Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 13:49 Leiðtogarnir funduðu fyrst í danska forsætisráðuneytinu og borðuðu svo kvöldmat heima hjá Mette. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur boðaði til með skyndi í Kaupmannahöfn í gær um mál Grænlands og öryggismál á Eystrasalti. Mette sagði í færslu á samfélagsmiðlum um fundinn í gær að samstaða Norðurlandanna hafi aldrei verið eins mikilvæg á tímum sem þessum. Upplýst um efni fundarins Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Kjaran Árnasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra var Kristrún upplýst um fundinn samdægurs. Hún var svo upplýst um efni fundarins í kjölfarið. Í svari forsætisráðuneytisins til Vísis vegna málsins segir að forsætisráðherra Danmerkur hafi boðið til óformlegs fundar með skömmum fyrirvara þar sem nokkrir leiðtogar Norðurlanda voru á leið til minningarathafnar í Auschwitz sem fram fer í dag. Áttatíu ár eru nú frá frelsun þeirra. „Utanríkisráðherra verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda á minningarathöfninni. Forsætisráðherra var látinn vita af fundinum. Þar var fjallað um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu eins og fram hefur komið á samfélagsmiðlum og hefur forsætisráðherra verið upplýstur um efni fundarins.“ Segir ennfremur í svari ráðuneytisins að Kristrún hafi í síðustu viku átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna. Sá fundur hafi verið um öryggis- og varnarmál. Áhyggjuefni Ásælni Donald Trump Bandaríkjaforseta í Grænland hefur valdið mikilli óvissu í samskiptum Danmerkur og Bandaríkjanna. Þá hafa öryggismál í Eystrasaltinu verið í algleymingi vegna skuggaskipa Rússlands sem klippt hafa á sæstrengi. Meðal þeirra sem vekja athygli á fjarveru Kristrúnar er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra sem reglulega skrifar um alþjóða- og öryggismál á bloggsíðu sinni. Hann segir það furðu sæta að ríkisstjórn Íslands steinþegi um stigmögnun í samskiptum Dana og Bandaríkjamanna vegna Grænlands. „Það sem vekur athygli íslensks lesanda þegar danski forsætisráðherrann talar um mikilvægi samstöðu og nánari samvinnu bandamanna og vina á óvissum örlagatímum er að íslenskur forsætisráðherra situr ekki við kvöldverðarborðið. Var Kristrúnu Frostadóttur ekki boðið til þessa óformlega samráðsfundar norrænna forystumanna? Eða þáði hún ekki boðið? Það er áhyggjuefni hvert sem svarið við þessum spurningum er.“ Frétt uppfærð 14:25.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá aðstoðarmanni Kristrúnar. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur boðaði til með skyndi í Kaupmannahöfn í gær um mál Grænlands og öryggismál á Eystrasalti. Mette sagði í færslu á samfélagsmiðlum um fundinn í gær að samstaða Norðurlandanna hafi aldrei verið eins mikilvæg á tímum sem þessum. Upplýst um efni fundarins Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Kjaran Árnasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra var Kristrún upplýst um fundinn samdægurs. Hún var svo upplýst um efni fundarins í kjölfarið. Í svari forsætisráðuneytisins til Vísis vegna málsins segir að forsætisráðherra Danmerkur hafi boðið til óformlegs fundar með skömmum fyrirvara þar sem nokkrir leiðtogar Norðurlanda voru á leið til minningarathafnar í Auschwitz sem fram fer í dag. Áttatíu ár eru nú frá frelsun þeirra. „Utanríkisráðherra verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda á minningarathöfninni. Forsætisráðherra var látinn vita af fundinum. Þar var fjallað um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu eins og fram hefur komið á samfélagsmiðlum og hefur forsætisráðherra verið upplýstur um efni fundarins.“ Segir ennfremur í svari ráðuneytisins að Kristrún hafi í síðustu viku átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna. Sá fundur hafi verið um öryggis- og varnarmál. Áhyggjuefni Ásælni Donald Trump Bandaríkjaforseta í Grænland hefur valdið mikilli óvissu í samskiptum Danmerkur og Bandaríkjanna. Þá hafa öryggismál í Eystrasaltinu verið í algleymingi vegna skuggaskipa Rússlands sem klippt hafa á sæstrengi. Meðal þeirra sem vekja athygli á fjarveru Kristrúnar er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra sem reglulega skrifar um alþjóða- og öryggismál á bloggsíðu sinni. Hann segir það furðu sæta að ríkisstjórn Íslands steinþegi um stigmögnun í samskiptum Dana og Bandaríkjamanna vegna Grænlands. „Það sem vekur athygli íslensks lesanda þegar danski forsætisráðherrann talar um mikilvægi samstöðu og nánari samvinnu bandamanna og vina á óvissum örlagatímum er að íslenskur forsætisráðherra situr ekki við kvöldverðarborðið. Var Kristrúnu Frostadóttur ekki boðið til þessa óformlega samráðsfundar norrænna forystumanna? Eða þáði hún ekki boðið? Það er áhyggjuefni hvert sem svarið við þessum spurningum er.“ Frétt uppfærð 14:25.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá aðstoðarmanni Kristrúnar.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira