Kári nýr formaður Sameykis Árni Sæberg skrifar 28. janúar 2025 12:09 Kári Sigurðsson er nýr formaður Sameykis. SAmeyki Kári Sigurðsson, sem verið hefur varaformaður Sameykis, hefur tekið við formennsku hjá félaginu frá og með deginum í dag. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Kári taki við formennsku af Ingibjörgu Sif Sigríðardóttur sem gegnt hafi því hlutverki frá 11. október 2024. Ingibjörg Sif verði áfram í stjórn félagsins og taki við sem varaformaður Sameykis samfara því að Kári tekur við formennsku. Hún muni hverfa aftur til sinna fyrri starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sif tók við formennsku á sínum tíma eftir að Þórarinn Eyfjörð vék úr formannssætinu eftir að gustað hafði verulega um hann og félagið mánuðina á undan. Vandaður maður „Kári er vandaður maður og vel að því kominn að taka við formennskunni af mér. Ég tók þá ákvörðun að vel hugsuðu máli að snúa mér að þeim störfum sem ég hef sinnt áður hjá Orkuveitunni. Ég mun áfram sitja í stjórn félagsins sem varaformaður og við í stjórninni stöndum einhuga saman að því að Kári taki við sem formaður félagsins,“ er haft eftir Ingibjörgu Sif. Í tilkynningu segir að Kári sé reynslumikill og öflugur í félagsmálum og hafi setið í stjórn félagsins frá því snemma á árinu 2020. Áður en hann settist í stjórn Sameykis hafi hann verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað hjá Reykjavíkurborg. Hann hafi hafið störf við félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti fyrir 17 árum, fyrst í hlutastarfi í Félagsmiðstöðinni 111 og síðan í Félagsmiðstöðinni við Hólmasel frá 2008 í fullu starfi. Hann hafi starfað sem verkefnastjóri forvarna hjá Reykjavíkurborg og haft umsjón með starfi Flotans, sem sé flakkandi félagsmiðstöð sem sinnir vettvangsstarfi utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna. Tilkynnt í morgun Starfsfólki Sameykis hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar á starfsmannafundi í morgun. Stjórn félagsins sé kosin á þriggja ára fresti á félagslegum grunni samkvæmt lögum félagsins. Næsta stjórnarkjör í félaginu fari fram í mars 2027. „Stjórn og starfsfólk Sameykis þakkar Ingibjörgu Sif fyrir gott starf sem formaður félagsins og óskar nýjum formanni, Kára Sigurðssyni, velfarnaðar í sínum störfum fyrir Sameyki.“ Stéttarfélög Vistaskipti Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Kári taki við formennsku af Ingibjörgu Sif Sigríðardóttur sem gegnt hafi því hlutverki frá 11. október 2024. Ingibjörg Sif verði áfram í stjórn félagsins og taki við sem varaformaður Sameykis samfara því að Kári tekur við formennsku. Hún muni hverfa aftur til sinna fyrri starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sif tók við formennsku á sínum tíma eftir að Þórarinn Eyfjörð vék úr formannssætinu eftir að gustað hafði verulega um hann og félagið mánuðina á undan. Vandaður maður „Kári er vandaður maður og vel að því kominn að taka við formennskunni af mér. Ég tók þá ákvörðun að vel hugsuðu máli að snúa mér að þeim störfum sem ég hef sinnt áður hjá Orkuveitunni. Ég mun áfram sitja í stjórn félagsins sem varaformaður og við í stjórninni stöndum einhuga saman að því að Kári taki við sem formaður félagsins,“ er haft eftir Ingibjörgu Sif. Í tilkynningu segir að Kári sé reynslumikill og öflugur í félagsmálum og hafi setið í stjórn félagsins frá því snemma á árinu 2020. Áður en hann settist í stjórn Sameykis hafi hann verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað hjá Reykjavíkurborg. Hann hafi hafið störf við félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti fyrir 17 árum, fyrst í hlutastarfi í Félagsmiðstöðinni 111 og síðan í Félagsmiðstöðinni við Hólmasel frá 2008 í fullu starfi. Hann hafi starfað sem verkefnastjóri forvarna hjá Reykjavíkurborg og haft umsjón með starfi Flotans, sem sé flakkandi félagsmiðstöð sem sinnir vettvangsstarfi utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna. Tilkynnt í morgun Starfsfólki Sameykis hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar á starfsmannafundi í morgun. Stjórn félagsins sé kosin á þriggja ára fresti á félagslegum grunni samkvæmt lögum félagsins. Næsta stjórnarkjör í félaginu fari fram í mars 2027. „Stjórn og starfsfólk Sameykis þakkar Ingibjörgu Sif fyrir gott starf sem formaður félagsins og óskar nýjum formanni, Kára Sigurðssyni, velfarnaðar í sínum störfum fyrir Sameyki.“
Stéttarfélög Vistaskipti Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira