Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2025 07:00 Filip Glavas og Ivan Martinovic fögnuðu gríðarlega eins og aðrir Króatar eftir sigurmarkið í blálok leiksins við Ungverja í gær. Getty/Sanjin Strukic Darko Milinovic, bæjarstjóra Gospic í Króatíu, var ekki skemmt yfir þeirri ákvörðun alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að gefa Króötum ekki seinni leik kvöldsins á HM í handbolta í gær, þrátt fyrir að þeir væru gestgjafar. Hann ákvað að gefa bæjarbúum frí til að mæta á leikinn. Króatískir stuðningsmenn gætu hafa gert gæfumuninn í gær í ævintýralegri endurkomu Króata sem unnu Ungverja, 31-30, með marki á lokasekúndunni. Í 8-liða úrslitunum á HM eru spilaðir tveir leikir á dag og hófst leikur Króatíu og Ungverjalands klukkan 18 að staðartíma í Zagreb í gærkvöld. Frakkland og Egyptaland spiluðu svo seinni leikinn, sem hófst klukkan 21 að staðartíma, sem bæði er betri sjónvarpstími og hentar jafnan betur fyrir vinnandi fólk, sérstaklega þá sem búa ekki í króatísku höfuðborginni. Peningar réðu því að gestgjafarnir áttu ekki seinni leikinn, samkvæmt frétt 24 Sata í Króatíu, þar sem segir að franska sjónvarpið geti vegna sérsamninga við Sportfive, sem heldur utan um sýningarrétt frá mótinu, ráðið því hvenær Frakkar spili. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fagna.Getty/Sanjin Strukic Mæta þjóðinni sem réði leiktímanum Milinovic vildi ekki láta þessa ákvörðun spilla gleðinni og gerði sitt til þess að það yrði fullt hús á leiknum dramatíska við Ungverja. „Þeir breyttu tímasetningu leiksins við Ungverja frá 9 til 6. Það er talið að þeir sem ætli á leikinn muni eiga erfitt með að vera mættir klukkan sex og þurfi að hætta fyrr í vinnu. Bæjarstjórinn í Gospic vill senda skilaboð til IHF og Frakka sem settu fram þessar kröfur: Allir íbúar Gospic sem ætla á leikinn, og vinna hjá bænum eða fyrirtækjum hans, fá frídag á launum. Áfram Króatía!“ skrifaði Milinovic á Facebook. Nú er svo orðið ljóst að Frakkland og Króatía mætast í undanúrslitum annað kvöld, í lokaleiknum í Zagreb en hinn undanúrslitaleikurinn á mótinu, sem og leikirnir um gull og brons, fara fram í Bærum í Noregi. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjá meira
Króatískir stuðningsmenn gætu hafa gert gæfumuninn í gær í ævintýralegri endurkomu Króata sem unnu Ungverja, 31-30, með marki á lokasekúndunni. Í 8-liða úrslitunum á HM eru spilaðir tveir leikir á dag og hófst leikur Króatíu og Ungverjalands klukkan 18 að staðartíma í Zagreb í gærkvöld. Frakkland og Egyptaland spiluðu svo seinni leikinn, sem hófst klukkan 21 að staðartíma, sem bæði er betri sjónvarpstími og hentar jafnan betur fyrir vinnandi fólk, sérstaklega þá sem búa ekki í króatísku höfuðborginni. Peningar réðu því að gestgjafarnir áttu ekki seinni leikinn, samkvæmt frétt 24 Sata í Króatíu, þar sem segir að franska sjónvarpið geti vegna sérsamninga við Sportfive, sem heldur utan um sýningarrétt frá mótinu, ráðið því hvenær Frakkar spili. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fagna.Getty/Sanjin Strukic Mæta þjóðinni sem réði leiktímanum Milinovic vildi ekki láta þessa ákvörðun spilla gleðinni og gerði sitt til þess að það yrði fullt hús á leiknum dramatíska við Ungverja. „Þeir breyttu tímasetningu leiksins við Ungverja frá 9 til 6. Það er talið að þeir sem ætli á leikinn muni eiga erfitt með að vera mættir klukkan sex og þurfi að hætta fyrr í vinnu. Bæjarstjórinn í Gospic vill senda skilaboð til IHF og Frakka sem settu fram þessar kröfur: Allir íbúar Gospic sem ætla á leikinn, og vinna hjá bænum eða fyrirtækjum hans, fá frídag á launum. Áfram Króatía!“ skrifaði Milinovic á Facebook. Nú er svo orðið ljóst að Frakkland og Króatía mætast í undanúrslitum annað kvöld, í lokaleiknum í Zagreb en hinn undanúrslitaleikurinn á mótinu, sem og leikirnir um gull og brons, fara fram í Bærum í Noregi.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjá meira
Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34