„Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2025 19:31 Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í kjaradeilu kennara síðustu vikur. Vísir/Stefán Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Foreldri undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu um mánaðamótin. Verkföllin verða ótímabundin í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum. Foreldrar hafa efast um lögmæti aðgerðanna. Aðalmeðferð í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er búist við að fundur í kjaradeilunni verði boðaður á morgun en síðasti fundur í kjaradeilunni fór fram fyrir viku. Undrast kyrrstöðuna Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í deilunni síðustu vikur. „Þeir sem eru aðilar að þessum kjaraviðræðum þurfa að finna lausnir. Það þarf að leysa þessa kjaradeilu. Foreldrar eru ekki aðilar að þessari deilu en við og börnin verðum fyrir aðgerðunum. Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna,“ segir Hildur. Verkfallsaðgerðir kennara stóðu yfir í viku í Árbæjarskóla á síðasta ári. Hildur segir verkfallið hafa haft veruleg áhrif. „Þegar fyrsta verkfallið kom hjá okkur var eins menn væru ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu að ræða saman. Að verkfalli loknu fundum við fyrir því að það var töluvert átak fyrir mörg börn að byrja aftur,“ segir Hildur. Mögulega næstum enginn skóli í febrúar Takist ekki að semja hefst kennaraverkfall í Árbæjarskóla á mánudaginn. Hildur hefur áhyggjur af lengd verkfallsins. „Verkfallsaðgerðirnar hafa verið boðaðar í þrjár vikur. Eftir það hefst vetrarfrí í Reykjavík. Þannig að ef að verkfallinu verður og það heldur út allan tímann þá ná börnin okkar þremur virkum dögum í febrúar. Ég hafði vonast til þess að fólk gæti náð saman allan þann tíma sem hlé hefur staðið. Svona stórt skarð á miðjum vetri er náttúrulega erfitt,“ segir Hildur. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu um mánaðamótin. Verkföllin verða ótímabundin í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum. Foreldrar hafa efast um lögmæti aðgerðanna. Aðalmeðferð í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er búist við að fundur í kjaradeilunni verði boðaður á morgun en síðasti fundur í kjaradeilunni fór fram fyrir viku. Undrast kyrrstöðuna Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í deilunni síðustu vikur. „Þeir sem eru aðilar að þessum kjaraviðræðum þurfa að finna lausnir. Það þarf að leysa þessa kjaradeilu. Foreldrar eru ekki aðilar að þessari deilu en við og börnin verðum fyrir aðgerðunum. Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna,“ segir Hildur. Verkfallsaðgerðir kennara stóðu yfir í viku í Árbæjarskóla á síðasta ári. Hildur segir verkfallið hafa haft veruleg áhrif. „Þegar fyrsta verkfallið kom hjá okkur var eins menn væru ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu að ræða saman. Að verkfalli loknu fundum við fyrir því að það var töluvert átak fyrir mörg börn að byrja aftur,“ segir Hildur. Mögulega næstum enginn skóli í febrúar Takist ekki að semja hefst kennaraverkfall í Árbæjarskóla á mánudaginn. Hildur hefur áhyggjur af lengd verkfallsins. „Verkfallsaðgerðirnar hafa verið boðaðar í þrjár vikur. Eftir það hefst vetrarfrí í Reykjavík. Þannig að ef að verkfallinu verður og það heldur út allan tímann þá ná börnin okkar þremur virkum dögum í febrúar. Ég hafði vonast til þess að fólk gæti náð saman allan þann tíma sem hlé hefur staðið. Svona stórt skarð á miðjum vetri er náttúrulega erfitt,“ segir Hildur.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira