Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2025 10:52 Sigurður Ragnar Kristinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vísir/Vilhelm Tveir sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli hafa viðurkennt að hafa komið að innflutningi bíls hingað til lands, sem innihélt mikið magn af metamfetamín-kristöllum, en þeir segjast ekki hafa verið meðvitaðir um að efnin væru í bílnum. Um er að ræða stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar, en aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu í einu máli hér á landi. Um er að ræða 5,7 kíló, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent „metamfetamínklóíði“. Áður hefur verið greint frá því að Sigurður Ragnar Kristinsson, sem áður hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, sé á meðal sakborninga málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu að fjórir þekktir menn séu grunaðir í málinu, en svo virðist sem fleiri séu grunaðir um aðild sem lögreglan viti ekki endilega hverjir eru. Lögreglan fylgdist vel með Í greinargerð lögreglu segir að áðurnefndur bíll mun hafa komið hingað til lands, sjóleiðis, 11. október síðastliðinn. Við skoðun Tollgæslunnar hafi efnin fundist og þeim verið skipt út fyrir gerviefni. Og í kjölfarið fylgdist lögreglan með sakborningunum. Þann 24. október sóttu tveir sakborningarnir, ásamt þriðja manni sem virðist ekki grunaður í málinu, bílinn og fluttu hann með bílaflutningabíl á ótilgreindan stað í Reykjavík. Þar tók þriðji sakborningurinn við bílnum. Síðar sama dag mun þessi þriðji maður hafa gert tilraun til að ná í fíkniefnin undan bílnum, en án árangurs. Daginn eftir hafi bíllinn svo verið fluttur á annan stað. Þar kemur fjórði sakborningurinn við sögu, en þar er hann sagður hafa losað efnin með aðstoð tveggja ætlaðra samverkamanna. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar ósannfærandi og hinn talaði um kvikmyndaverkefni Í úrskurði sem varðar gæsluvarðhald eins sakborningsins segir að hann hafi gefið „verulega ósannfærandi“ skýringar í tengslum við bílinn, efnin og innflutninginn í skýrslutökum. Hann hafi þó viðurkennt að hafa farið erlendis þar sem gegnið var frá kaupum á bílnum. Hann sagðist þó ekki hafa neina vitneskju um fíkniefni sem voru falin í bílnum. „Að mati lögreglu er ljóst að skýringar kærða eru ekki að fullu í samræmi við rannsóknargögn málsins, heldur ljóst að hlutverk hans sé verulegt í innflutningi fíkniefnanna,“ segir í úrskurðinum. Annar sakborningur hefur viðurkennt að hafa flogið erlendis að aðstoða hinn sakborninginn við að flytja bílinn til landsins. Hann sagði bílinn hafa verið fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í samskiptum við grunaða samverkamenn sem lítur að innflutningi bílsins. Hann neitar því líka að hafa haft vitneskju um fíkniefnin. Hann hafi ekki flutt inn, meðhöndlað eða notað fíkniefni. Lögreglan segir hins vegar að það sé ljóst, meðal annars frá því sem fram komi í hlustun lögreglu, að sakborningurinn hafi haft vitneskju um bæði tegund og magn efnana sem voru falin í bílnum. Greint var frá því í byrjun mánaðar að málið væri komið á borð Héraðssaksóknara. Í úrskurðunum segir að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Um er að ræða stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar, en aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu í einu máli hér á landi. Um er að ræða 5,7 kíló, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent „metamfetamínklóíði“. Áður hefur verið greint frá því að Sigurður Ragnar Kristinsson, sem áður hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, sé á meðal sakborninga málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu að fjórir þekktir menn séu grunaðir í málinu, en svo virðist sem fleiri séu grunaðir um aðild sem lögreglan viti ekki endilega hverjir eru. Lögreglan fylgdist vel með Í greinargerð lögreglu segir að áðurnefndur bíll mun hafa komið hingað til lands, sjóleiðis, 11. október síðastliðinn. Við skoðun Tollgæslunnar hafi efnin fundist og þeim verið skipt út fyrir gerviefni. Og í kjölfarið fylgdist lögreglan með sakborningunum. Þann 24. október sóttu tveir sakborningarnir, ásamt þriðja manni sem virðist ekki grunaður í málinu, bílinn og fluttu hann með bílaflutningabíl á ótilgreindan stað í Reykjavík. Þar tók þriðji sakborningurinn við bílnum. Síðar sama dag mun þessi þriðji maður hafa gert tilraun til að ná í fíkniefnin undan bílnum, en án árangurs. Daginn eftir hafi bíllinn svo verið fluttur á annan stað. Þar kemur fjórði sakborningurinn við sögu, en þar er hann sagður hafa losað efnin með aðstoð tveggja ætlaðra samverkamanna. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar ósannfærandi og hinn talaði um kvikmyndaverkefni Í úrskurði sem varðar gæsluvarðhald eins sakborningsins segir að hann hafi gefið „verulega ósannfærandi“ skýringar í tengslum við bílinn, efnin og innflutninginn í skýrslutökum. Hann hafi þó viðurkennt að hafa farið erlendis þar sem gegnið var frá kaupum á bílnum. Hann sagðist þó ekki hafa neina vitneskju um fíkniefni sem voru falin í bílnum. „Að mati lögreglu er ljóst að skýringar kærða eru ekki að fullu í samræmi við rannsóknargögn málsins, heldur ljóst að hlutverk hans sé verulegt í innflutningi fíkniefnanna,“ segir í úrskurðinum. Annar sakborningur hefur viðurkennt að hafa flogið erlendis að aðstoða hinn sakborninginn við að flytja bílinn til landsins. Hann sagði bílinn hafa verið fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í samskiptum við grunaða samverkamenn sem lítur að innflutningi bílsins. Hann neitar því líka að hafa haft vitneskju um fíkniefnin. Hann hafi ekki flutt inn, meðhöndlað eða notað fíkniefni. Lögreglan segir hins vegar að það sé ljóst, meðal annars frá því sem fram komi í hlustun lögreglu, að sakborningurinn hafi haft vitneskju um bæði tegund og magn efnana sem voru falin í bílnum. Greint var frá því í byrjun mánaðar að málið væri komið á borð Héraðssaksóknara. Í úrskurðunum segir að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tólf ára fangelsi.
Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira