Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 26. janúar 2025 13:45 Trump svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. Þetta kom fram í máli Trumps þegar hann ræddi við blaðamenn í forsetaflugvél sinni Airforce 1 í gær. Þá bætti hann við að allir 57 þúsund íbúar eyjarinnar vildu verða hluti af Bandaríkjunum, sem virðist reyndar ekki vera almenn skoðun grænlensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra Danmerkur, sem og stjórnvöld á Grænlandi, hafa jafnframt lýst því yfir á síðustu vikum að Grænlands sé ekki til sölu. Trump fór mikinn í samtali við fréttamenn um borð í flugvélinni. Hann gaf jafnramt til kynna að hann vildi koma af stað fjöldabrottflutningi Palestínumanna frá Gasa. Jórdanía, Egyptaland og aðrar arabaþjóðir þyrftu að taka við fleiri flóttamönnum af svæðinu. Trump sagði að um væri að ræða um eina og hálfa milljón manns og að raunar væri réttast að „ráðast í allsherjarhreinsun“ á Gasa, eins og hann orðaði það. Sendir tonna sprengjur til Ísraels Þá hrósaði hann jórdönskum yfirvöldum fyrir hve mörgum íbúum á Gasa þau hafa tekið á móti en sagðist hafa beint eftirfarandi tilmælum til Jórdaníukonungs: „Mér þætti vænt um það ef þið tækjuð á móti fleirum, vegna þess að Gasaströndin núna er öll í óreiðu,“ sagði Að auki sagðist Trump hafa fyrirskipað flutning á sprengjum til Ísraels sem en sprengjurnar vega tæpt tonn. Joe Biden, forveri hans, hafði ákveðið að fresta því að senda sprengjurnar áleiðis. Vopnahlé Ísraels og Hamas á Gasa hefur staðið yfir í viku og mun að óbreyttu enda með stríðslokum. „Þeir hafa beðið eftir þeim í langan tíma,“ sagði Trump um sprengjurnar. Aðspurður hvers vegna sprengjurnar hefðu verið sendar til Ísraels svaraði hann: „Vegna þess að þeir keyptu þær“. Donald Trump Ísrael Jórdanía Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Grænland Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Þetta kom fram í máli Trumps þegar hann ræddi við blaðamenn í forsetaflugvél sinni Airforce 1 í gær. Þá bætti hann við að allir 57 þúsund íbúar eyjarinnar vildu verða hluti af Bandaríkjunum, sem virðist reyndar ekki vera almenn skoðun grænlensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra Danmerkur, sem og stjórnvöld á Grænlandi, hafa jafnframt lýst því yfir á síðustu vikum að Grænlands sé ekki til sölu. Trump fór mikinn í samtali við fréttamenn um borð í flugvélinni. Hann gaf jafnramt til kynna að hann vildi koma af stað fjöldabrottflutningi Palestínumanna frá Gasa. Jórdanía, Egyptaland og aðrar arabaþjóðir þyrftu að taka við fleiri flóttamönnum af svæðinu. Trump sagði að um væri að ræða um eina og hálfa milljón manns og að raunar væri réttast að „ráðast í allsherjarhreinsun“ á Gasa, eins og hann orðaði það. Sendir tonna sprengjur til Ísraels Þá hrósaði hann jórdönskum yfirvöldum fyrir hve mörgum íbúum á Gasa þau hafa tekið á móti en sagðist hafa beint eftirfarandi tilmælum til Jórdaníukonungs: „Mér þætti vænt um það ef þið tækjuð á móti fleirum, vegna þess að Gasaströndin núna er öll í óreiðu,“ sagði Að auki sagðist Trump hafa fyrirskipað flutning á sprengjum til Ísraels sem en sprengjurnar vega tæpt tonn. Joe Biden, forveri hans, hafði ákveðið að fresta því að senda sprengjurnar áleiðis. Vopnahlé Ísraels og Hamas á Gasa hefur staðið yfir í viku og mun að óbreyttu enda með stríðslokum. „Þeir hafa beðið eftir þeim í langan tíma,“ sagði Trump um sprengjurnar. Aðspurður hvers vegna sprengjurnar hefðu verið sendar til Ísraels svaraði hann: „Vegna þess að þeir keyptu þær“.
Donald Trump Ísrael Jórdanía Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Grænland Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira