Merkið vakti athygli og einhverjir hafa velt fyrir sér hvort um einskonar tillögu að uppfærðu merki flokksins sé að ræða.
Áslaug Arna sagði í viðtali við fréttastofu að framboðsfundinum loknum að svo væri ekki.
„Þetta er ekki til þess gert. Þetta er merkið mitt, og mér fannst ekki passa að nota merki flokksins í mína persónulegu baráttu,“ sagði Áslaug Arna, sem bætti þó við að hún væri óhrædd við breytingar.
„Ég hef verið óhrædd við að breyta, hvort sem það er í ráðuneytunum, eða að leggja það til við flokkinn hvernig við getum uppfært okkur,“ sagði hún.

Þó að hún sé ánægð með nýja merkið hennar þurfi ekki endilega að breyta gamla Sjálfstæðisfálkanum.
„Ég er ákaflega ánægð með þetta merki, en það á ekki að þýða að við þurfum að breyta þessum gamla góða fálka.“
Fálkinn stendur fyrir sínu?
„Hann gerir það og er fallegur í barminum.“