Markaðurinn væntir vaxtalækkana Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 11:33 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Markaðurinn væntir þess að hann lækki stýrivexti. Vísir/Vilhelm Niðurstöður könnunar Seðlabankans meðal markaðsaðila gefa til kynna að verðbólguvæntingar þeirra til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember. Þeir vænti þess að stýrivextir verði orðnir 5,75 prósent eftir tvö ár. Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands segir að bankinn hafi kannað væntingar markaðsaðila dagana 20. til 22. janúar síðastliðinn. Leitað hafi verið til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör hafi fengist frá þrjátíu aðilum og svarhlutfallið hafi því verið 77 prósent. Óbreyttar verðbólguvæntingar til skamms tíma en ekki lengri Niðurstöður könnunarinnar gefi til kynna að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember síðastliðnum. Þeir vænti þess að verðbólga hjaðni áfram og verði 3,6 prósent eftir eitt ár, 3,3 prósent eftir tvö ár og 3,4 prósent að meðaltali næstu fimm ár. Langtímaverðbólguvæntingar þeirra hafi hins vegar hækkað milli kannana og þeir búist nú við því að verðbólga verði 3,4 prósent að meðaltali næstu tíu ár samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni búist markaðsaðilar við því að gengi krónunnar lækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 150 krónur eftir eitt ár. Færri telja taumhaldið of þétt Miðað við miðgildi svara í könnuninni geri markaðsaðilar ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans lækki áfram og verði 7,75 prósent í lok núverandi ársfjórðungs, 6,75 prósent eftir eitt ár og 5,75 prósent eftir tvö ár. Þetta séu sömu vextir og markaðsaðilar væntu í síðustu könnun. Hlutfall svarenda sem taldi taumhaldið vera of þétt hafi minnkað lítillega milli kannana og verið 80 prósent, samanborið við 87 prósent í síðustu könnun. Um 20 prósent hafi talið taumhaldið vera hæfilegt samanborið við 13 prósent í nóvember en enginn hafi svarað því að taumhaldið væri of laust. Dreifing svara um væntingar til verðbólgu hafi verið minni en í nóvemberkönnuninni á flesta mælikvarða. Dreifing svara markaðsaðila um væntingar til vaxta hafi hins vegar aukist á nær alla mælikvarða milli kannana. Velta á fasteignamarkaði fari minnkandi Markaðsaðilar hafi einnig verið spurðir um þróun fasteignamarkaðarins á næstu tólf mánuðum. Helmingur svarenda hafi talið að velta á fasteignamarkaði muni minnka á næstu tólf mánuðum. Svör markaðsaðila varðandi verðþróun hafi verið nokkuð dreifð en þriðjungur svarenda hafi tekið fram að hann telji að raunverð húsnæðis lækki á næstu tólf mánuðum og annar þriðjungur að það hækki. Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands segir að bankinn hafi kannað væntingar markaðsaðila dagana 20. til 22. janúar síðastliðinn. Leitað hafi verið til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör hafi fengist frá þrjátíu aðilum og svarhlutfallið hafi því verið 77 prósent. Óbreyttar verðbólguvæntingar til skamms tíma en ekki lengri Niðurstöður könnunarinnar gefi til kynna að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember síðastliðnum. Þeir vænti þess að verðbólga hjaðni áfram og verði 3,6 prósent eftir eitt ár, 3,3 prósent eftir tvö ár og 3,4 prósent að meðaltali næstu fimm ár. Langtímaverðbólguvæntingar þeirra hafi hins vegar hækkað milli kannana og þeir búist nú við því að verðbólga verði 3,4 prósent að meðaltali næstu tíu ár samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni búist markaðsaðilar við því að gengi krónunnar lækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 150 krónur eftir eitt ár. Færri telja taumhaldið of þétt Miðað við miðgildi svara í könnuninni geri markaðsaðilar ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans lækki áfram og verði 7,75 prósent í lok núverandi ársfjórðungs, 6,75 prósent eftir eitt ár og 5,75 prósent eftir tvö ár. Þetta séu sömu vextir og markaðsaðilar væntu í síðustu könnun. Hlutfall svarenda sem taldi taumhaldið vera of þétt hafi minnkað lítillega milli kannana og verið 80 prósent, samanborið við 87 prósent í síðustu könnun. Um 20 prósent hafi talið taumhaldið vera hæfilegt samanborið við 13 prósent í nóvember en enginn hafi svarað því að taumhaldið væri of laust. Dreifing svara um væntingar til verðbólgu hafi verið minni en í nóvemberkönnuninni á flesta mælikvarða. Dreifing svara markaðsaðila um væntingar til vaxta hafi hins vegar aukist á nær alla mælikvarða milli kannana. Velta á fasteignamarkaði fari minnkandi Markaðsaðilar hafi einnig verið spurðir um þróun fasteignamarkaðarins á næstu tólf mánuðum. Helmingur svarenda hafi talið að velta á fasteignamarkaði muni minnka á næstu tólf mánuðum. Svör markaðsaðila varðandi verðþróun hafi verið nokkuð dreifð en þriðjungur svarenda hafi tekið fram að hann telji að raunverð húsnæðis lækki á næstu tólf mánuðum og annar þriðjungur að það hækki.
Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira