Árásin gæti verið sú stærsta frá Úkraínu hingað til. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 121 dróna hafa verið skotinn niður yfir þrettán héruðum landsins. Þar á meðal hafi sex drónar verið skotnir niður yfir Moskvu.
Olíuvinnslustöðin í Ryazan er ein af stærstu olíuvinnslum Rússlands. Herforingjaráð Úkraínu segir árásina á vinnslustöðina lið í kerfisbundnum árásum á olíuinnviði Rússlands. Þær muni halda áfram þar til Rússar hörfi frá Úkraínu.
Myndbönd frá henni sýna mikið eldhaf þar og fólk flýja á hlaupum.
Large fire at Ryazan oil refinery reportedly after UA aerial attack, early morning 24 JAN 2025.
— D. mojavensis 🇺🇲 🇺🇦 (@Dmojavensis) January 24, 2025
Highly likely POV ~ 54.55915, 39.76914@GeoConfirmed
Src: https://t.co/7KpYk97ElI
Geolocation: 🧵🔽 pic.twitter.com/CFE7jihJWF
Í yfirlýsingum frá Úkraínumönnum kemur meðal annars fram að um níutíu prósent af því sem framleitt sé í verksmiðjunni í Bryansk sé notað til framleiðslu hergagna. Þar á meðal framleiði verksmiðjan íhluti í flugskeyti í loftvarnarkerfi, í langdrægar skotflaugar og orrustuþotur.
Оператори 14-го окремого полку БпАК СБС уразили завод мікроелектроніки “Кремній Ел” у Брянську. 90% продукції заводу постачається підприємствам російського ВПК. На заводі виготовляються компоненти мікросхем, що використовуються у зенітних ракетних комплексах С-300/400, ЗРГК… pic.twitter.com/U7tMEkhpiR
— 14th UAS Regiment (@14reg_army) January 24, 2025
RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir sex dróna hafa vera flogið á verksmiðjuna og að henni hafi verið lokað. Engan mun hafa sakað.
Mikill eldur er sagður hafa kviknað í verksmiðjunni en BBC hefur eftir ríkisstjóra Bryansk að viðbragðssveitir séu að störfum í verksmiðjunni en hve umfangsmiklar skemmdirnar eru liggur ekki fyrir.
More from Bryansk. At least two hits were recorded on the Kremniy EL plant. https://t.co/PHlT2eY1Bb pic.twitter.com/8SIRDY1xAP
— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) January 23, 2025
New footage has emerged of a fire at one of the largest Russian oil refineries in Ryazan. It was attacked by drones during the night. Local residents complain that the whole city stinks of cinders. pic.twitter.com/UFiwQfXQEA
— NEXTA (@nexta_tv) January 24, 2025