Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 20:12 Donald Trump segir að hægt verði að senda þrjátíu þúsund manns í fangabúðir á Kúbu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann ætli sér að gefa út forsetatilskipun um að reisa fangabúðir í Guantánamoflóa á Kúbu. Þangað ætli hann svo að senda farand- og flóttafólk sem heldur ólöglega til í Bandaríkjunum. Þessa skipun ætlar Trump að skrifa undir seinna í kvöld og segist hann ætla að senda „verstu“ afbrotamennina þangað. „Sumir þeirra eru svo slæmir að við treystum ekki einu sinni heimalöndum þeirra til að taka við þeim,“ sagði Trump. „Við viljum ekki að þeir komi aftur svo við ætlum að senda þá til Guantánamo.“ Trump: Today I'm also signing an executive order to instruct the departments of defense and homeland security to begin preparing the 30,000 person migrant facility at Guantanamo Bay pic.twitter.com/2gBXWK4hFz— Acyn (@Acyn) January 29, 2025 Bandaríkjamenn hafa um árabil rekið herfangelsi í Guantánamo á Kúbu og hafa margir meintir hryðjuverkamenn verið fluttir þangað og dúsað þar án dóms og laga á síðustu tveimur áratugum og rúmlega það. Barack Obama reyndi að loka fangelsinu í hans forsetatíð en Donald Trump stöðvaði það. Joe Biden tók svo við keflinu af Obama og fækkaði föngum þar verulega. Fangelsið er hluti af flotastöð Bandaríkjanna á sunnanverðri Kúbu en þegar mest lét voru þar um átta hundruð fangar. Nú eru þeir fimmtán. Sjá einnig: Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Á blaðamannafundi í aðdraganda þess að Trump skrifaði undir lög sem nefnd eru í höfuð ungrar konu sem myrt var af manni frá Venesúela, tilkynnti forsetinn ætlanir sínar með Guantánamo. Þá sagði hann að fangabúðirnar eiga að geta hýst þrjátíu þúsund manns. Lögin sem Trump skrifaði undir í kvöld gera yfirvöldum Í Bandaríkjunum auðveldar að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Það felur einnig í sér hertar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig : Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samkvæmt lögunum verður hægt að senda innflytjendur sem eru án leyfis í Bandaríkjunum úr landi, og þá væntanlega til Kúbu, ef þau eru sökuð um þjófnað eða ofbeldisglæpi. Ekki er nauðsynlegt að dæma þá fyrst. Bandaríkin Donald Trump Kúba Flóttamenn Tengdar fréttir Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07 Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Þessa skipun ætlar Trump að skrifa undir seinna í kvöld og segist hann ætla að senda „verstu“ afbrotamennina þangað. „Sumir þeirra eru svo slæmir að við treystum ekki einu sinni heimalöndum þeirra til að taka við þeim,“ sagði Trump. „Við viljum ekki að þeir komi aftur svo við ætlum að senda þá til Guantánamo.“ Trump: Today I'm also signing an executive order to instruct the departments of defense and homeland security to begin preparing the 30,000 person migrant facility at Guantanamo Bay pic.twitter.com/2gBXWK4hFz— Acyn (@Acyn) January 29, 2025 Bandaríkjamenn hafa um árabil rekið herfangelsi í Guantánamo á Kúbu og hafa margir meintir hryðjuverkamenn verið fluttir þangað og dúsað þar án dóms og laga á síðustu tveimur áratugum og rúmlega það. Barack Obama reyndi að loka fangelsinu í hans forsetatíð en Donald Trump stöðvaði það. Joe Biden tók svo við keflinu af Obama og fækkaði föngum þar verulega. Fangelsið er hluti af flotastöð Bandaríkjanna á sunnanverðri Kúbu en þegar mest lét voru þar um átta hundruð fangar. Nú eru þeir fimmtán. Sjá einnig: Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Á blaðamannafundi í aðdraganda þess að Trump skrifaði undir lög sem nefnd eru í höfuð ungrar konu sem myrt var af manni frá Venesúela, tilkynnti forsetinn ætlanir sínar með Guantánamo. Þá sagði hann að fangabúðirnar eiga að geta hýst þrjátíu þúsund manns. Lögin sem Trump skrifaði undir í kvöld gera yfirvöldum Í Bandaríkjunum auðveldar að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Það felur einnig í sér hertar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig : Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samkvæmt lögunum verður hægt að senda innflytjendur sem eru án leyfis í Bandaríkjunum úr landi, og þá væntanlega til Kúbu, ef þau eru sökuð um þjófnað eða ofbeldisglæpi. Ekki er nauðsynlegt að dæma þá fyrst.
Bandaríkin Donald Trump Kúba Flóttamenn Tengdar fréttir Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07 Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07
Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12
Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51