Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 09:00 Jimmy Butler er áfram í stríði við forráðamenn Miami Heat en hann vill losna frá félaginu. Getty/Megan Briggs Sápuóperan í kringum súperstjörnuna Jimmy Butler heldur áfram en hann vill ólmur losna frá Miami Heat og komast í nýtt lið í NBA deildinni í körfubolta. Nýjasta uppákoman var í gær þegar Butler gekk út úr salnum á miðri skotæfingu liðsins. Í framhaldinu setti Miami Heat leikmanninn í ótímabundið bann sem verður þó að lágmarki fimm leikir. Hann missir um leið launin sín á þessum tíma sem eru engir smáaurar. Þetta er í þriðja skiptið sem Miami setur Butler í bann á síðustu vikum. Nýjast bannið nær að minnsta kosti fram yfir það að leikmannaglugginn lokar en félög geta bara skipst á leikmönnum til 6. febrúar næstkomandi. Butler vill komast til annars félags og þar sem að hann er á samning þá er eina leiðin að Miami Heat finni félag sem er til í að skipta á leikmönnum. Jimmy Butler walked out of Heat shootaround this morning after being informed the team is planning not to start him -- with Haywood Highsmith starting -- moving forward, sources tell ESPN. https://t.co/8I31eT524l— Shams Charania (@ShamsCharania) January 27, 2025 Heat ætlaði að taka Butler út úr byrjunarliðinu fyrir Haywood Highsmith og Butler brást við þeim fréttum með því að ganga út. Hann segist ekki hafa lengur ánægju af því að spila fyrir Miami Heat en Butler hefur lengi verið talinn vera í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Í vetur er hann með 17,0 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Miami Heat segir að bannið komi til vegna þess að leikmaðurinn ber ekki virðingu fyrir reglum liðsins og að hegðun hans sé skaðleg fyrir liðið. Nýjasta bannið mun kosta Butler að minnsta kostið 532 þúsund dollara eða rúmar 74 milljónir króna. Án hans tókst liðinu að koma til baka og vinna upp fjórtán stiga forystu í sigri á Orlando Magic í nótt en leikurinn var tvíframlengdur. The Miami Heat told Jimmy Butler they’re starting this guy over him and he walked out of practice 😂😂😂 pic.twitter.com/EcLJiuPPR5— BricksCenter (@BricksCenter) January 27, 2025 NBA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Nýjasta uppákoman var í gær þegar Butler gekk út úr salnum á miðri skotæfingu liðsins. Í framhaldinu setti Miami Heat leikmanninn í ótímabundið bann sem verður þó að lágmarki fimm leikir. Hann missir um leið launin sín á þessum tíma sem eru engir smáaurar. Þetta er í þriðja skiptið sem Miami setur Butler í bann á síðustu vikum. Nýjast bannið nær að minnsta kosti fram yfir það að leikmannaglugginn lokar en félög geta bara skipst á leikmönnum til 6. febrúar næstkomandi. Butler vill komast til annars félags og þar sem að hann er á samning þá er eina leiðin að Miami Heat finni félag sem er til í að skipta á leikmönnum. Jimmy Butler walked out of Heat shootaround this morning after being informed the team is planning not to start him -- with Haywood Highsmith starting -- moving forward, sources tell ESPN. https://t.co/8I31eT524l— Shams Charania (@ShamsCharania) January 27, 2025 Heat ætlaði að taka Butler út úr byrjunarliðinu fyrir Haywood Highsmith og Butler brást við þeim fréttum með því að ganga út. Hann segist ekki hafa lengur ánægju af því að spila fyrir Miami Heat en Butler hefur lengi verið talinn vera í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Í vetur er hann með 17,0 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Miami Heat segir að bannið komi til vegna þess að leikmaðurinn ber ekki virðingu fyrir reglum liðsins og að hegðun hans sé skaðleg fyrir liðið. Nýjasta bannið mun kosta Butler að minnsta kostið 532 þúsund dollara eða rúmar 74 milljónir króna. Án hans tókst liðinu að koma til baka og vinna upp fjórtán stiga forystu í sigri á Orlando Magic í nótt en leikurinn var tvíframlengdur. The Miami Heat told Jimmy Butler they’re starting this guy over him and he walked out of practice 😂😂😂 pic.twitter.com/EcLJiuPPR5— BricksCenter (@BricksCenter) January 27, 2025
NBA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit