Engin leit í gangi að leðurblökunni Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2025 11:42 Leðurblakan flaug um Laugarnesið í gær. Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. Fram kom í fréttum að lögreglu hefði verið gert viðvart um leðurblökuna og Dýraþjónustunni gert viðvart en dýrið verið flogið á brott þegar þau komu á vettvang. „Við sjáum um að leita svona uppi og fanga en það er erfitt þegar við fáum ekki nákvæma staðsetningu,“ segir Helena Gylfadóttir hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir að ef það kæmi tilkynning yrði kallaður út meindýraeyðir til að fanga leðurblökuna. „Það þyrfti í framhaldinu að meta hvað yrði gert í samstarfi við MAST og Náttúrufræðistofnun. Þetta er samvinna þegar eitthvað kemur upp sem er sjaldgæft,“ segir hún. Þetta komi auðvitað fyrir en gerist ekki oft. Hún segir engan að leita að leðurblökunni eins og stendur en komi tilkynning fari þau rakleiðis á staðinn. Hún varar jafnframt fólk við því að nálgast dýrið. Leðurblökur geti borið með sér hundaæði og aðra sjúkdóma. Helena hvetur fólk til að láta vita verði það vart við leðurblökuna. Hægt er að láta vita á [email protected] og í símanúmerið 822-7820. Koma reglulega Fjallað er um komur leðurblaka til Íslands í grein á Vísindavefnum frá árinu 2003. Þar kemur fram að leðurblaka hafi fyrst sést á landinu 1817. Á Vísi hefur verið fjallað um komur þeirra reglulega síðan. Til dæmis árið 2023 þegar íbúar í Kópavogi fengu eina slíka á svalirnar. Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Fram kom í fréttum að lögreglu hefði verið gert viðvart um leðurblökuna og Dýraþjónustunni gert viðvart en dýrið verið flogið á brott þegar þau komu á vettvang. „Við sjáum um að leita svona uppi og fanga en það er erfitt þegar við fáum ekki nákvæma staðsetningu,“ segir Helena Gylfadóttir hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir að ef það kæmi tilkynning yrði kallaður út meindýraeyðir til að fanga leðurblökuna. „Það þyrfti í framhaldinu að meta hvað yrði gert í samstarfi við MAST og Náttúrufræðistofnun. Þetta er samvinna þegar eitthvað kemur upp sem er sjaldgæft,“ segir hún. Þetta komi auðvitað fyrir en gerist ekki oft. Hún segir engan að leita að leðurblökunni eins og stendur en komi tilkynning fari þau rakleiðis á staðinn. Hún varar jafnframt fólk við því að nálgast dýrið. Leðurblökur geti borið með sér hundaæði og aðra sjúkdóma. Helena hvetur fólk til að láta vita verði það vart við leðurblökuna. Hægt er að láta vita á [email protected] og í símanúmerið 822-7820. Koma reglulega Fjallað er um komur leðurblaka til Íslands í grein á Vísindavefnum frá árinu 2003. Þar kemur fram að leðurblaka hafi fyrst sést á landinu 1817. Á Vísi hefur verið fjallað um komur þeirra reglulega síðan. Til dæmis árið 2023 þegar íbúar í Kópavogi fengu eina slíka á svalirnar.
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51