Hinn heppni heitir Gunnar Gunnarsson og ef marka má Instagram-nafnið hans er hann fæddur árið 1984, en Svala er fædd árið 1977. Sjö ára aldursmunur er því á parinu.
Svala birti myndir frá stefnumótinu í Instagram sögu sína. Þau virtust afar ástfangin ef marka má myndirnar sem fylgdu en þau héldust í hendur og gæddu sér á stórum og miklum eftirrétti sem Svala hrósaði í hástert.

Gunnar er fyrsti kærasti Svölu sem kunnugt er um frá því að hún og Alexander Egholm Alexandersson, eða Lexi Blaze, hættu saman eftir rúmlega árs samband. Samband þeirra vakti athygli á sínum tíma en tuttugu ára aldursmunur er á milli þeirra.