Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2025 10:48 Sævar Þór Jónsson er lögmaður ungmennis sem er í svokölluðum tálbeituhóp. Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, lögmaður ungmennis sem er meðlimur úr eins konar tálbeituhóp, segir að lögreglan verði að taka gögn sem hópurinn hafi afhent lögreglu alvarlega. Undanfarið hefur mikið farið fyrir tálbeituaðgerðum í umræðunni. Greint hefur verið frá því að myndbönd af ungmennum að ganga í skrokk á meintum barnaníðingum gagni manna á milli á samfélagmiðlum. Sævar segist hafa vitneskju um að meðlimir hópsins hafi afhent lögreglu lista yfir einstaklinga sem þá grunar um græsku í þessum málum. Það hefur komið fram að lögregla sé með til skoðunar hvort hún geti notað umrædd gögn. Það er mat Sævars að gögnin sé hægt að nota með þeim hætti að þau geti verið tilefni til frekari rannsóknar. „Það er þannig í okkar lögum að það er brot ef maður setur sig í samband við barn undir lögaldri, með kynferðislegum samskiptum. Það er alveg augljóst að mínu mati, miðað við það sem ég hef séð, að það hefur átt sér stað brot,“ sagði Sævar Þór í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það sem hefur slegið mig kannski í þessu er að ég áttaði mig ekki sjálfur á því að það er fjöldinn allur af eldri einstaklingum, mönnum og líka konum, sem eru að setja sig í samband við börn. Það er mjög stór fjöldi á hverjum degi virðist vera.“ Hvað erum við að tala um, í fjölda? „Þetta eru sirka tuttugu einstaklingar kannski á dag sem þessir hópar hafa verið í samskiptum við. Það er svolítið mikið magn finnst mér“ Sævar Þór segir að þó að lögreglan sé undirmönnuð sé mikilvægt að hún setji þessi mál í forgang þar sem þau varði börn. Hann veltir upp þeirri hugmynd um hvort tími sé kominn á að lögreglan fari sjálf í einhverskonar tálbeituaðgerðir. Slíkt hefur ekki viðgengist hér á landi, en þekkist einhvers staðar erlendis. Útfærsla á því þyrfti skýran lagaramma, en Sævar telur núverandi lagagrundvöll ekki nægjanlega skýrann. „Þó að þetta séu ungmenni þá eru þetta samt einstaklingar sem eru að benda á staðreyndir. Það er ekki hægt að segja að þessi gögn séu einhver tilbúningur. Það þarf að rannsaka þau. Það eru samskipti við einstaklinga sem augljóslega benda til þess að þeir viti við hvern þau séu að tala, þau eru að tala við börn.“ Þá segist hann hafa séð samskipti sem bendi til þess að menn reyni að koma sér í samband við börn, og reyni að greiða þeim með fíkniefnum. „Það sem er enn þá verra er það virðist vera, miðað við samskiptin sem ég hef séð, að það séu einstaklingar að nota börn í þeim tilgangi að koma þeim í samskipti við menn sem hafa áhuga á slíku gegn þá greiðslu með fíkniefnum og fleira. Þetta er mjög víðtækt á mörgum sviðum.“ Sævar segir að það gangi síðan ekki upp að þessir tálbeituhópar taki lögin í sínar eigin hendur. „Það er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að horfa til, að þegar að einstaklingar, við erum ekki bara að tala um einn hóp heldur fleiri hópa, telja sig knúna til að taka lögin í sínar hendur. Þá er eitthvað mikið að.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Ofbeldi barna Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Undanfarið hefur mikið farið fyrir tálbeituaðgerðum í umræðunni. Greint hefur verið frá því að myndbönd af ungmennum að ganga í skrokk á meintum barnaníðingum gagni manna á milli á samfélagmiðlum. Sævar segist hafa vitneskju um að meðlimir hópsins hafi afhent lögreglu lista yfir einstaklinga sem þá grunar um græsku í þessum málum. Það hefur komið fram að lögregla sé með til skoðunar hvort hún geti notað umrædd gögn. Það er mat Sævars að gögnin sé hægt að nota með þeim hætti að þau geti verið tilefni til frekari rannsóknar. „Það er þannig í okkar lögum að það er brot ef maður setur sig í samband við barn undir lögaldri, með kynferðislegum samskiptum. Það er alveg augljóst að mínu mati, miðað við það sem ég hef séð, að það hefur átt sér stað brot,“ sagði Sævar Þór í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það sem hefur slegið mig kannski í þessu er að ég áttaði mig ekki sjálfur á því að það er fjöldinn allur af eldri einstaklingum, mönnum og líka konum, sem eru að setja sig í samband við börn. Það er mjög stór fjöldi á hverjum degi virðist vera.“ Hvað erum við að tala um, í fjölda? „Þetta eru sirka tuttugu einstaklingar kannski á dag sem þessir hópar hafa verið í samskiptum við. Það er svolítið mikið magn finnst mér“ Sævar Þór segir að þó að lögreglan sé undirmönnuð sé mikilvægt að hún setji þessi mál í forgang þar sem þau varði börn. Hann veltir upp þeirri hugmynd um hvort tími sé kominn á að lögreglan fari sjálf í einhverskonar tálbeituaðgerðir. Slíkt hefur ekki viðgengist hér á landi, en þekkist einhvers staðar erlendis. Útfærsla á því þyrfti skýran lagaramma, en Sævar telur núverandi lagagrundvöll ekki nægjanlega skýrann. „Þó að þetta séu ungmenni þá eru þetta samt einstaklingar sem eru að benda á staðreyndir. Það er ekki hægt að segja að þessi gögn séu einhver tilbúningur. Það þarf að rannsaka þau. Það eru samskipti við einstaklinga sem augljóslega benda til þess að þeir viti við hvern þau séu að tala, þau eru að tala við börn.“ Þá segist hann hafa séð samskipti sem bendi til þess að menn reyni að koma sér í samband við börn, og reyni að greiða þeim með fíkniefnum. „Það sem er enn þá verra er það virðist vera, miðað við samskiptin sem ég hef séð, að það séu einstaklingar að nota börn í þeim tilgangi að koma þeim í samskipti við menn sem hafa áhuga á slíku gegn þá greiðslu með fíkniefnum og fleira. Þetta er mjög víðtækt á mörgum sviðum.“ Sævar segir að það gangi síðan ekki upp að þessir tálbeituhópar taki lögin í sínar eigin hendur. „Það er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að horfa til, að þegar að einstaklingar, við erum ekki bara að tala um einn hóp heldur fleiri hópa, telja sig knúna til að taka lögin í sínar hendur. Þá er eitthvað mikið að.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Ofbeldi barna Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira