Emma Sanders á BBC, breska ríkisútvarpinu, greindi frá því fyrr í dag að Leicester City væri á höttunum eftir framherja og að Hlín væri efst á blaði.
Understand Leicester City are hoping to bring in Iceland forward Hlin Eiriksdottir on a permanent deal from Kristianstads before the deadline closes. #lcfc
— Emma Sanders (@em_sandy) January 30, 2025
Nú hefur Leicester - sem er í harðri fallbaráttu og þarf sárlega á mörkum að halda - tilkynnt komu Hlínar. Liðið er sem stendur í 11. sæti af tólf liðum, fjórum stigum frá Crystal Palace sem situr í botnsætinu eftir tólf leiki. Refirnir hafa aðeins skorað fimm mörk í deildinni og vonast til að Hlín veiti liðinu innblástur fram á við.
„Ég er virkilega ánægð með að vera komin og hlakka til að byrja að æfa með liðinu. Ég kem hingað með mikinn metnað og vilja til að vinna. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig,“ sagði Hlín við undirskriftina.
Hin 24 ára gamla Hlín skrifaði undir samning til loka tímabilsins 2027 og getur tekið þátt strax í næsta leik sem er gegn Everton á sunnudaginn kemur.
Fréttin hefur verið uppfærð.