Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. janúar 2025 14:28 Inga hringdi í Ársæl Guðmundsson skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds Nike-skós barnabarns hennar og minnti hann á áhrif hennar í samfélaginu og tengsl við lögregluna. Inga vildi að gengið yrði í það án hiks að skórnir fyndust. vísir/Egill/Vilhelm Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. Aðdragandi símtals Ingu til skólastjóra var sá að barnabarn hennar sem nemur við skólann hafði glatað dýrum Nike skóm á göngum skólans. Borgarholtsskóli er sokkaskóli í þeim skilningi að nemendur fara úr skónum þegar þeir koma í skólabygginguna og allir eru á inniskóm eða sokkunum á göngum skólans. Skólastjóri ósáttur við símtal frá Ingu Skórnir sem týndust voru samkvæmt heimildum fréttastofu svartir Nike af tegund sem nýtur mikilla vinsælda hjá menntaskólanemum. Skórnir höfðu ekki verið geymdir í skóskáp heldur talið að þeir hefðu gleymst á ganginum. Illa gekk að finna skóna og fór svo að síminn hringdi hjá Ársæli Guðmundssyni skólastjóra. Á línunni var félagsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga allt annað en sátt við það að skórnir væru ekki komnir í leitirnar. Minnti hún á áhrif sín í samfélaginu og vísaði meðal annars til tengsla við lögregluna í því sambandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu blöskraði Ársæli skólastjóra símtalið ef marka má samtöl hans við samkennara og starfsfólk skólans þar sem efni símtalsins kom fram í grófum dráttum eins og rakið hefur verið. Inga frábiður sér svona fréttamennsku Ársæll staðfesti í samtali við Vísi að Inga Sæland hefði hringt í hann. Ársæll vildi ekkert tjá sig um efni símtalsins. Fréttastofa gerði tilraun til að nálgast Ingu að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag en hún gaf ekki kost á viðtölum. Klippa: Inga Sæland bregst ókvæða við spurningu um símtal við skólastjóra Fréttastofa hefur nú í allan morgun reynt að ná tali af Ingu vegna málsins, sem og aðstoðarmönnum hennar þeim Sigurjóni Arnórssyni og Hreiðari Inga Eðvarðssyni, en þau hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttamaður fréttastofu náði að bera upp spurningu varðandi þetta mál við Ingu í lok fundar um hagkvæmt húsnæði en Inga vildi frábiðja sér fréttamennsku af þessu tagi. Þetta kæmi Vísi ekki við. Brot úr viðtalinu sem Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður átti við Ingu um þetta atriði má sjá hér að ofan. Það fylgir sögunni að skórnir týndu komu í leitirnar að lokum. Samnemandi hafði ruglast á skóm en eins og fyrr segir eru um afar vinsæla skótegund að ræða. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira
Aðdragandi símtals Ingu til skólastjóra var sá að barnabarn hennar sem nemur við skólann hafði glatað dýrum Nike skóm á göngum skólans. Borgarholtsskóli er sokkaskóli í þeim skilningi að nemendur fara úr skónum þegar þeir koma í skólabygginguna og allir eru á inniskóm eða sokkunum á göngum skólans. Skólastjóri ósáttur við símtal frá Ingu Skórnir sem týndust voru samkvæmt heimildum fréttastofu svartir Nike af tegund sem nýtur mikilla vinsælda hjá menntaskólanemum. Skórnir höfðu ekki verið geymdir í skóskáp heldur talið að þeir hefðu gleymst á ganginum. Illa gekk að finna skóna og fór svo að síminn hringdi hjá Ársæli Guðmundssyni skólastjóra. Á línunni var félagsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga allt annað en sátt við það að skórnir væru ekki komnir í leitirnar. Minnti hún á áhrif sín í samfélaginu og vísaði meðal annars til tengsla við lögregluna í því sambandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu blöskraði Ársæli skólastjóra símtalið ef marka má samtöl hans við samkennara og starfsfólk skólans þar sem efni símtalsins kom fram í grófum dráttum eins og rakið hefur verið. Inga frábiður sér svona fréttamennsku Ársæll staðfesti í samtali við Vísi að Inga Sæland hefði hringt í hann. Ársæll vildi ekkert tjá sig um efni símtalsins. Fréttastofa gerði tilraun til að nálgast Ingu að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag en hún gaf ekki kost á viðtölum. Klippa: Inga Sæland bregst ókvæða við spurningu um símtal við skólastjóra Fréttastofa hefur nú í allan morgun reynt að ná tali af Ingu vegna málsins, sem og aðstoðarmönnum hennar þeim Sigurjóni Arnórssyni og Hreiðari Inga Eðvarðssyni, en þau hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttamaður fréttastofu náði að bera upp spurningu varðandi þetta mál við Ingu í lok fundar um hagkvæmt húsnæði en Inga vildi frábiðja sér fréttamennsku af þessu tagi. Þetta kæmi Vísi ekki við. Brot úr viðtalinu sem Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður átti við Ingu um þetta atriði má sjá hér að ofan. Það fylgir sögunni að skórnir týndu komu í leitirnar að lokum. Samnemandi hafði ruglast á skóm en eins og fyrr segir eru um afar vinsæla skótegund að ræða.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira