflögun inn í fólksrými bifreiðarinnar ökumannsmegin. BMW bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Ekkert í niðurstöðum bíltæknirannsóknarinnar hafi bent til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bifreiðarinnar. Ekkert athugavert við aksturslagið BMW bifreiðin hafi verið í aflíðandi hægri beygju þegar slysið varð við nyrðri gatnamót Hvalfjarðarvegar. Samkvæmt vitnisburði farþega BMW fólksbifreiðarinnar hafi ökumaður og farþegi verið á leið til Reykjavíkur og hefðu ekið í um tuttugu mínútur þegar slysið varð. Að sögn farþega hafi ökumaðurinn verið reyndur bílstjóri og úthvíldur þegar lagt var af stað. Hann hafi ekki sýnt merki um syfju og verið vel vakandi. Þá ekkert ytra áreiti verið, svo sem útvarp eða sími sem truflaði aksturinn. Það hafi gengið á með éljum en samkvæmt frásögn farþega hafi vegur verið auður og þurr skömmu fyrir slysið. „Þegar BMW bifreiðin var við að mæta fremri vörubifreiðinni þá hafi allt í einu skollið á hvítt hríðarkóf, útsýn horfið og bifreið þeirra farið utan í vörubifreiðina.“ Samkvæmt vitnisburði ökumanns fremri vörubifreiðarinnar hafi ekkert verið athugavert við aksturslag fólksbifreiðarinnar áður en hún lenti aftarlega á bifreið hans, síðan á eftirvagninum og í kjölfar þess á vörubifreiðinni sem á eftir honum kom. Samkvæmt vitnisburði ökumanns aftari vörubifreiðarinnar hafi hann ekki tekið eftir fólksbifreiðinni fyrr en hann sá hana hafna utan í fremri vörubifreiðinni og þá hafi hann hemlað. Ökumaður bifreiðar sem ekið var á eftir vörubifreiðunum hafi kveðist hafa séð þegar BMW bifreiðin missti veggrip í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst utan í fremri vörubifreiðina og síðan framan á seinni vörubifreiðina og endað svo utan vegar. Veðurskilyrði aðrar orsakir Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið að ökumaður BMW bifreiðarinnar ók yfir á gagnstæðan vegarhelming og utan í vörubifreið sem ekið var í gagnstæða átt og framan á aðra vörubifreið sem ekið var á eftir fyrri vörubifreiðinni. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þegar veðurskilyrði versnuðu skyndilega og hann missti útsýn. Umferðaröryggi Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þann 16. janúar 2024 hafi BMW fólksbifreið verið ekið suður Vesturlandsveg við Hvalfjarðarveg norðan Hvalfjarðar. Á sama tíma hafi tveimur vörubifreiðum verið ekið úr gagnstæðri átt norður Vesturlandsveg. Í mjúkri hægri beygju hafi BMW bifreiðinni verið ekið yfir á vinstri vegarhelming akbrautarinnar utan í hlið fremri vörubifreiðarinnar og eftirvagns sem vörubifreiðin dró. Í framhaldi hafi fólksbifreiðin lent framan á vinstra framhorni aftari vörubifreiðarinnar. Talsverð aflögun Í skýrslunni segir að báðir um borð í bílnum hafi verið í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en farþeginn hafi hlotið alvarlega áverka og verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumenn vörubifreiðanna hafi ekki slasast alvarlega. BMW fólksbifreiðin hafi verið fjögurra dyra og díselknúin. Nýskráning hafi verið í mars 2015. Bifreiðin hafi átt næstu aðalskoðun í maí 2024 og verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn.RNSA Við áreksturinn hafi orðið talsverð aflögun inn í fólksrými bifreiðarinnar ökumannsmegin. BMW bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Ekkert í niðurstöðum bíltæknirannsóknarinnar hafi bent til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bifreiðarinnar. Ekkert athugavert við aksturslagið BMW bifreiðin hafi verið í aflíðandi hægri beygju þegar slysið varð við nyrðri gatnamót Hvalfjarðarvegar. Samkvæmt vitnisburði farþega BMW fólksbifreiðarinnar hafi ökumaður og farþegi verið á leið til Reykjavíkur og hefðu ekið í um tuttugu mínútur þegar slysið varð. Að sögn farþega hafi ökumaðurinn verið reyndur bílstjóri og úthvíldur þegar lagt var af stað. Hann hafi ekki sýnt merki um syfju og verið vel vakandi. Þá ekkert ytra áreiti verið, svo sem útvarp eða sími sem truflaði aksturinn. Það hafi gengið á með éljum en samkvæmt frásögn farþega hafi vegur verið auður og þurr skömmu fyrir slysið. „Þegar BMW bifreiðin var við að mæta fremri vörubifreiðinni þá hafi allt í einu skollið á hvítt hríðarkóf, útsýn horfið og bifreið þeirra farið utan í vörubifreiðina.“ Samkvæmt vitnisburði ökumanns fremri vörubifreiðarinnar hafi ekkert verið athugavert við aksturslag fólksbifreiðarinnar áður en hún lenti aftarlega á bifreið hans, síðan á eftirvagninum og í kjölfar þess á vörubifreiðinni sem á eftir honum kom. Samkvæmt vitnisburði ökumanns aftari vörubifreiðarinnar hafi hann ekki tekið eftir fólksbifreiðinni fyrr en hann sá hana hafna utan í fremri vörubifreiðinni og þá hafi hann hemlað. Ökumaður bifreiðar sem ekið var á eftir vörubifreiðunum hafi kveðist hafa séð þegar BMW bifreiðin missti veggrip í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst utan í fremri vörubifreiðina og síðan framan á seinni vörubifreiðina og endað svo utan vegar. Veðurskilyrði aðrar orsakir Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið að ökumaður BMW bifreiðarinnar ók yfir á gagnstæðan vegarhelming og utan í vörubifreið sem ekið var í gagnstæða átt og framan á aðra vörubifreið sem ekið var á eftir fyrri vörubifreiðinni. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þegar veðurskilyrði versnuðu skyndilega og hann missti útsýn.
Umferðaröryggi Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira