KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 10:35 Nimrod Hilliard og Sigtryggur Arnar Björnsson í rimmu. Vísir/Anton Brink Nimrod Hilliard er Bandaríkjamaðurinn í liði KR í Bónus-deildinni í körfubolta. Hann hefur glímt talsvert við meiðsli en hefur KR efni á því að vera að pæla í hvort að Nimrod verði heill út tímabilið? Þessari spurningu velti Stefán Árni Pálsson upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld og stutta svarið frá Ómari Erni Sævarssyni var skýrt: „Nei.“ KR situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppni, en er reyndar með jafnmörg stig og Þór Þ. sem er í 5. sæti, svo staðan er mjög jöfn þegar 15 umferðum af 22 er lokið. En ætti KR að treysta á Nimrod áfram? „Ég held að þetta sé of tæpt. Eru KR-ingar öruggir um úrslitakeppnina? Ég held að þeir séu öruggir um að falla ekki. En ef að KR ætlar að komast í úrslitakeppnina og mögulega gera einhvern usla þar, þá held ég að það sé allt of tæpt að leikmaður sem á þessum tímapunkti hefur verið mikið meiddur,“ sagði Ómar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Hvað á KR að gera við Nimrod? Nimrod kom til KR-inga á miðju tímabili í fyrra. „Mér finnst eins og hann hafi aldrei hundrað prósent náð sér af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Eins og staðan á honum er þá lifir hann ekki af úrslitakeppni, þegar tveir dagar eru á milli leikja,“ sagði Ómar. En hver er lausnin? „Ég væri löngu búinn að leita að öðrum leikmanni fyrir hann, og skipta honum út. Mestu rökin sem ég skil eru að hann vinni svo gott starf fyrir klúbbinn. Sé að gera ýmsa aðra hluti utan vallarins. En þegar KR-ingar segja það finnst mér þeir vera að viðurkenna að hann sé ekki nægilega góður, eða nægilega heill, fyrir KR-liðið. Ef KR ætlar að gera eitthvað þá er bara maðurinn meiddur og ekki að fara að lifa af úrslitakeppnina,“ sagði Ómar. Helgi Már Magnússon, sem þekkir Nimrod býsna vel því þeir þjálfa saman í yngri flokkum KR, sagði: „Þetta er ótrúlega óþægileg staða. Ég held að hann sé ekki lengi frá núna. Þetta er óþægileg staða fyrir Jakob þjálfara, að hafa þetta hangandi yfir sér. Hann er búinn að vera frábær í vetur, það er ástæðan fyrir því að það er ekki búið að senda hann heim, og hann er leiðtogi í liðinu. Hann er að þjálfa með mér, nota bene, og er flottur í því, en það er ekki ástæðan fyrir því að hann er hérna. Hann er að standa sig mjög vel, er leiðtogi og leiðir liðið áfram. Ég myndi ekki tíma því að senda hann heim. Ég held að lausnin sé að finna Bosman-leikmann, sem getur spilað með Nimrod. Þegar hann dettur út þá geti sá maður séð um boltann og stýrt hlutunum. Það er erfitt að finna svona mann en ég er viss um að hann er til. Geggjað svo ef að þeir gætu spilað saman,“ sagði Helgi. Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Þessari spurningu velti Stefán Árni Pálsson upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld og stutta svarið frá Ómari Erni Sævarssyni var skýrt: „Nei.“ KR situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppni, en er reyndar með jafnmörg stig og Þór Þ. sem er í 5. sæti, svo staðan er mjög jöfn þegar 15 umferðum af 22 er lokið. En ætti KR að treysta á Nimrod áfram? „Ég held að þetta sé of tæpt. Eru KR-ingar öruggir um úrslitakeppnina? Ég held að þeir séu öruggir um að falla ekki. En ef að KR ætlar að komast í úrslitakeppnina og mögulega gera einhvern usla þar, þá held ég að það sé allt of tæpt að leikmaður sem á þessum tímapunkti hefur verið mikið meiddur,“ sagði Ómar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Hvað á KR að gera við Nimrod? Nimrod kom til KR-inga á miðju tímabili í fyrra. „Mér finnst eins og hann hafi aldrei hundrað prósent náð sér af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Eins og staðan á honum er þá lifir hann ekki af úrslitakeppni, þegar tveir dagar eru á milli leikja,“ sagði Ómar. En hver er lausnin? „Ég væri löngu búinn að leita að öðrum leikmanni fyrir hann, og skipta honum út. Mestu rökin sem ég skil eru að hann vinni svo gott starf fyrir klúbbinn. Sé að gera ýmsa aðra hluti utan vallarins. En þegar KR-ingar segja það finnst mér þeir vera að viðurkenna að hann sé ekki nægilega góður, eða nægilega heill, fyrir KR-liðið. Ef KR ætlar að gera eitthvað þá er bara maðurinn meiddur og ekki að fara að lifa af úrslitakeppnina,“ sagði Ómar. Helgi Már Magnússon, sem þekkir Nimrod býsna vel því þeir þjálfa saman í yngri flokkum KR, sagði: „Þetta er ótrúlega óþægileg staða. Ég held að hann sé ekki lengi frá núna. Þetta er óþægileg staða fyrir Jakob þjálfara, að hafa þetta hangandi yfir sér. Hann er búinn að vera frábær í vetur, það er ástæðan fyrir því að það er ekki búið að senda hann heim, og hann er leiðtogi í liðinu. Hann er að þjálfa með mér, nota bene, og er flottur í því, en það er ekki ástæðan fyrir því að hann er hérna. Hann er að standa sig mjög vel, er leiðtogi og leiðir liðið áfram. Ég myndi ekki tíma því að senda hann heim. Ég held að lausnin sé að finna Bosman-leikmann, sem getur spilað með Nimrod. Þegar hann dettur út þá geti sá maður séð um boltann og stýrt hlutunum. Það er erfitt að finna svona mann en ég er viss um að hann er til. Geggjað svo ef að þeir gætu spilað saman,“ sagði Helgi.
Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira