Gómuðu leðurblökuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. janúar 2025 18:21 Leðurblakan var numin á brott með stórum háfi. Dýraþjónusta Reykjavíkur/Tiktok Leðurblakan sem hefur verið á sveimi um Hlíðar og Laugardal undanfarna daga hefur verið fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún var varla með lífsmarki og hefur verið svæfð. Leðurblakan fannst fyrir utan heimili í Teigunum í Laugardal, þar sem hún virtist frosin við vegg utandyra. Lilja Borg birti myndband því þegar maður frá dýraþjónustunni hafði leðurblökuna á brott í háfi. @lillyborg10 Leðurblakan fundin! @RÚV - fréttir ♬ original sound - Lilja Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir að leðurblakan hafi verið orðin slöpp. „Hún var horuð, illa á sig komin, enda komin á versta tíma til að heimsækja landið. Hún var eiginlega við það að drepast,“ segir Þorkell. Leðurblakan hafi verið svæfð og blóðsýni tekið úr henni, sem verði sent á rannsóknarstofuna Keldur. Farið verði í veirurannsókn til að athuga hvort varhugaverðir sjúkdómar leynist í dýrinu. „Leðurblökur eru miklir smitberar, og geta meðal annars borið með sér hundaæði,“ segir Þorkell. Að því loknu verði hún send á náttúrufræðistofnun þar sem hún verður tegundagreind. Þorkell segir að síðast þegar leðurblaka kom til landsins hafi það verið evrópsk tegund sem lifir í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Í gær sást til leðurblökunnar í Laugardalslaug. Fyrst varð hennar vart þar sem hún hékk á útiklefa laugarinnar, áður en hún flaug yfir laugina. Sjá frétt DV. Leðurblakan var svæfð og blóðsýni var tekið úr henni til að athuga hvort hún væri smitberi.Dýraþjónusta Reykjavíkur Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Leðurblakan fannst fyrir utan heimili í Teigunum í Laugardal, þar sem hún virtist frosin við vegg utandyra. Lilja Borg birti myndband því þegar maður frá dýraþjónustunni hafði leðurblökuna á brott í háfi. @lillyborg10 Leðurblakan fundin! @RÚV - fréttir ♬ original sound - Lilja Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir að leðurblakan hafi verið orðin slöpp. „Hún var horuð, illa á sig komin, enda komin á versta tíma til að heimsækja landið. Hún var eiginlega við það að drepast,“ segir Þorkell. Leðurblakan hafi verið svæfð og blóðsýni tekið úr henni, sem verði sent á rannsóknarstofuna Keldur. Farið verði í veirurannsókn til að athuga hvort varhugaverðir sjúkdómar leynist í dýrinu. „Leðurblökur eru miklir smitberar, og geta meðal annars borið með sér hundaæði,“ segir Þorkell. Að því loknu verði hún send á náttúrufræðistofnun þar sem hún verður tegundagreind. Þorkell segir að síðast þegar leðurblaka kom til landsins hafi það verið evrópsk tegund sem lifir í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Í gær sást til leðurblökunnar í Laugardalslaug. Fyrst varð hennar vart þar sem hún hékk á útiklefa laugarinnar, áður en hún flaug yfir laugina. Sjá frétt DV. Leðurblakan var svæfð og blóðsýni var tekið úr henni til að athuga hvort hún væri smitberi.Dýraþjónusta Reykjavíkur
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51
Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42