Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 21:49 Logi Geirsson átti erfitt með að trúa því að íslenska landsliðið væri svo gott sem úr leik á HM í handbolta þrátt fyrir að hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína. Vísir/Vilhelm Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? „Það er rosalega margt sem fer í gegnum höfuðið á mér,“ sagði Logi í útsendingu Ríkissjónvarpsins í kvöld. „Ég vil fyrst hrósa Degi fyrir að setja þennan leik vel upp,“ sagði Logi. Hann benti á það að Gunnar Magnússon og Dagur hafi fundið réttu leiðina til að trufla leik íslenska liðsins með þessari framliggjandi 5:1 vörn. „Óli segir undanúrslit en núna er þetta farið úr okkar höndum en við vorum svona frá því að fara í átta liða úrslitin,“ sagði Logi. „Núna þurfum við að bíða eftir leik. Við spilum leik á móti Argentínu og við þurfum að treysta á önnur úrslit núna,“ sagði Logi. „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Logi. Ólafur Stefánsson er mjög svartsýnn á það að úrslitin verði íslenska liðinu hagstæð í lokaumferðinni. „Já það er mjög ólíklegt. Slóvenar munu ekki hafa að neinu að keppa og Króatar hafa að öllu að keppa. Ég held að það séu svona níutíu prósent líkur á því að þeir vinni þann leik,“ sagði Ólafur. „Reynsla er eitthvað sem maður fær stuttu eftir að maður þarf á henni að halda. Við vorum að fá mikið þarna í reynslubankann. Auðvitað viljum við ekki sjá það,“ sagði Ólafur. „Ég stend við það að við vorum betri en við höfum nokkurn tímann verið í mjög langan tíma í þessu móti. Við verðum bara að byggja á því áfram. Nota þá þetta sjokk og halda bara áfram,“ sagði Ólafur. Logi var sérstaklega ósáttur með leikstjórn Snorra Steins í leiknum. Það að hann hafi aldrei sett Þorsteinn Leó Gunnarsson inn á völlinn og hversu lítið Haukur Þrastarson fékk að spila. Sérfræðingarnir voru sammála um það að þessi varnarleikur Króata hentaði ekki þeim Janusi Daða Smárasyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
„Það er rosalega margt sem fer í gegnum höfuðið á mér,“ sagði Logi í útsendingu Ríkissjónvarpsins í kvöld. „Ég vil fyrst hrósa Degi fyrir að setja þennan leik vel upp,“ sagði Logi. Hann benti á það að Gunnar Magnússon og Dagur hafi fundið réttu leiðina til að trufla leik íslenska liðsins með þessari framliggjandi 5:1 vörn. „Óli segir undanúrslit en núna er þetta farið úr okkar höndum en við vorum svona frá því að fara í átta liða úrslitin,“ sagði Logi. „Núna þurfum við að bíða eftir leik. Við spilum leik á móti Argentínu og við þurfum að treysta á önnur úrslit núna,“ sagði Logi. „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Logi. Ólafur Stefánsson er mjög svartsýnn á það að úrslitin verði íslenska liðinu hagstæð í lokaumferðinni. „Já það er mjög ólíklegt. Slóvenar munu ekki hafa að neinu að keppa og Króatar hafa að öllu að keppa. Ég held að það séu svona níutíu prósent líkur á því að þeir vinni þann leik,“ sagði Ólafur. „Reynsla er eitthvað sem maður fær stuttu eftir að maður þarf á henni að halda. Við vorum að fá mikið þarna í reynslubankann. Auðvitað viljum við ekki sjá það,“ sagði Ólafur. „Ég stend við það að við vorum betri en við höfum nokkurn tímann verið í mjög langan tíma í þessu móti. Við verðum bara að byggja á því áfram. Nota þá þetta sjokk og halda bara áfram,“ sagði Ólafur. Logi var sérstaklega ósáttur með leikstjórn Snorra Steins í leiknum. Það að hann hafi aldrei sett Þorsteinn Leó Gunnarsson inn á völlinn og hversu lítið Haukur Þrastarson fékk að spila. Sérfræðingarnir voru sammála um það að þessi varnarleikur Króata hentaði ekki þeim Janusi Daða Smárasyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira