„Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 11:47 Kyle Walker kveðst þakklátur fyrir allar leiðbeiningarnar frá Pep Guardiola. Getty/Martin Rickett Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. Í lánssamningnum er möguleiki fyrir Milan á að kaupa þennan 34 ára gamla varnarmann í sumar. Walker verður fjórði Englendingurinn í liði Milan á eftir Tammy Abraham, Ruben Loftus-Cheek og Fikayo Tomori. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn Parma á morgun. City verður hins vegar að spjara sig án Walkers þegar liðið tekur á móti Chelsea síðdegis í dag, og hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi: „Hann ákvað að fara,“ sagði Spánverjinn og bætti síðar við: „Harðasti, fljótasti og sterkasti leikmaðurinn sem maður hefur ákveður að fara frá félaginu.“ Walker sendi frá sér langa yfirlýsingu á Instagram þar sem hann þakkaði meðal annars Guardiola fyrir tímann hjá félaginu, en Walker lék með City frá árinu 2017 og vann meðal annars sex Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. „Við Pep Guardiola vil ég segja; Takk fyrir að hafa trú á mér og leggja svona mikið á þig til að fá mig hingað 2017. Saman fögnuðum við 17 titlum og undir þinni handleiðslu varð ég að þeim leikmanni sem ég er í dag. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði Walker. Hann hefur leikið 319 leiki fyrir City en lék sinn síðasta leik gegn West Ham 4. janúar og lét Guardiola í kjölfarið vita að hann vildi fara frá félaginu. City hefur verið líflegt á félagaskiptamarkaðnum í janúar og fest kaup á þremur nýjum leikmönnum, eða þeim Omar Marmoush frá Frankfurt, Vitor Reis frá Palmeiras og Abdukodir Khusanov frá Lens. Enski boltinn Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Í lánssamningnum er möguleiki fyrir Milan á að kaupa þennan 34 ára gamla varnarmann í sumar. Walker verður fjórði Englendingurinn í liði Milan á eftir Tammy Abraham, Ruben Loftus-Cheek og Fikayo Tomori. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn Parma á morgun. City verður hins vegar að spjara sig án Walkers þegar liðið tekur á móti Chelsea síðdegis í dag, og hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi: „Hann ákvað að fara,“ sagði Spánverjinn og bætti síðar við: „Harðasti, fljótasti og sterkasti leikmaðurinn sem maður hefur ákveður að fara frá félaginu.“ Walker sendi frá sér langa yfirlýsingu á Instagram þar sem hann þakkaði meðal annars Guardiola fyrir tímann hjá félaginu, en Walker lék með City frá árinu 2017 og vann meðal annars sex Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. „Við Pep Guardiola vil ég segja; Takk fyrir að hafa trú á mér og leggja svona mikið á þig til að fá mig hingað 2017. Saman fögnuðum við 17 titlum og undir þinni handleiðslu varð ég að þeim leikmanni sem ég er í dag. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði Walker. Hann hefur leikið 319 leiki fyrir City en lék sinn síðasta leik gegn West Ham 4. janúar og lét Guardiola í kjölfarið vita að hann vildi fara frá félaginu. City hefur verið líflegt á félagaskiptamarkaðnum í janúar og fest kaup á þremur nýjum leikmönnum, eða þeim Omar Marmoush frá Frankfurt, Vitor Reis frá Palmeiras og Abdukodir Khusanov frá Lens.
Enski boltinn Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira